Verð hlutabréfa í Facebook hrynur eftir slæm tíðindi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 22:58 Zuckerberg þarf sennilega ekki að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni, þrátt fyrir slæm tíðindi í dag. Vísir/Getty Verð hlutabréfa í tæknirisanum Facebook hafa hrunið um 20% síðustu klukkustundir. Ástæðan er að fyrirtækið hagnaðist minna og óx hægar unfanfarið ár en gert var ráð fyrir. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja vegna umræðu um dreifingu falsfrétta og kosningaáróðurs. Þurfti Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti fyrr á þessu ári að bera vitni fyrir framan bandaríska þingnefnd vegna þeirra mála. Facebook hefur í dag 2,23 milljarða notenda um allan heim sem er 11% meira en á sama tíma í fyrra. Það er hins vegar hægasti vöxtur sem fyrirtækið hefur upplifað í meira en tvö ár. Þá hafa tekjur aukist um meira en 40% frá því í fyrra en á sama tíma hafa útgjöld rokið upp um 50%. Í tilkynningu frá Facebook segir að útgjöld muni halda áfram að hækka til skemmri tíma. Verið sé að fjárfesta milljörðum dollara í að bæta eftirlit með innihaldi, auglýsingabirtingu og meðferð persónuupplýsinga. Það sé hins vegar ekki áhyggjuefni í ljósi þess að fyrirtækið sé enn í örum vexti. Í yfirlýsingu segir Zuckerberg að Facebook muni halda áfram að fjárfesta í leiðum til að tryggja betur öryggi notenda og gagna. Þrátt fyrir þessar sviptingar á hlutabréfamörkuðum í dag líta langtímaspár enn vel út fyrir Facebook. Viðskipti Tengdar fréttir Mark Zuckerberg ríkari en Warren Buffett Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er nú talinn þriðji ríkasti maður í heimi á eftir þeim Jeff Bezos, stofnanda Amazon, og Bill Gates, stofnanda Microsoft. 6. júlí 2018 22:35 Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð hlutabréfa í tæknirisanum Facebook hafa hrunið um 20% síðustu klukkustundir. Ástæðan er að fyrirtækið hagnaðist minna og óx hægar unfanfarið ár en gert var ráð fyrir. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja vegna umræðu um dreifingu falsfrétta og kosningaáróðurs. Þurfti Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti fyrr á þessu ári að bera vitni fyrir framan bandaríska þingnefnd vegna þeirra mála. Facebook hefur í dag 2,23 milljarða notenda um allan heim sem er 11% meira en á sama tíma í fyrra. Það er hins vegar hægasti vöxtur sem fyrirtækið hefur upplifað í meira en tvö ár. Þá hafa tekjur aukist um meira en 40% frá því í fyrra en á sama tíma hafa útgjöld rokið upp um 50%. Í tilkynningu frá Facebook segir að útgjöld muni halda áfram að hækka til skemmri tíma. Verið sé að fjárfesta milljörðum dollara í að bæta eftirlit með innihaldi, auglýsingabirtingu og meðferð persónuupplýsinga. Það sé hins vegar ekki áhyggjuefni í ljósi þess að fyrirtækið sé enn í örum vexti. Í yfirlýsingu segir Zuckerberg að Facebook muni halda áfram að fjárfesta í leiðum til að tryggja betur öryggi notenda og gagna. Þrátt fyrir þessar sviptingar á hlutabréfamörkuðum í dag líta langtímaspár enn vel út fyrir Facebook.
Viðskipti Tengdar fréttir Mark Zuckerberg ríkari en Warren Buffett Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er nú talinn þriðji ríkasti maður í heimi á eftir þeim Jeff Bezos, stofnanda Amazon, og Bill Gates, stofnanda Microsoft. 6. júlí 2018 22:35 Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mark Zuckerberg ríkari en Warren Buffett Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er nú talinn þriðji ríkasti maður í heimi á eftir þeim Jeff Bezos, stofnanda Amazon, og Bill Gates, stofnanda Microsoft. 6. júlí 2018 22:35
Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00
Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00