Íslendingur var að nudda Embiid þegar hann borðaði hamborgarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 10:00 Einar að nudda Joel Embiid. Twitter Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira