Íslendingur var að nudda Embiid þegar hann borðaði hamborgarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 10:00 Einar að nudda Joel Embiid. Twitter Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira