Það er svo erfitt að keppa í tónlist Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2018 08:00 Rósa (í miðjunni) segir einstaklega góða stemningu ríkja innan Fókus-hópsins. Vísir/ernir Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira