Erfðauppeldi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Hugmyndir okkar og skilningur á náttúru mannsins og uppeldi hans hafa lengi vel byggt á tvenndarkerfi umhverfis og erfða. Þessi hugsunarháttur er okkur eðlislægur og kom vafalaust að gagni er frummaðurinn fótaði sig í háskalegum heimi. Flokkun sem þessi lifir auðvitað góðu lífi í dag og grasserar í hvívetna; ég og þú, við og hin. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar dregur upp einstaka mynd af því hversu vitlaus slíkur hugsunarháttur er þegar við skoðum þau flóknu tengsl sem mynda samfélag okkar. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar rýndu í þær erfðabreytingar sem erfast ekki frá foreldri til barns og gátu metið áhrif uppeldis samanborið við áhrif þeirra erfðaupplýsinga sem færðust milli kynslóða. Niðurstaðan var sú að sá hluti erfðamengisins sem barnið fær ekki frá foreldrum sínum hafði umtalsverð áhrif á menntun barnsins. Áhrifin eru um þrjátíu prósent á móti þeim upplýsingum sem erfast með beinum hætti. Vísindamennirnir kalla þetta fyrirbæri erfðauppeldi, það er, að í þessu tilfelli gátu erfðir haft áhrif á skólagöngu barna með því að móta atferli foreldranna frekar en gjörðir sjálfra barnanna. Við hin tölum um að börn dragi dám af foreldrum sínum. Fátt virðist nýtt í þeim efnum. Hins vegar, þegar við víkkum sjóndeildarhringinn út fyrir veggi heimilisins, þar sem uppeldi og tengsl foreldra og systkina eru í aðalhlutverki, sjáum við hvernig erfðauppeldi hefur áhrif í gegnum aldirnar og mótar samfélag okkar í gegnum flókinn og fornan vef samskipta, stofnana og áhrifa. Í samhengi erfðauppeldis erum við í raun aðeins að hluta til einstaklingar. Hinn hlutinn er sjálft samfélagið, sem mótað er af erfðaupplýsingum og um leið mótar okkur. Þessi grunnrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar mun vafalaust koma að góðum notum í því ferli að móta opinbera stefnu og þau viðhorf sem þarf til að stemma stigu við félagslegum ójöfnuði og til að draga úr þeirri byrði sem fylgir heilbrigðisvandamálum. Um leið spyr rannsóknin athyglisverðra spurninga sem aðrir vísindamenn, þeir vísindamenn sem umhugað er um umhverfi en ekki erfðir, þurfa að svara. Þannig gætu niðurstöðurnar dýpkað skilning okkar á því hvaða áhrif fjölskyldan hefur á það hvernig við döfnum og þroskumst sem einstaklingar. Að öllum líkindum mun erfðauppeldi reynast stórkostlega flókið fyrirbæri sem teygir anga sína víða og áframhaldandi rannsóknir munu vonandi varpa betra ljósi á áhrif þess. Í grunninn sýnir þessi vísindavinna fram á að það er mun meira sem sameinar okkur en aðgreinir. Það er ekkert ég og þú, aðeins bræður og systur í samfélagi erfðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir okkar og skilningur á náttúru mannsins og uppeldi hans hafa lengi vel byggt á tvenndarkerfi umhverfis og erfða. Þessi hugsunarháttur er okkur eðlislægur og kom vafalaust að gagni er frummaðurinn fótaði sig í háskalegum heimi. Flokkun sem þessi lifir auðvitað góðu lífi í dag og grasserar í hvívetna; ég og þú, við og hin. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar dregur upp einstaka mynd af því hversu vitlaus slíkur hugsunarháttur er þegar við skoðum þau flóknu tengsl sem mynda samfélag okkar. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar rýndu í þær erfðabreytingar sem erfast ekki frá foreldri til barns og gátu metið áhrif uppeldis samanborið við áhrif þeirra erfðaupplýsinga sem færðust milli kynslóða. Niðurstaðan var sú að sá hluti erfðamengisins sem barnið fær ekki frá foreldrum sínum hafði umtalsverð áhrif á menntun barnsins. Áhrifin eru um þrjátíu prósent á móti þeim upplýsingum sem erfast með beinum hætti. Vísindamennirnir kalla þetta fyrirbæri erfðauppeldi, það er, að í þessu tilfelli gátu erfðir haft áhrif á skólagöngu barna með því að móta atferli foreldranna frekar en gjörðir sjálfra barnanna. Við hin tölum um að börn dragi dám af foreldrum sínum. Fátt virðist nýtt í þeim efnum. Hins vegar, þegar við víkkum sjóndeildarhringinn út fyrir veggi heimilisins, þar sem uppeldi og tengsl foreldra og systkina eru í aðalhlutverki, sjáum við hvernig erfðauppeldi hefur áhrif í gegnum aldirnar og mótar samfélag okkar í gegnum flókinn og fornan vef samskipta, stofnana og áhrifa. Í samhengi erfðauppeldis erum við í raun aðeins að hluta til einstaklingar. Hinn hlutinn er sjálft samfélagið, sem mótað er af erfðaupplýsingum og um leið mótar okkur. Þessi grunnrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar mun vafalaust koma að góðum notum í því ferli að móta opinbera stefnu og þau viðhorf sem þarf til að stemma stigu við félagslegum ójöfnuði og til að draga úr þeirri byrði sem fylgir heilbrigðisvandamálum. Um leið spyr rannsóknin athyglisverðra spurninga sem aðrir vísindamenn, þeir vísindamenn sem umhugað er um umhverfi en ekki erfðir, þurfa að svara. Þannig gætu niðurstöðurnar dýpkað skilning okkar á því hvaða áhrif fjölskyldan hefur á það hvernig við döfnum og þroskumst sem einstaklingar. Að öllum líkindum mun erfðauppeldi reynast stórkostlega flókið fyrirbæri sem teygir anga sína víða og áframhaldandi rannsóknir munu vonandi varpa betra ljósi á áhrif þess. Í grunninn sýnir þessi vísindavinna fram á að það er mun meira sem sameinar okkur en aðgreinir. Það er ekkert ég og þú, aðeins bræður og systur í samfélagi erfðanna.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun