Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 17:00 Utanríkismálanefnd á fundi í ráðuneytinu í dag. Vísir Utanríkismálanefnd var boðuð til fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni í utanríkisráðuneytinu á fimmta tímanum í dag. Ástæðan er ákvörðun fjölda ríkja að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada og fjöldi annarra Evrópuþjóða tók þá ákvörðun í dag vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi í byrjun mánaðarins. Frá ráðuneytinu rétt fyrir klukkan hálf sex í dag. Í bakgrunni sést bíll sendiherra Rússlands á Íslandi, Antons Vasiliev.Vísir/Egill Yfirvöld á Íslandi hafa ekki tekið ákvörðun um hvort að vísa eigi rússneskum erindrekum frá Íslandi eða grípa til annarra aðgerða vegna árásarinnar á Skripal og dóttur hans. Þau liggja þungt haldin á sjúkrahúsi. Vænta má að utanríkismálanefnd ræði það á fundi sínum í ráðuneytinu en þegar fréttastofa spurðist fyrir var óvíst hversu langur fundurinn yrði.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi, mismörgum þó.Uppfært klukkan 17:26Utanríkismálanefnd hefur lokið fundi sínum og þingmenn tínst út. Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandsi, er mættur í utanríkisráðuneytið til fundar við ráðherra utanríkismála, Guðlaug Þór Þórðarson. Má telja líklegt að ráðherra sé að tilkynna sendiherranum ákvörðun Íslands í anda þeirra sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gripið til.Uppfært klukkan 17:41 Eftirfarandi tilkynning hefur verið birt á vefsíðu ráðuneytisins. „Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins. Árásin er alvarlegt brot á alþjóðalögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Efnavopnum hefur ekki verið beitt í álfunni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar.Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, mörg samstarfsríki Íslands í Atlantshafsbandalaginu, og helstu aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að grípa til aðgerða gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Í flestum tilvikum vísa þessi ríki rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri. Eftir að hafa borið ákvörðun ríkisstjórnarinnar undir utanríkismálanefnd Alþingis kallaði utanríkisráðherra sendiherra Rússlands á sinn fund nú síðdegis og greindi honum frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.“ Tengdar fréttir Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Utanríkismálanefnd var boðuð til fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni í utanríkisráðuneytinu á fimmta tímanum í dag. Ástæðan er ákvörðun fjölda ríkja að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada og fjöldi annarra Evrópuþjóða tók þá ákvörðun í dag vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi í byrjun mánaðarins. Frá ráðuneytinu rétt fyrir klukkan hálf sex í dag. Í bakgrunni sést bíll sendiherra Rússlands á Íslandi, Antons Vasiliev.Vísir/Egill Yfirvöld á Íslandi hafa ekki tekið ákvörðun um hvort að vísa eigi rússneskum erindrekum frá Íslandi eða grípa til annarra aðgerða vegna árásarinnar á Skripal og dóttur hans. Þau liggja þungt haldin á sjúkrahúsi. Vænta má að utanríkismálanefnd ræði það á fundi sínum í ráðuneytinu en þegar fréttastofa spurðist fyrir var óvíst hversu langur fundurinn yrði.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi, mismörgum þó.Uppfært klukkan 17:26Utanríkismálanefnd hefur lokið fundi sínum og þingmenn tínst út. Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandsi, er mættur í utanríkisráðuneytið til fundar við ráðherra utanríkismála, Guðlaug Þór Þórðarson. Má telja líklegt að ráðherra sé að tilkynna sendiherranum ákvörðun Íslands í anda þeirra sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gripið til.Uppfært klukkan 17:41 Eftirfarandi tilkynning hefur verið birt á vefsíðu ráðuneytisins. „Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins. Árásin er alvarlegt brot á alþjóðalögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Efnavopnum hefur ekki verið beitt í álfunni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar.Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, mörg samstarfsríki Íslands í Atlantshafsbandalaginu, og helstu aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að grípa til aðgerða gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Í flestum tilvikum vísa þessi ríki rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri. Eftir að hafa borið ákvörðun ríkisstjórnarinnar undir utanríkismálanefnd Alþingis kallaði utanríkisráðherra sendiherra Rússlands á sinn fund nú síðdegis og greindi honum frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.“
Tengdar fréttir Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03
„Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06