Verð hlutabréfa í Facebook hrynur eftir slæm tíðindi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 22:58 Zuckerberg þarf sennilega ekki að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni, þrátt fyrir slæm tíðindi í dag. Vísir/Getty Verð hlutabréfa í tæknirisanum Facebook hafa hrunið um 20% síðustu klukkustundir. Ástæðan er að fyrirtækið hagnaðist minna og óx hægar unfanfarið ár en gert var ráð fyrir. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja vegna umræðu um dreifingu falsfrétta og kosningaáróðurs. Þurfti Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti fyrr á þessu ári að bera vitni fyrir framan bandaríska þingnefnd vegna þeirra mála. Facebook hefur í dag 2,23 milljarða notenda um allan heim sem er 11% meira en á sama tíma í fyrra. Það er hins vegar hægasti vöxtur sem fyrirtækið hefur upplifað í meira en tvö ár. Þá hafa tekjur aukist um meira en 40% frá því í fyrra en á sama tíma hafa útgjöld rokið upp um 50%. Í tilkynningu frá Facebook segir að útgjöld muni halda áfram að hækka til skemmri tíma. Verið sé að fjárfesta milljörðum dollara í að bæta eftirlit með innihaldi, auglýsingabirtingu og meðferð persónuupplýsinga. Það sé hins vegar ekki áhyggjuefni í ljósi þess að fyrirtækið sé enn í örum vexti. Í yfirlýsingu segir Zuckerberg að Facebook muni halda áfram að fjárfesta í leiðum til að tryggja betur öryggi notenda og gagna. Þrátt fyrir þessar sviptingar á hlutabréfamörkuðum í dag líta langtímaspár enn vel út fyrir Facebook. Viðskipti Tengdar fréttir Mark Zuckerberg ríkari en Warren Buffett Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er nú talinn þriðji ríkasti maður í heimi á eftir þeim Jeff Bezos, stofnanda Amazon, og Bill Gates, stofnanda Microsoft. 6. júlí 2018 22:35 Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð hlutabréfa í tæknirisanum Facebook hafa hrunið um 20% síðustu klukkustundir. Ástæðan er að fyrirtækið hagnaðist minna og óx hægar unfanfarið ár en gert var ráð fyrir. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja vegna umræðu um dreifingu falsfrétta og kosningaáróðurs. Þurfti Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti fyrr á þessu ári að bera vitni fyrir framan bandaríska þingnefnd vegna þeirra mála. Facebook hefur í dag 2,23 milljarða notenda um allan heim sem er 11% meira en á sama tíma í fyrra. Það er hins vegar hægasti vöxtur sem fyrirtækið hefur upplifað í meira en tvö ár. Þá hafa tekjur aukist um meira en 40% frá því í fyrra en á sama tíma hafa útgjöld rokið upp um 50%. Í tilkynningu frá Facebook segir að útgjöld muni halda áfram að hækka til skemmri tíma. Verið sé að fjárfesta milljörðum dollara í að bæta eftirlit með innihaldi, auglýsingabirtingu og meðferð persónuupplýsinga. Það sé hins vegar ekki áhyggjuefni í ljósi þess að fyrirtækið sé enn í örum vexti. Í yfirlýsingu segir Zuckerberg að Facebook muni halda áfram að fjárfesta í leiðum til að tryggja betur öryggi notenda og gagna. Þrátt fyrir þessar sviptingar á hlutabréfamörkuðum í dag líta langtímaspár enn vel út fyrir Facebook.
Viðskipti Tengdar fréttir Mark Zuckerberg ríkari en Warren Buffett Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er nú talinn þriðji ríkasti maður í heimi á eftir þeim Jeff Bezos, stofnanda Amazon, og Bill Gates, stofnanda Microsoft. 6. júlí 2018 22:35 Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mark Zuckerberg ríkari en Warren Buffett Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er nú talinn þriðji ríkasti maður í heimi á eftir þeim Jeff Bezos, stofnanda Amazon, og Bill Gates, stofnanda Microsoft. 6. júlí 2018 22:35
Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00
Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00