Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 18:20 25 prósent tollur verður settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 25 prósent tollur verður settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. „Við munum skrifa undir þetta í næstu viku og þið munið hljóta tollavernd í langan tíma,“ sagði Trump umkringdur forstjórum stál- og álframleiðanda í Bandaríkjunum er hann kynnti ákvörðunina.Í frétt Washington Post segir að fastlega sé gert ráð fyrir því að ríki sem flytji inn mikið magn af áli og stáli til Bandaríkjanna muni höfða mál gegn Bandaríkjunum innan Aljóðaviðskiptastofnunnarinnar. Að auki er talið mögulegt að ríkin muni svara í sömu mynt. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum, sem reiða sig mjög á innflutt stál og ál, vöruðu Trump við því að hækkun tolla á þessum vöru gæti leitt til þess að hærra verð á innflutti stáli og áli gæti skaðað bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum og orðið til þess að segja þurfi starfsfólki upp, Alls flytja 110 ríki stál- og álvörur inn til Bandaríkjanna. Kína situr þar í ellefta sæti en stærstu ál- og stálinnflytjendurnir eru Kanada, Brasilía, Suður-Kóra, Mexíkó og Rússlands.Hér að neðan má sjá myndræna útskýringu Washington Post á því hvernig stáltollar virka. Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 25 prósent tollur verður settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. „Við munum skrifa undir þetta í næstu viku og þið munið hljóta tollavernd í langan tíma,“ sagði Trump umkringdur forstjórum stál- og álframleiðanda í Bandaríkjunum er hann kynnti ákvörðunina.Í frétt Washington Post segir að fastlega sé gert ráð fyrir því að ríki sem flytji inn mikið magn af áli og stáli til Bandaríkjanna muni höfða mál gegn Bandaríkjunum innan Aljóðaviðskiptastofnunnarinnar. Að auki er talið mögulegt að ríkin muni svara í sömu mynt. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum, sem reiða sig mjög á innflutt stál og ál, vöruðu Trump við því að hækkun tolla á þessum vöru gæti leitt til þess að hærra verð á innflutti stáli og áli gæti skaðað bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum og orðið til þess að segja þurfi starfsfólki upp, Alls flytja 110 ríki stál- og álvörur inn til Bandaríkjanna. Kína situr þar í ellefta sæti en stærstu ál- og stálinnflytjendurnir eru Kanada, Brasilía, Suður-Kóra, Mexíkó og Rússlands.Hér að neðan má sjá myndræna útskýringu Washington Post á því hvernig stáltollar virka.
Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12