Ekki með regluverk til að stöðva ráðningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. janúar 2018 19:00 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í Króatíu í dag. Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur. MeToo Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur.
MeToo Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira