Ætla að gefa bændum tólf milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 13:52 Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Vísir/AP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp tólf milljarða dala neyðarsjóð til aðstoðar bænda sem komið hafa illa út úr viðskiptadeilum Bandaríkjanna og annarra ríkja eins og Kína og Mexíkó. Þá sakar Trump Kína um að herja á bandaríska bændur með því markmiði að beita Trump þrýstingi. Verulega hefur dregið úr útflutningi landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum eftir að ríki settu tolla á slíkar vörur í kjölfar tolla Trump á stál og ál. Forsetinn gagnrýndi einnig þá þingmenn sem hafa hvatt hann til að láta af umræddum tollum og stilla til friðar í viðskiptadeilum Bandaríkjanna. Hann sagði þá „auma“ og segir að þeir geri samningaviðræður erfiðar. Starfsmenn Hvíta hússins segjast vonast til þess að greiðslur berist til bænda í september og á sama tíma vonast þeir til þess að hagsmunasamtök bænda og þingmenn innan Repúblikanaflokksins láti af gagnrýni sinni á tollanna. Þeir segja tollana koma verulega niður á bændum og á flokknum í aðdraganda þingkosninga í nóvember.Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Hann sagði að á endanum yrðu bændur þeir sem myndu græða mest á stefnumálum hans. Repúblikanar hafa þó einnig gagnrýnt stofnun neyðarsjóðsins og segja Trump eiga frekar að hjálpa bændum með því að opna á nýja markaði erlendis í stað þess að ríkið þurfi að greiða þeim. Þingmaðurinn Rand Paul sagði að ef tollarnir væru að koma niður á tekjum bænda væri rétta leiðin ekki að bjóða þeim ölmusu. Rétt væri að fella tollana niður. Every time I see a weak politician asking to stop Trade talks or the use of Tariffs to counter unfair Tariffs, I wonder, what can they be thinking? Are we just going to continue and let our farmers and country get ripped off? Lost $817 Billion on Trade last year. No weakness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 When you have people snipping at your heels during a negotiation, it will only take longer to make a deal, and the deal will never be as good as it could have been with unity. Negotiations are going really well, be cool. The end result will be worth it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 China is targeting our farmers, who they know I love & respect, as a way of getting me to continue allowing them to take advantage of the U.S. They are being vicious in what will be their failed attempt. We were being nice - until now! China made $517 Billion on us last year.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp tólf milljarða dala neyðarsjóð til aðstoðar bænda sem komið hafa illa út úr viðskiptadeilum Bandaríkjanna og annarra ríkja eins og Kína og Mexíkó. Þá sakar Trump Kína um að herja á bandaríska bændur með því markmiði að beita Trump þrýstingi. Verulega hefur dregið úr útflutningi landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum eftir að ríki settu tolla á slíkar vörur í kjölfar tolla Trump á stál og ál. Forsetinn gagnrýndi einnig þá þingmenn sem hafa hvatt hann til að láta af umræddum tollum og stilla til friðar í viðskiptadeilum Bandaríkjanna. Hann sagði þá „auma“ og segir að þeir geri samningaviðræður erfiðar. Starfsmenn Hvíta hússins segjast vonast til þess að greiðslur berist til bænda í september og á sama tíma vonast þeir til þess að hagsmunasamtök bænda og þingmenn innan Repúblikanaflokksins láti af gagnrýni sinni á tollanna. Þeir segja tollana koma verulega niður á bændum og á flokknum í aðdraganda þingkosninga í nóvember.Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Hann sagði að á endanum yrðu bændur þeir sem myndu græða mest á stefnumálum hans. Repúblikanar hafa þó einnig gagnrýnt stofnun neyðarsjóðsins og segja Trump eiga frekar að hjálpa bændum með því að opna á nýja markaði erlendis í stað þess að ríkið þurfi að greiða þeim. Þingmaðurinn Rand Paul sagði að ef tollarnir væru að koma niður á tekjum bænda væri rétta leiðin ekki að bjóða þeim ölmusu. Rétt væri að fella tollana niður. Every time I see a weak politician asking to stop Trade talks or the use of Tariffs to counter unfair Tariffs, I wonder, what can they be thinking? Are we just going to continue and let our farmers and country get ripped off? Lost $817 Billion on Trade last year. No weakness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 When you have people snipping at your heels during a negotiation, it will only take longer to make a deal, and the deal will never be as good as it could have been with unity. Negotiations are going really well, be cool. The end result will be worth it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 China is targeting our farmers, who they know I love & respect, as a way of getting me to continue allowing them to take advantage of the U.S. They are being vicious in what will be their failed attempt. We were being nice - until now! China made $517 Billion on us last year.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira