Gjörbreyttu húsi á þremur vikum: „Númer eitt, tvö og þrjú að gera fjárhagsáætlun“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 21:00 María Gomez gjörbreytti húsinu sínu áður en hún flutti inn og var útkoman virkilega smekkleg og falleg. Myndir/Anton Brink/María Gomez María Gomez er 39 ára fagurkeri og fjögurra barna móðir sem býr í fallegu húsi á Álftanesinu með eiginmanni sínum Ragnari Má Reynissyni. Húsið keyptu þau árið 2016 og tóku það alveg í gegn á þremur vikum. María er lífstílsbloggari og tekur mikið af fallegum myndum á bloggi sínu Paz og Instagram svo við fengum hana til að segja okkur aðeins frá breytingunum sem þau gerðu og gefa lesendum Vísis góð ráð. „Ég er ættuð frá Spáni og er með BS gráðu í ferðamálafræði úr HÍ. Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og er ég að smáfeta mig áfram í þeim efnum og tek ég flest allar mínar myndir sjálf sem eru á blogginu og Instagramminu mínu. Mér finnst mjög gaman að gera fínt á heimilum mínum og ögra mér í þeim efnum að því leiti að reyna að vera hagkvæm og nýtin en gera samt eins fallegt og unnt er. Mér finnst voða gaman að gefa gömlum hlutum nýtt líf,“ segir María.Ætlaði aldrei að flytja á ÁlftanesÞau fengu húsið sitt afhent 13. júlí 2016 og voru flutt inn 1. ágúst sama ár. Hún segir að það hafi verið bara alveg óvart að þau keyptu á Álftanesi og hafi ekki verið í spilunum til að byrja með. „Við áttum hæð í Garðabæ sem við vorum mjög ánægð með en var mjög óhentug fyrir okkur vegna mikilla stiga. Eigandi öll þessi börn sem sum hver voru mjög lítil eða enn í móðurkviði var erfitt að vera alltaf að labba upp alla stigana auk þess að við þurftum líka að stækka við okkur.“ Þau eiga saman Gabríelu 18 ára, Reyni Leo fjögurra ára, Mikael þriggja ára og Viktoríu Ölbu tveggja ára. „Verðlagið á einbýlishúsum inn í Garðabæ sjálfum var fyrir neðan allar hellur og upp úr öllu valdi. Maðurinn minn og fasteignasalinn Guðrún Antonsdóttir stungu upp á því að við myndum kíkja á fasteignir á Álftanesinu sem er í raun Garðabær í dag. En ég hélt sko ekki. Þegar ég svo sá að við gætum fengið gott einbýlishús með risa suðurgarði og tvö skref inn úr bílnum, á sama verði nánast og við fengum fyrir hæðina okkar í Garðabæ ákvað ég að slá til. Ég samdi við manninn minn um að við myndum búa hér í tvö ár, selja síðan og flytja aftur inn í Garðabæinn. Þegar ég áttaði mig á hversu dásamlegt er að vera hérna, þá hef ég engan hug á að selja næstu 20 árin.“ María og Ragnar keyptu 200 fermetra steypt einbýlishús með bílskúr, 1200 fermetra eignarlóð og suðurgarði. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og í bílskúrnum er notaleg aðstaða eða herbergi sem unglingurinn á. „Það er svo skemmtilegt að hugsa út í það að upphaflega er maður með vissa hugmynd í hausnum og sér fyrir sér vissa lokaútkomu. Svo þróast það í eitthvað allt annað og lokaútkoman verður allt öðruvísi en maður lagði upp með í byrjum. Miklu betri í rauninni. Í byrjun ætluðum við klárlega að skipta út gólfefnum, mála allt og fá okkur tvöfalda franska glerhurð sem mig hafði dreymt um í mörg ár. Við ætluðum að reyna að nýta baðherbergið sem var upprunalega og mála flísarnar en taka eldhúsið í gegn. Við vorum svo heppin að yndislegi maðurinn sem seldi okkur húsið leyfði okkur að koma inn að mæla og skoða og pæla eins og við vildum meðan kaupferlið var enn í gangi og fyrir það erum við honum afar þakklát. Við vorum ekki með neinn hönnuð eða arkitekta til að leiðbeina okkur og hugmyndirnar komu svo hægt og sígandi. Á endanum fór það svo að við tókum niður veggi, færðum hurðarop og lokuðum hurðaropum. Gamla eldhúsið var nýtt og málað en baðherbergið var tekið í gegn. Allt var nýtt sem hægt var að nýta og gefið nýtt líf. Allt var selt sem hægt var að selja.“ Höfðu þrjár milljónir fyrir verkefniðÞetta er ekki í fyrsta skipti sem María ákveður að fara af stað í svona verkefni en hún tók í gegn fyrstu íbúðina sína árið 2011. „Það er gaman að segja frá því að Ragnar var þá nágranni minn úr næstu íbúð og þannig kynntumst við. Sú íbúð var ofsalega falleg í ljótu gömlu húsi í Hafnarfirði með mikla sögu. Í grunninn var hún mjög sæt en ég og stjúpi minn unnum hörðum höndum að taka hana alveg í gegn eins og að taka niður veggi, loka hurðum, mála allt og þess háttar. Svo tókum við Ragnar fyrstu íbúðina sem við eignuðumst saman líka aðeins í gegn en hún var í grunninn mjög fín með fínum innréttingum og gólfefni sem þurfti að púkka upp á. Þar máluðum við allt og settum fallega loftlista í loftin, létum slípa upp parket og þess háttar litlar breytingar sem var ekki eins veigamiklar og við gerðum við húsið hér, en breyttu þó alveg heilmiklu fyrir þá íbúð.“ María og Ragnar voruerlendis þegar þau fengu lyklana afhenta og misstu því af nokkrum dögum en höfðu svo þrjár vikur til að standsetja húsið, tæma hina íbúðina og flytja. „Við höfðum rétt rúmar þrjár miljónir til að setja í það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að gera mjög nákvæma fjárhagsáætlun og það gekk upp á krónu að fylgja henni eftir enda vissum við að við yrðum að gera það. Við skráðum allt niður hvert kvöld samviskusamlega í áætlunina og létum ekkert undan, ekki einn einasta nagla.“ Óheppin með iðnaðarmennFramkvæmdirnar byrjuðu frekar illa en María og Ragnar létu það ekki stoppa sig og náðu að klára allt innan tímarammans sem þau höfðu sett sér. „Því miður vorum við rosalega óheppin með iðnaðarmenn sem höfðu lofað öllu fögru og ekkert stóðst. Auk þess að vinnubrögðin lyktuðu af mikilli vanvirðingu fyrir verkinu og eigninni okkar. Eiginlega fór allt sem gat farið úrskeiðis ,úrskeiðis og endaði það á því að við létum þá fara og tókum flest allt að okkur sjálf nema pípulagninga- og flísavinnu. Að brjóta niður veggi, mála, parketleggja færa til og setja upp innréttingar og skápa og eiginlega bara allt sem þurfti að gera gerðum við sjálf. Tímapressan var svakaleg auk þess að öll börnin okkar voru í sumarfríi og flestir sem við þekktum, svo það var enga hjálp að fá frá vinum eða ættingjum. Við stóðum því í þessu algjörlega tvö með Gabríelu elstu dótturina við hlið okkar sem passaði öll kvöld meðan við unnum bæði í húsinu. Á daginn vann Ragnar algjörlega í húsinu meðan ég var heima með krakkana að pakka. Á kvöldin fórum við svo saman upp í hús að vinna og svona rúllaði þetta allar þrjár vikurnar sem við höfðum. Við vorum mjög samstíga og gengumst jafnt í öll verkin. Að lokum gekk þetta allt saman vel, þó leiðin hafi verið smá rykkjótt á köflum og oft reynt mikið á.“Það breytti húsinu mikið að skipta um gólfefni og gera veggi, loft og hurðar ljósari.María GomezMaría segir að það hafi komið henni á óvart hversu megnug þau hjónin voru í þessu ferli og einnig hvað það hafi verið rosalega erfitt að finna góða iðnaðarmenn. Erfiðast fannst henni álagið sem fylgdi tíma og peningapressunni og að hafa staðið svona mikið ein í þessu verkefni „Það var skemmtilegast að sjá húsið sitt taka breytinum og verða fallegra og fallegra með hverju verkinu sem við gerðum. Að vera búin að koma sér fyrir og geta notið þess að búa í húsinu var líka mjög skemmtilegt. Og auðvitað að eignast sitt eigið hús með palli og garði.“Litlu hlutirnir fljótir að teljaAllt var gert að mjög ígrunduðu máli og eru þau ótrúlega sátt með útkomuna. Hún er ánægðust með svefnherbergið og stærra baðherbergið, þau herbergi hafi heppnuðust hvað best. „Á öllu húsinu var skipt um gólfefni og gólflista og málað. Einnig var allur panillinn sprautaður skjannahvítur og miðstöðvarofnar og allir gluggakarmar málað hvítt ásamt öllum innihurðurðum. Þvílíkt sem það breytti miklu að mála allt svona hvítt.“ María ráðleggur öðrum að skipuleggja sig vel áður en farið er af stað í svona verkefni, hvort sem það er eitt herbergi eða heil íbúð. „Númer eitt, tvö og þrjú að gera fjárhagsáætlun og áætla allan kostnað í hana sama hvað er, hverja skrúfu, nagla og efni sem fólk er oft ekkert að reikna með að geti kostað mikið. Trúið mér að þessir litlu hlutir eru rosa fljótir að telja og geta oft kostað mjög mikið. Svo að reyna að nýta allt sem hægt er að nýta og selja það sem hægt er að selja. Ekki henda öllu og kaupa allt nýtt án þess að hugsa. Einnig að skipuleggja tímann sinn vel.“ Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar sem voru gerðar á nokkrum rýmum í húsinu.Andyrið„Við tókum niður vegg með hurð á sem skipti rýminu milli forstofu og alrýmis niður og opnuðum alveg inn. Máluðum allar innihurðir og útidyrahurð og tókum niður stóran fataskáp sem var á vegg. Þar sem skápurinn hafði verið áður settum við hurð inn í eitt af barnaherbergjunum sem áður var innangengt úr stofu.“Andyrið fyrir og eftir breytingar.María GomezEldhúsið„Við lokuðum hurð inn í þvottahús og stækkuðum aðalhurðaropið og settum þar tvöfalda franska glerhurð. Einnig tókum við niður stóra einingu á vegg og lengdum eyjuna alveg að glugganum, færðum bakaraofn, settum nýjan vask og blöndunartæki. Ég bjó til bráðabirgða „faux“ marmaraborðplötur. Svo lökkuðum við alla eldhúsinnréttinguna og smíðuðum skáp utan um ísskápinn úr plötum sem höfðu verið í innréttingunni sem við tókum niður. Svo létum við smíða skáp utan um skúffur og skápa sem höfðu verið í innréttingunni á veggnum sem við tókum niður og notuðum það til að lengja eyjuna. Skiptum líka um höldur á öllum skápunum. Hurðin var sérmsíðuð fyrir okkur eftir máli en mig var búið að dreyma um svona hurð í örugglega 20 ár. Hún gerir alveg svakalega mikið fyrir húsið og það er bara dásamlegt að geta haft alveg opið inn í eldhús og svo einnig lokað að sér ef maður vill frið til að elda eða spjalla.“Eldhúsið fyrir og eftir breytingar.María GomezStofan og sólstofan„Eins og á öllu húsinu var skipt um gólfefni og gólflista. Við færðum hurð af stofuvegg inn í forstofuna og lokuðum þar veggnum. Nú er sjónvarpið á þeim vegg. Í sólstofunni tókum við niður risa stóran miðstöðvarofn sem tók mjög mikið gólfpláss.“Svartir veggir „Við höfðum verið með einn svartan vegg í eldhúsinu og annan í hjónaherberginu frá byrjun og vorum rosa ánægð með þá. Þar sem húsið var allt frekar dökkt og mikið brúnt upprunalega var ég með það markmið að reyna að lýsa það eins mikið upp og hægt var svo ég málaði öll aðalrýmin hvít. Þar sem ég var svo ánægð með þessa svörtu veggi sem voru fyrir fór ég strax í sumar að spá í að mála fleiri en þorði ekki. Svo í lok sumars þá ákváðum við hjónin bara eitt kvöldið að láta vaða og máluðum veggina inn í stofu og sólstofu og gluggavegginn í eldhúsinu líka svarta. Mér finnst gaman að hafa prófað og líkar vel en held ég muni ekki endast að hafa svart í mjög langan tíma enda elska ég hvít og björt rými. Það kom mér samt virkilega á óvart að mér fannst ekki dimma það mikið né rýmið minnka við að mála svart enda skipta fleiri atriði þar máli en bara litur, eins og staðsetning glugga og birtustig rýmis og fleira.“Stofan og sólstofan fyrir og eftir breytingar.María GomezBaðherbergin „Aðalbaðherbergið tókum við alveg í gegn frá A til Ö og þar var allt keypt nýtt enda úr litlu að moða svo sem. Við seldum allar innréttingarnar sem voru fyrir og baðkarið einnig. Við settum nýjar flísar, nýja innréttingu, nýtt baðkar og nýja loftlista sem gera rosa mikið fyrir baðherbergið. Stóra baðherbergið var eina rýmið þar sem við vorum háð iðnaðarmönnum.“Baðherbergið fyrir og eftir breytingar.María Gomez„Á gestabaðinu hins vegar nýttum við allt sem var til staðar. Við tókum niður brúna skápa sem voru kringum spegilinn, skiptum um klósettsetu, lökkuðum gólfið svart og lökkuðum allt dökkt timbur hvítt. Kostaði okkur ekkert nema klósettsetuna en við notuðumst við lökk sem við áttum afgangs.“Gestabaðherbergið fyrir og eftir breytingar.María GomezSvefnherbergið„Það voru stórir og miklir skápar þvert yfir herbergið frá hurð að glugga og tókum við þá alla niður og seldum. Við keyptum nýjan skáp sem við settum í annan endann á herberginu og dugir okkur hjónum vel þrátt fyrir að vera ekkert gígantískt stór. Svo settum við hillur í gapið sem myndaðist á milli skápsins að gluggavegg og finnst mér það koma mjög skemmtilega út. Svo máluðum við miðstöðvarofninn og inn í alla gluggana sem og veggina.“BarnaherberginÍ stærsta barnaherberginu færðum við hurðaropið úr stofunni inn í forstofu og máluðum svo allt herbergið, hurð, glugga, og ofn og settum svört fjöll sem við máluðum sjálf á einn vegginn. Í hinum herbergjunum var gert það sama en í öðru strákaherberginu eru líka fjöll sem við máluðum á veggina og svo doppur hjá þeirri yngstu.“Myndir af barnaherbergjunum og fleiri myndir af húsinu öllu má finna í albúminu neðst í fréttinni.Svefnherbergið fyrir og eftir breytingar.María GomezVildi gefa hugmyndir og sniðugar lausnirMaría er með ótrúlega fallega bloggsíðu, www.paz.is, ásamt því að vera á Instagram undir notendanafninu @paz.is en hafði lengi hugsað um að opna blogg áður hún lét loksins verða af því í apríl á síðasta ári. „Þegar ég var í miðju kafi á kaup og söluferlinu við húsið þá lá ég á síðunni Pinterest til að fá hugmyndir fyrir nýja húsið. Oftast nær leiddi það mann inn á afar skemmtilegar erlendar bloggsíður sem voru með allskyns hugmyndir og sniðugar lausnir. Mér fannst þetta svo frábært að ég fékk strax áhuga á að gera eitthvað svipað þar sem ég myndi koma inn á breytingarnar á húsinu og hvernig við hefðum gert hvert herbergi. Gefa ráð um ódýrar og hagnýtar lausnir. Það eru alls ekkert allir sem hafa í sér að sjá út og koma með hugmyndir og þá getur svona blogg einmitt nýst fólki til að fá hugmyndir. Við þetta eiginlega kviknaði áhuginn en ég þorði aldrei og hafði bara ekki tíma. Svo þegar yngsta barnið komst inn á leikskóla þá ákvað ég að láta vaða og úr varð paz.is.“ Nafnið Paz kemur frá Spáni og hefur mjög persónulega merkingu fyrir Maríu. „Spænska föðuramma mín hét Paz og einnig föðursystir mín sem mér þykir svo ofboðslega vænt um. Amma var alltaf með svo fallegt í kringum sig og eldaði svo góðan mat sem og frænka mín en þær bjuggu saman alla tíð þar til amma dó árið 2000. Ég fer alltaf reglulega að heimsækja frænku mína Paz og hefur hún hvað mest kennt mér að elda spænskan mat. Paz þýðir líka friður á spænsku og fannst mér nafnið passa blogginu afar vel og eitthvað sem ég tengi við og þykir svo afar vænt um.“Skandinavísk áhrifÁ síðunni reynir María að gefa einföld og hagnýt ráð og lausnir bæði hvað varðar heimili og svo einnig matreiðslu og margt annað. „Þar sem ég er ættuð frá Spáni og kann mikið í spænskri eldamennsku ákvað ég líka að hafa þann þátt með í blogginu og skrifa endrum og eins um spænska menningu og gefa uppskriftir af spænskum mat ásamt annars konar uppskriftum sem flestar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og auðveldar, en afar bragðgóðar að mínu mati. Einnig er ég að koma með ráð sem ég hef sjálf nýtt mér hvað varðar barnauppeldi og er flest sem ég skrifa um bara úr mínum eigin reynslubanka og endurspeglar kannski svolítið mitt líf og áhugamál og það sem ég hef brennandi áhuga á.“ María segir að eins og húsið er í dag sé hennar stíll klárlega undir skandinavískum áhrifum. „Ég þarf samt líka að hafa smá rómantískt og hlýlegt í kringum mig en panillinn, franska hurðin og gólflistarnir eru kannski svona í þessum rómantíska stíl. Ég er líka með mikið af gærum, mottum og púðum en mér finnst það auka á hlýleikann og plöntur gefa svo þessu svarta og hvíta aðeins meira líf.“ Hús og heimili Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
María Gomez er 39 ára fagurkeri og fjögurra barna móðir sem býr í fallegu húsi á Álftanesinu með eiginmanni sínum Ragnari Má Reynissyni. Húsið keyptu þau árið 2016 og tóku það alveg í gegn á þremur vikum. María er lífstílsbloggari og tekur mikið af fallegum myndum á bloggi sínu Paz og Instagram svo við fengum hana til að segja okkur aðeins frá breytingunum sem þau gerðu og gefa lesendum Vísis góð ráð. „Ég er ættuð frá Spáni og er með BS gráðu í ferðamálafræði úr HÍ. Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og er ég að smáfeta mig áfram í þeim efnum og tek ég flest allar mínar myndir sjálf sem eru á blogginu og Instagramminu mínu. Mér finnst mjög gaman að gera fínt á heimilum mínum og ögra mér í þeim efnum að því leiti að reyna að vera hagkvæm og nýtin en gera samt eins fallegt og unnt er. Mér finnst voða gaman að gefa gömlum hlutum nýtt líf,“ segir María.Ætlaði aldrei að flytja á ÁlftanesÞau fengu húsið sitt afhent 13. júlí 2016 og voru flutt inn 1. ágúst sama ár. Hún segir að það hafi verið bara alveg óvart að þau keyptu á Álftanesi og hafi ekki verið í spilunum til að byrja með. „Við áttum hæð í Garðabæ sem við vorum mjög ánægð með en var mjög óhentug fyrir okkur vegna mikilla stiga. Eigandi öll þessi börn sem sum hver voru mjög lítil eða enn í móðurkviði var erfitt að vera alltaf að labba upp alla stigana auk þess að við þurftum líka að stækka við okkur.“ Þau eiga saman Gabríelu 18 ára, Reyni Leo fjögurra ára, Mikael þriggja ára og Viktoríu Ölbu tveggja ára. „Verðlagið á einbýlishúsum inn í Garðabæ sjálfum var fyrir neðan allar hellur og upp úr öllu valdi. Maðurinn minn og fasteignasalinn Guðrún Antonsdóttir stungu upp á því að við myndum kíkja á fasteignir á Álftanesinu sem er í raun Garðabær í dag. En ég hélt sko ekki. Þegar ég svo sá að við gætum fengið gott einbýlishús með risa suðurgarði og tvö skref inn úr bílnum, á sama verði nánast og við fengum fyrir hæðina okkar í Garðabæ ákvað ég að slá til. Ég samdi við manninn minn um að við myndum búa hér í tvö ár, selja síðan og flytja aftur inn í Garðabæinn. Þegar ég áttaði mig á hversu dásamlegt er að vera hérna, þá hef ég engan hug á að selja næstu 20 árin.“ María og Ragnar keyptu 200 fermetra steypt einbýlishús með bílskúr, 1200 fermetra eignarlóð og suðurgarði. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og í bílskúrnum er notaleg aðstaða eða herbergi sem unglingurinn á. „Það er svo skemmtilegt að hugsa út í það að upphaflega er maður með vissa hugmynd í hausnum og sér fyrir sér vissa lokaútkomu. Svo þróast það í eitthvað allt annað og lokaútkoman verður allt öðruvísi en maður lagði upp með í byrjum. Miklu betri í rauninni. Í byrjun ætluðum við klárlega að skipta út gólfefnum, mála allt og fá okkur tvöfalda franska glerhurð sem mig hafði dreymt um í mörg ár. Við ætluðum að reyna að nýta baðherbergið sem var upprunalega og mála flísarnar en taka eldhúsið í gegn. Við vorum svo heppin að yndislegi maðurinn sem seldi okkur húsið leyfði okkur að koma inn að mæla og skoða og pæla eins og við vildum meðan kaupferlið var enn í gangi og fyrir það erum við honum afar þakklát. Við vorum ekki með neinn hönnuð eða arkitekta til að leiðbeina okkur og hugmyndirnar komu svo hægt og sígandi. Á endanum fór það svo að við tókum niður veggi, færðum hurðarop og lokuðum hurðaropum. Gamla eldhúsið var nýtt og málað en baðherbergið var tekið í gegn. Allt var nýtt sem hægt var að nýta og gefið nýtt líf. Allt var selt sem hægt var að selja.“ Höfðu þrjár milljónir fyrir verkefniðÞetta er ekki í fyrsta skipti sem María ákveður að fara af stað í svona verkefni en hún tók í gegn fyrstu íbúðina sína árið 2011. „Það er gaman að segja frá því að Ragnar var þá nágranni minn úr næstu íbúð og þannig kynntumst við. Sú íbúð var ofsalega falleg í ljótu gömlu húsi í Hafnarfirði með mikla sögu. Í grunninn var hún mjög sæt en ég og stjúpi minn unnum hörðum höndum að taka hana alveg í gegn eins og að taka niður veggi, loka hurðum, mála allt og þess háttar. Svo tókum við Ragnar fyrstu íbúðina sem við eignuðumst saman líka aðeins í gegn en hún var í grunninn mjög fín með fínum innréttingum og gólfefni sem þurfti að púkka upp á. Þar máluðum við allt og settum fallega loftlista í loftin, létum slípa upp parket og þess háttar litlar breytingar sem var ekki eins veigamiklar og við gerðum við húsið hér, en breyttu þó alveg heilmiklu fyrir þá íbúð.“ María og Ragnar voruerlendis þegar þau fengu lyklana afhenta og misstu því af nokkrum dögum en höfðu svo þrjár vikur til að standsetja húsið, tæma hina íbúðina og flytja. „Við höfðum rétt rúmar þrjár miljónir til að setja í það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að gera mjög nákvæma fjárhagsáætlun og það gekk upp á krónu að fylgja henni eftir enda vissum við að við yrðum að gera það. Við skráðum allt niður hvert kvöld samviskusamlega í áætlunina og létum ekkert undan, ekki einn einasta nagla.“ Óheppin með iðnaðarmennFramkvæmdirnar byrjuðu frekar illa en María og Ragnar létu það ekki stoppa sig og náðu að klára allt innan tímarammans sem þau höfðu sett sér. „Því miður vorum við rosalega óheppin með iðnaðarmenn sem höfðu lofað öllu fögru og ekkert stóðst. Auk þess að vinnubrögðin lyktuðu af mikilli vanvirðingu fyrir verkinu og eigninni okkar. Eiginlega fór allt sem gat farið úrskeiðis ,úrskeiðis og endaði það á því að við létum þá fara og tókum flest allt að okkur sjálf nema pípulagninga- og flísavinnu. Að brjóta niður veggi, mála, parketleggja færa til og setja upp innréttingar og skápa og eiginlega bara allt sem þurfti að gera gerðum við sjálf. Tímapressan var svakaleg auk þess að öll börnin okkar voru í sumarfríi og flestir sem við þekktum, svo það var enga hjálp að fá frá vinum eða ættingjum. Við stóðum því í þessu algjörlega tvö með Gabríelu elstu dótturina við hlið okkar sem passaði öll kvöld meðan við unnum bæði í húsinu. Á daginn vann Ragnar algjörlega í húsinu meðan ég var heima með krakkana að pakka. Á kvöldin fórum við svo saman upp í hús að vinna og svona rúllaði þetta allar þrjár vikurnar sem við höfðum. Við vorum mjög samstíga og gengumst jafnt í öll verkin. Að lokum gekk þetta allt saman vel, þó leiðin hafi verið smá rykkjótt á köflum og oft reynt mikið á.“Það breytti húsinu mikið að skipta um gólfefni og gera veggi, loft og hurðar ljósari.María GomezMaría segir að það hafi komið henni á óvart hversu megnug þau hjónin voru í þessu ferli og einnig hvað það hafi verið rosalega erfitt að finna góða iðnaðarmenn. Erfiðast fannst henni álagið sem fylgdi tíma og peningapressunni og að hafa staðið svona mikið ein í þessu verkefni „Það var skemmtilegast að sjá húsið sitt taka breytinum og verða fallegra og fallegra með hverju verkinu sem við gerðum. Að vera búin að koma sér fyrir og geta notið þess að búa í húsinu var líka mjög skemmtilegt. Og auðvitað að eignast sitt eigið hús með palli og garði.“Litlu hlutirnir fljótir að teljaAllt var gert að mjög ígrunduðu máli og eru þau ótrúlega sátt með útkomuna. Hún er ánægðust með svefnherbergið og stærra baðherbergið, þau herbergi hafi heppnuðust hvað best. „Á öllu húsinu var skipt um gólfefni og gólflista og málað. Einnig var allur panillinn sprautaður skjannahvítur og miðstöðvarofnar og allir gluggakarmar málað hvítt ásamt öllum innihurðurðum. Þvílíkt sem það breytti miklu að mála allt svona hvítt.“ María ráðleggur öðrum að skipuleggja sig vel áður en farið er af stað í svona verkefni, hvort sem það er eitt herbergi eða heil íbúð. „Númer eitt, tvö og þrjú að gera fjárhagsáætlun og áætla allan kostnað í hana sama hvað er, hverja skrúfu, nagla og efni sem fólk er oft ekkert að reikna með að geti kostað mikið. Trúið mér að þessir litlu hlutir eru rosa fljótir að telja og geta oft kostað mjög mikið. Svo að reyna að nýta allt sem hægt er að nýta og selja það sem hægt er að selja. Ekki henda öllu og kaupa allt nýtt án þess að hugsa. Einnig að skipuleggja tímann sinn vel.“ Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar sem voru gerðar á nokkrum rýmum í húsinu.Andyrið„Við tókum niður vegg með hurð á sem skipti rýminu milli forstofu og alrýmis niður og opnuðum alveg inn. Máluðum allar innihurðir og útidyrahurð og tókum niður stóran fataskáp sem var á vegg. Þar sem skápurinn hafði verið áður settum við hurð inn í eitt af barnaherbergjunum sem áður var innangengt úr stofu.“Andyrið fyrir og eftir breytingar.María GomezEldhúsið„Við lokuðum hurð inn í þvottahús og stækkuðum aðalhurðaropið og settum þar tvöfalda franska glerhurð. Einnig tókum við niður stóra einingu á vegg og lengdum eyjuna alveg að glugganum, færðum bakaraofn, settum nýjan vask og blöndunartæki. Ég bjó til bráðabirgða „faux“ marmaraborðplötur. Svo lökkuðum við alla eldhúsinnréttinguna og smíðuðum skáp utan um ísskápinn úr plötum sem höfðu verið í innréttingunni sem við tókum niður. Svo létum við smíða skáp utan um skúffur og skápa sem höfðu verið í innréttingunni á veggnum sem við tókum niður og notuðum það til að lengja eyjuna. Skiptum líka um höldur á öllum skápunum. Hurðin var sérmsíðuð fyrir okkur eftir máli en mig var búið að dreyma um svona hurð í örugglega 20 ár. Hún gerir alveg svakalega mikið fyrir húsið og það er bara dásamlegt að geta haft alveg opið inn í eldhús og svo einnig lokað að sér ef maður vill frið til að elda eða spjalla.“Eldhúsið fyrir og eftir breytingar.María GomezStofan og sólstofan„Eins og á öllu húsinu var skipt um gólfefni og gólflista. Við færðum hurð af stofuvegg inn í forstofuna og lokuðum þar veggnum. Nú er sjónvarpið á þeim vegg. Í sólstofunni tókum við niður risa stóran miðstöðvarofn sem tók mjög mikið gólfpláss.“Svartir veggir „Við höfðum verið með einn svartan vegg í eldhúsinu og annan í hjónaherberginu frá byrjun og vorum rosa ánægð með þá. Þar sem húsið var allt frekar dökkt og mikið brúnt upprunalega var ég með það markmið að reyna að lýsa það eins mikið upp og hægt var svo ég málaði öll aðalrýmin hvít. Þar sem ég var svo ánægð með þessa svörtu veggi sem voru fyrir fór ég strax í sumar að spá í að mála fleiri en þorði ekki. Svo í lok sumars þá ákváðum við hjónin bara eitt kvöldið að láta vaða og máluðum veggina inn í stofu og sólstofu og gluggavegginn í eldhúsinu líka svarta. Mér finnst gaman að hafa prófað og líkar vel en held ég muni ekki endast að hafa svart í mjög langan tíma enda elska ég hvít og björt rými. Það kom mér samt virkilega á óvart að mér fannst ekki dimma það mikið né rýmið minnka við að mála svart enda skipta fleiri atriði þar máli en bara litur, eins og staðsetning glugga og birtustig rýmis og fleira.“Stofan og sólstofan fyrir og eftir breytingar.María GomezBaðherbergin „Aðalbaðherbergið tókum við alveg í gegn frá A til Ö og þar var allt keypt nýtt enda úr litlu að moða svo sem. Við seldum allar innréttingarnar sem voru fyrir og baðkarið einnig. Við settum nýjar flísar, nýja innréttingu, nýtt baðkar og nýja loftlista sem gera rosa mikið fyrir baðherbergið. Stóra baðherbergið var eina rýmið þar sem við vorum háð iðnaðarmönnum.“Baðherbergið fyrir og eftir breytingar.María Gomez„Á gestabaðinu hins vegar nýttum við allt sem var til staðar. Við tókum niður brúna skápa sem voru kringum spegilinn, skiptum um klósettsetu, lökkuðum gólfið svart og lökkuðum allt dökkt timbur hvítt. Kostaði okkur ekkert nema klósettsetuna en við notuðumst við lökk sem við áttum afgangs.“Gestabaðherbergið fyrir og eftir breytingar.María GomezSvefnherbergið„Það voru stórir og miklir skápar þvert yfir herbergið frá hurð að glugga og tókum við þá alla niður og seldum. Við keyptum nýjan skáp sem við settum í annan endann á herberginu og dugir okkur hjónum vel þrátt fyrir að vera ekkert gígantískt stór. Svo settum við hillur í gapið sem myndaðist á milli skápsins að gluggavegg og finnst mér það koma mjög skemmtilega út. Svo máluðum við miðstöðvarofninn og inn í alla gluggana sem og veggina.“BarnaherberginÍ stærsta barnaherberginu færðum við hurðaropið úr stofunni inn í forstofu og máluðum svo allt herbergið, hurð, glugga, og ofn og settum svört fjöll sem við máluðum sjálf á einn vegginn. Í hinum herbergjunum var gert það sama en í öðru strákaherberginu eru líka fjöll sem við máluðum á veggina og svo doppur hjá þeirri yngstu.“Myndir af barnaherbergjunum og fleiri myndir af húsinu öllu má finna í albúminu neðst í fréttinni.Svefnherbergið fyrir og eftir breytingar.María GomezVildi gefa hugmyndir og sniðugar lausnirMaría er með ótrúlega fallega bloggsíðu, www.paz.is, ásamt því að vera á Instagram undir notendanafninu @paz.is en hafði lengi hugsað um að opna blogg áður hún lét loksins verða af því í apríl á síðasta ári. „Þegar ég var í miðju kafi á kaup og söluferlinu við húsið þá lá ég á síðunni Pinterest til að fá hugmyndir fyrir nýja húsið. Oftast nær leiddi það mann inn á afar skemmtilegar erlendar bloggsíður sem voru með allskyns hugmyndir og sniðugar lausnir. Mér fannst þetta svo frábært að ég fékk strax áhuga á að gera eitthvað svipað þar sem ég myndi koma inn á breytingarnar á húsinu og hvernig við hefðum gert hvert herbergi. Gefa ráð um ódýrar og hagnýtar lausnir. Það eru alls ekkert allir sem hafa í sér að sjá út og koma með hugmyndir og þá getur svona blogg einmitt nýst fólki til að fá hugmyndir. Við þetta eiginlega kviknaði áhuginn en ég þorði aldrei og hafði bara ekki tíma. Svo þegar yngsta barnið komst inn á leikskóla þá ákvað ég að láta vaða og úr varð paz.is.“ Nafnið Paz kemur frá Spáni og hefur mjög persónulega merkingu fyrir Maríu. „Spænska föðuramma mín hét Paz og einnig föðursystir mín sem mér þykir svo ofboðslega vænt um. Amma var alltaf með svo fallegt í kringum sig og eldaði svo góðan mat sem og frænka mín en þær bjuggu saman alla tíð þar til amma dó árið 2000. Ég fer alltaf reglulega að heimsækja frænku mína Paz og hefur hún hvað mest kennt mér að elda spænskan mat. Paz þýðir líka friður á spænsku og fannst mér nafnið passa blogginu afar vel og eitthvað sem ég tengi við og þykir svo afar vænt um.“Skandinavísk áhrifÁ síðunni reynir María að gefa einföld og hagnýt ráð og lausnir bæði hvað varðar heimili og svo einnig matreiðslu og margt annað. „Þar sem ég er ættuð frá Spáni og kann mikið í spænskri eldamennsku ákvað ég líka að hafa þann þátt með í blogginu og skrifa endrum og eins um spænska menningu og gefa uppskriftir af spænskum mat ásamt annars konar uppskriftum sem flestar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og auðveldar, en afar bragðgóðar að mínu mati. Einnig er ég að koma með ráð sem ég hef sjálf nýtt mér hvað varðar barnauppeldi og er flest sem ég skrifa um bara úr mínum eigin reynslubanka og endurspeglar kannski svolítið mitt líf og áhugamál og það sem ég hef brennandi áhuga á.“ María segir að eins og húsið er í dag sé hennar stíll klárlega undir skandinavískum áhrifum. „Ég þarf samt líka að hafa smá rómantískt og hlýlegt í kringum mig en panillinn, franska hurðin og gólflistarnir eru kannski svona í þessum rómantíska stíl. Ég er líka með mikið af gærum, mottum og púðum en mér finnst það auka á hlýleikann og plöntur gefa svo þessu svarta og hvíta aðeins meira líf.“
Hús og heimili Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira