Zuma sagt að víkja úr embætti Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 13:04 Jacob Zuma tók við forsetaembættinu í Suður-Afríku árið 2009. Vísir/AFP Miðstjórn Afríska þjóðarráðsins, stjórnarflokks Suður-Afríku, hefur formlega beint þeim tilmælum til Jacob Zuma, forseta landsins, að hann segi af sér „sem fyrst“.BBC greinir frá þessu og vísar í framkvæmdastjóra flokksins, Ace Magashule. Zuma hefur þrálátlega neitað að láta af störfum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir samflokksmanna á síðustu vikum og mánuðum. Miðstjórn flokksins fundaði í alla nótt vegna málsins. Hinn 75 ára Zuma hefur sjálfur samþykkt að láta af embætti, en þó ekki fyrr en að þremur til sex mánuðum liðnum. Zuma tók við forsetaembættinu í Suður-Afríku árið 2009, en á síðustu árum hefur hvert spillingarmálið á fætur öðru tengt forsetanum komið upp.Ace Magashule, framkvæmdastjóri Þjóðarráðsins.Vísir/AFPRamaphosa taki við Miðstjórn flokksins vill að varaforsetinn Cyril Ramaphosa taki við embættinu af Zuma, en Ramaphosa var kjörinn formaður flokksins í desember síðastliðinn. Magashule sagði ákvörðun miðstjórnar vera endanlega. Hann sagði þó Zuma hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri að hann teldi miðstjórnina ekki hafa heimild til að leggja fram beiðni sem þessa. Magashule sagðist jafnframt búast við að Zuma bregðist við tilmælum miðstjórnar á morgun, þó að enginn frestur hafi verið gefinn í því samhengi. Kosningar fara fram í Suður-Afríku á næsta ári. Lög í landinu koma í veg fyrir að Zuma hefði getað boðið sig fram að nýju, en forseti má einungis sitja tvö kjörtímabil. Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Miðstjórn Afríska þjóðarráðsins, stjórnarflokks Suður-Afríku, hefur formlega beint þeim tilmælum til Jacob Zuma, forseta landsins, að hann segi af sér „sem fyrst“.BBC greinir frá þessu og vísar í framkvæmdastjóra flokksins, Ace Magashule. Zuma hefur þrálátlega neitað að láta af störfum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir samflokksmanna á síðustu vikum og mánuðum. Miðstjórn flokksins fundaði í alla nótt vegna málsins. Hinn 75 ára Zuma hefur sjálfur samþykkt að láta af embætti, en þó ekki fyrr en að þremur til sex mánuðum liðnum. Zuma tók við forsetaembættinu í Suður-Afríku árið 2009, en á síðustu árum hefur hvert spillingarmálið á fætur öðru tengt forsetanum komið upp.Ace Magashule, framkvæmdastjóri Þjóðarráðsins.Vísir/AFPRamaphosa taki við Miðstjórn flokksins vill að varaforsetinn Cyril Ramaphosa taki við embættinu af Zuma, en Ramaphosa var kjörinn formaður flokksins í desember síðastliðinn. Magashule sagði ákvörðun miðstjórnar vera endanlega. Hann sagði þó Zuma hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri að hann teldi miðstjórnina ekki hafa heimild til að leggja fram beiðni sem þessa. Magashule sagðist jafnframt búast við að Zuma bregðist við tilmælum miðstjórnar á morgun, þó að enginn frestur hafi verið gefinn í því samhengi. Kosningar fara fram í Suður-Afríku á næsta ári. Lög í landinu koma í veg fyrir að Zuma hefði getað boðið sig fram að nýju, en forseti má einungis sitja tvö kjörtímabil.
Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35