Innlent

Stöðva ekki vinnu við legsteinasafn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Páll Guðmundsson á lóð þá væntanlegs safnhúss nærri gamla Húsafellsbænum í október 2016.
Páll Guðmundsson á lóð þá væntanlegs safnhúss nærri gamla Húsafellsbænum í október 2016. VÍSIR/VILHELM

Framkvæmdir við legsteinasafn listamannsins Páls Guðmundssonar í Húsafelli verða ekki stöðvaðar á meðan leyst er úr kærumáli vegna safnsins. 



Eigandi Húsafells 1 kærði ákvörðun byggingarfulltrúa um að veita byggingarleyfi fyrir húsi undir legsteinasafn Páls. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir framkvæmdir á svæðinu langt komnar.



Sjá einnig: Gistiheimili á Húsafelli vill ekki deila bílastæðum með nýju legsteinasafni

Ekki sé knýjandi nauðsyn að stöðva framkvæmdir. „En bent er á að áframhaldandi framkvæmdir eru á ábyrgð leyfishafa.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×