Körfubolti

Dagur Kár farinn til Austurríkis og spilar ekki með Stjörnunni í vetur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur Kár Jónsson er haldinn út á vit ævintýranna í atvinnumennskunni
Dagur Kár Jónsson er haldinn út á vit ævintýranna í atvinnumennskunni Vísir/Anton
Dagur Kár Jónsson mun ekki spila með Stjörnunni í Domino's deild karla í vetur því hann er genginn til liðs við austurríska liðið Raiffeisen Flyers.

Austurríska liðið greindi frá komu Dags á heimasíðu sinni. Þar er talað um að Dagur hafi nokkura ára reynslu sem atvinnumaður eftir að hafa spilað á Íslandi síðustu ár.

Dagur spilaði með Grindavík síðustu tvö tímabil og var með 16,6 stig að meðaltali í deildinni á síðasta tímabili. Hann gekk til lðis við uppeldisfélagið Stjörnuna í vor en hefur ákveðið að fara á vit atvinnumennskunnar.

„Dagur er góður sendingamaður og frábær langskotamaður. Hæfileikar hans til þess að leiða lið á vellinum sannfærðu mig strax frá upphafi og ég er mjög ánægður með að Dagur taki fyrstu skref sín sem atvinnumaður erlendis með okkur,“ sagði þjálfarinn Sebastian Waser á heimasíðu félagsins.

Raiffeisen spilar í austurrísku úrvalsdeildinni. Félagið hefur einu sinni orðið meistari í Austurríki, árið 2009. Félagið varð í fimmta sæti deildarinnar síðasta tímabil og komst í undanúrslit í bikar.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×