Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Hanna Ólafsdóttir, umsjónarmaður hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Vísir/Friðrik Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent