Laugum neitað um 110 milljóna króna bætur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Aðstaðan í kjallara Sundlaugar Kópavogs er eftirsótt. Visir/Eyþór Kröfu líkamsræktarstöðvarinnar Lauga á hendur Kópavogsbæ um 110 milljóna króna bætur var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness. Laugar, undir nafninu Þrek ehf. á þeim tíma, kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan niðurgreiðslu Kópavogsbæjar á rekstri líkamsræktarstöðvar Gym heilsu ehf. í sundlaugum bæjarins. Þannig væri Gym heilsu gert kleift að bjóða þjónustu á verði sem aðrir gætu ekki keppt við. Samkeppniseftirlitið tók afstöðu með Laugum og í febrúar 2012 féllst bærinn á að bjóða líkamsræktaraðstöðuna út. Engin tilboð bárust hins vegar og hélt Gym heilsa starfseminni áfram. Undan því kvörtuðu Laugar til Samkeppniseftirlitsins og í mars 2014 auglýsti bærinn aftur eftir tilboðum í aðstöðuna. Laugar buðu þá ríflega 101 milljón króna og Gym heilsa tæpar 88 milljónir. Formgalli var á tilboði Gym heilsu þar sem einingarverð og undirskrift vantaði og bent var á að trygg fjárhagsstaða væri skilyrði en að eiginfjárstaða Lauga væri neikvæð.Björn Leifsson, annar aðaleigandi Lauga.Í umfjöllun héraðsdóms kemur fram að Björn Leifsson, eigandi Lauga, sagði að tilteknir stjórnmálamenn í Kópavogi hefðu lýst sig andsnúna því að tilboði Lauga yrði tekið. Vísað hafi verið til hans sem „Herra Gróða“ og undirskriftum safnað gegn Laugum. „Val á rekstraraðila í útboðinu hafi því orðið hápólitískt mál og markvisst unnið gegn því að tilboði stefnanda [Lauga] yrði tekið, á forsendum sem hvergi væru nefndar í útboðslýsingu.“ Kópavogsbær sagði viðbrögð kjörinna fulltrúa ekki hafa skipt máli er tilboði Lauga var hafnað. Tilboð Gym heilsu var metið ógilt og því hvorugu tilboðinu tekið en samningurinn við Gym heilsu framlengdur til 1. júní 2016. Eftir tvo útboð til viðbótar tók Rebook Fitness aðstöðuna á leigu. Laugar kröfðust 659 milljóna króna í bætur í desember 2014 vegna ólögmætrar höfnunar á tilboði. Þessari kröfu hafnaði Kópavogsbær. Laugar fékk þá dómkvaddan matsmann til að meta tjón fyrirtækisins. Taldi hann tjónið vera 201 milljón króna ef samningur hefði verið til tólf ára og 155 milljónir miðað við átta ára samning. Stefndu Laugar síðan Kópavogsbæ og kröfðust 201 milljónar króna bóta en upphæðin var síðan lækkuð í 110 milljónir eftir yfirmat nýrra dómkvaddra matsmanna. Héraðsdómur Reykjanes segir að þar sem ársreikningar Lauga hafi síðustu tvö árin sýnt neikvætt eigið fé hafi höfnun tilboðsins verið á málefnalegum grunni. „Voru engar grunnreglur stjórnsýslu brotnar sem geta leitt til skaðabótaskyldu,“ segir í dóminum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Tengdar fréttir Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00 Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00 Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Kröfu líkamsræktarstöðvarinnar Lauga á hendur Kópavogsbæ um 110 milljóna króna bætur var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness. Laugar, undir nafninu Þrek ehf. á þeim tíma, kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan niðurgreiðslu Kópavogsbæjar á rekstri líkamsræktarstöðvar Gym heilsu ehf. í sundlaugum bæjarins. Þannig væri Gym heilsu gert kleift að bjóða þjónustu á verði sem aðrir gætu ekki keppt við. Samkeppniseftirlitið tók afstöðu með Laugum og í febrúar 2012 féllst bærinn á að bjóða líkamsræktaraðstöðuna út. Engin tilboð bárust hins vegar og hélt Gym heilsa starfseminni áfram. Undan því kvörtuðu Laugar til Samkeppniseftirlitsins og í mars 2014 auglýsti bærinn aftur eftir tilboðum í aðstöðuna. Laugar buðu þá ríflega 101 milljón króna og Gym heilsa tæpar 88 milljónir. Formgalli var á tilboði Gym heilsu þar sem einingarverð og undirskrift vantaði og bent var á að trygg fjárhagsstaða væri skilyrði en að eiginfjárstaða Lauga væri neikvæð.Björn Leifsson, annar aðaleigandi Lauga.Í umfjöllun héraðsdóms kemur fram að Björn Leifsson, eigandi Lauga, sagði að tilteknir stjórnmálamenn í Kópavogi hefðu lýst sig andsnúna því að tilboði Lauga yrði tekið. Vísað hafi verið til hans sem „Herra Gróða“ og undirskriftum safnað gegn Laugum. „Val á rekstraraðila í útboðinu hafi því orðið hápólitískt mál og markvisst unnið gegn því að tilboði stefnanda [Lauga] yrði tekið, á forsendum sem hvergi væru nefndar í útboðslýsingu.“ Kópavogsbær sagði viðbrögð kjörinna fulltrúa ekki hafa skipt máli er tilboði Lauga var hafnað. Tilboð Gym heilsu var metið ógilt og því hvorugu tilboðinu tekið en samningurinn við Gym heilsu framlengdur til 1. júní 2016. Eftir tvo útboð til viðbótar tók Rebook Fitness aðstöðuna á leigu. Laugar kröfðust 659 milljóna króna í bætur í desember 2014 vegna ólögmætrar höfnunar á tilboði. Þessari kröfu hafnaði Kópavogsbær. Laugar fékk þá dómkvaddan matsmann til að meta tjón fyrirtækisins. Taldi hann tjónið vera 201 milljón króna ef samningur hefði verið til tólf ára og 155 milljónir miðað við átta ára samning. Stefndu Laugar síðan Kópavogsbæ og kröfðust 201 milljónar króna bóta en upphæðin var síðan lækkuð í 110 milljónir eftir yfirmat nýrra dómkvaddra matsmanna. Héraðsdómur Reykjanes segir að þar sem ársreikningar Lauga hafi síðustu tvö árin sýnt neikvætt eigið fé hafi höfnun tilboðsins verið á málefnalegum grunni. „Voru engar grunnreglur stjórnsýslu brotnar sem geta leitt til skaðabótaskyldu,“ segir í dóminum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Tengdar fréttir Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00 Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00 Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00
Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00
Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33