Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2018 06:26 Michael Cohen hljóðritaði fundi sína með Donald Trump. VÍSIR/AFP CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. Um er að ræða upptökur sem þáverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, gerði meðan hann starfaði fyrir Donald Trump. Í upptökunni sem opinberuð var í gær má heyra Trump og Cohen ræða um að kaupa réttinn að frásögn Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Hún heldur því fram að hún og Trump hafi átt í sambandi fyrir um áratug. Hljóðbrotið má heyra hér að neðan. Núverandi lögmaður Cohen lét CNN upptökuna í té enda segir hann upptökuna sanna að skjólstæðingur sinn hafi ekkert sér til saka unnið. Cohen hafi viljað ganga frá greiðslunni eftir löglegum leiðum á meðan Trump krafðist þess að greiðslan yrði innt af hendi með reiðufé. Samtalið átti sér stað í september árið 2016, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar.Sjá einnig: Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinnAð endingu var það tímaritið National Enquirer sem keypti réttinn að frásögn McDougal fyrir 150 þúsund dali. Tímaritið keypti réttinn til þess eins að birta ekki frásögnina - aðferð sem reglulega er notuð til að þagga niður í óþægilegum málum. Stjórnandi móðurfyrirtækis tímaritsins er David Pecker, náinn vinur og bandamaður Bandaríkjaforseta. Fyrst var greint frá tilvist Cohen-upptakanna í liðinni viku. Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Upptökuna sem birtist á CNN má nálgast hér að neðan. Á henni má heyra brot úr samtali Trump og Cohen. Upptakan er þó nokkuð slitrótt og því erfitt að heyra fullkomlega hvert samhengi samtalsins er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. Um er að ræða upptökur sem þáverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, gerði meðan hann starfaði fyrir Donald Trump. Í upptökunni sem opinberuð var í gær má heyra Trump og Cohen ræða um að kaupa réttinn að frásögn Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Hún heldur því fram að hún og Trump hafi átt í sambandi fyrir um áratug. Hljóðbrotið má heyra hér að neðan. Núverandi lögmaður Cohen lét CNN upptökuna í té enda segir hann upptökuna sanna að skjólstæðingur sinn hafi ekkert sér til saka unnið. Cohen hafi viljað ganga frá greiðslunni eftir löglegum leiðum á meðan Trump krafðist þess að greiðslan yrði innt af hendi með reiðufé. Samtalið átti sér stað í september árið 2016, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar.Sjá einnig: Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinnAð endingu var það tímaritið National Enquirer sem keypti réttinn að frásögn McDougal fyrir 150 þúsund dali. Tímaritið keypti réttinn til þess eins að birta ekki frásögnina - aðferð sem reglulega er notuð til að þagga niður í óþægilegum málum. Stjórnandi móðurfyrirtækis tímaritsins er David Pecker, náinn vinur og bandamaður Bandaríkjaforseta. Fyrst var greint frá tilvist Cohen-upptakanna í liðinni viku. Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Upptökuna sem birtist á CNN má nálgast hér að neðan. Á henni má heyra brot úr samtali Trump og Cohen. Upptakan er þó nokkuð slitrótt og því erfitt að heyra fullkomlega hvert samhengi samtalsins er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42
Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34