Erlent

Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Vísir/AP
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um mál Alexandre Benalla, fyrrverandi öryggisvarðar og aðstoðarmanns, forsetans. Benalla hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi eftir að myndband af honum ganga í skrokk á tveimur mótmælendum var opinberað.

Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. Forsetinn sagði hegðun Benalla, sem hefði unnið í framboði hans, vera svik en forsetaembættið vissi um atvikið löngu áður en það var opinberað. Hann var sendur í launalaust leyfi í tvær vikur en ekki refsað að öðru leyti fyrr en myndbandið var opinberað.



Sjá einnig: Öryggisvörður Macron ákærður



Þar sem Macron ræddi við stuðningsmenn sína viðurkenndi hann að mistök hefðu verið gerð. Hann þvertók hins vegar fyrir að hafa reynt að vernda Benalla með einhverjum hætti.

Annar meðlimur stjórnmálaflokks Macron tók einnig þátt í ofbeldinu og standa nú fjórar rannsóknir yfir vegna málsins samkvæmt Guardian. Þrír háttsettir lögregluþjónar hafa einnig verið ákærðir og eru þeir sakaðir um að hafa reynt að hjálpa Benalla að fela ofbeldið.



Macron hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hvorki hann, né starfsmenn embættisins, hafi ekki látið saksóknara vita af ofbeldinu. Opinberum embættismönnnum er skylt lögum samkvæmt aað upplýsa um glæpi.

 


Tengdar fréttir

Svaraði fyrir refsileysi Benalla

Innanríkisráðherra Frakka sagði það ekki í sínum verkahring að upplýsa saksóknara um meint brot yfirmanns öryggismála hjá forsetanum. Sagði einungis forseta og lögreglu frá málinu. Macron forseti hefur enn ekki tjáð sig um málið en fyrirskipaði uppstokkun í starfsliði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×