Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:20 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur íbúa til að halda sig heima. Vísir/Sylvía Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. Erum föst hérna í margra bíla slysi á Kópavogsbrautinni, bara viljiði sleppa því að fara út í dag? pic.twitter.com/RPBWMuOlyX — Tanja Teresa (@TanjaTeresa) February 11, 2018 Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. Erum föst hérna í margra bíla slysi á Kópavogsbrautinni, bara viljiði sleppa því að fara út í dag? pic.twitter.com/RPBWMuOlyX — Tanja Teresa (@TanjaTeresa) February 11, 2018 Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira