Sannleikurinn um Trump Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun