Heimir Hallgríms einn af tíu HM-þjálfurum sem mættu til Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 13:00 Heimir Hallgrímsson sést meðal fulltrúa hinna 32 HM-þjóðanna í vinnustofunni í Sotsjí. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er einn af tíu aðalþjálfurum þjóðanna á HM í sumar sem mættu í sérstaka HM vinnustofu sem fór fram í Sotsjí undanfarna tvo daga. 250 aðilar úr starfsliði þjóðanna 32 mættu til Sotsjí en þetta var síðasta tækifæri þeirra til að fá að skygnast bak við tjöldin í skipulagi heimsmeistarakeppninnar. Allar þátttökuþjóðir sendu sína fulltúa en aðeins níu aðrir aðalþjálfarar voru á staðnum. Aðeins 5 af 32 þjóðum voru með í Álfukeppninni í fyrrasumar, Þýskaland, Portúgal, Ástralía, Mexíkó og Rússar, og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hinar þjóðirnar að kynna sér aðstæður.World Cup 2018 workshop in Sochi, Russia. Coaches, asst. coaches, tech. directors. pic.twitter.com/FwgpLlW8kS — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 28, 2018 Til Sotsjí voru mættir þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, læknar, tækniráðgjafar, fjölmiðlafulltrúar, liðsstjórar, öryggisverðir, fararstjórar og markaðsfulltrúar eða allir sem mögulega koma að veru liðanna á HM í sumar. Heimir var ekki einn í för því með honum voru líka aðstoðarþjálfari hans Helgi Kolviðsson og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svo einhver séu nefnd. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot frá vinnustofunni og þar má sjá Heimi og aðra fulltrúa Íslands.It's all beginning to feel real now! #WorldCup Here's the best from the Team Workshop in Sochi! pic.twitter.com/XlflWqI7Ji — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 28, 2018 Heimir og félagar fengu þarna tækifæri til að skoða aðstæður í búðum íslenska landsliðsins á HM í sumar. Íslenska landsliðið mun vera með höfuðstöðvar sínar í borginni Gelendzhik á milli leikja á HM en hún er ekki langt norður af Sotsjí. Nokkrar HM-hetjur voru meðal gesta í vinnustofunni en þar má nefna Jorge Burruchaga, sem tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn 1986 og Spánverjinn Fernando Hierro. Báðir eru þeir í störfum á vegum sinna knattspyrnusambanda. Heimir er ekki í fyrstu ferðinni sinni til Rússlands á síðustu mánuðum því hann mætti einnig á HM-dráttinn í Mosvku í desember. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er einn af tíu aðalþjálfurum þjóðanna á HM í sumar sem mættu í sérstaka HM vinnustofu sem fór fram í Sotsjí undanfarna tvo daga. 250 aðilar úr starfsliði þjóðanna 32 mættu til Sotsjí en þetta var síðasta tækifæri þeirra til að fá að skygnast bak við tjöldin í skipulagi heimsmeistarakeppninnar. Allar þátttökuþjóðir sendu sína fulltúa en aðeins níu aðrir aðalþjálfarar voru á staðnum. Aðeins 5 af 32 þjóðum voru með í Álfukeppninni í fyrrasumar, Þýskaland, Portúgal, Ástralía, Mexíkó og Rússar, og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hinar þjóðirnar að kynna sér aðstæður.World Cup 2018 workshop in Sochi, Russia. Coaches, asst. coaches, tech. directors. pic.twitter.com/FwgpLlW8kS — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 28, 2018 Til Sotsjí voru mættir þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, læknar, tækniráðgjafar, fjölmiðlafulltrúar, liðsstjórar, öryggisverðir, fararstjórar og markaðsfulltrúar eða allir sem mögulega koma að veru liðanna á HM í sumar. Heimir var ekki einn í för því með honum voru líka aðstoðarþjálfari hans Helgi Kolviðsson og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svo einhver séu nefnd. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot frá vinnustofunni og þar má sjá Heimi og aðra fulltrúa Íslands.It's all beginning to feel real now! #WorldCup Here's the best from the Team Workshop in Sochi! pic.twitter.com/XlflWqI7Ji — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 28, 2018 Heimir og félagar fengu þarna tækifæri til að skoða aðstæður í búðum íslenska landsliðsins á HM í sumar. Íslenska landsliðið mun vera með höfuðstöðvar sínar í borginni Gelendzhik á milli leikja á HM en hún er ekki langt norður af Sotsjí. Nokkrar HM-hetjur voru meðal gesta í vinnustofunni en þar má nefna Jorge Burruchaga, sem tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn 1986 og Spánverjinn Fernando Hierro. Báðir eru þeir í störfum á vegum sinna knattspyrnusambanda. Heimir er ekki í fyrstu ferðinni sinni til Rússlands á síðustu mánuðum því hann mætti einnig á HM-dráttinn í Mosvku í desember.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira