Stormur og takmarkað skyggni í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 08:15 Stormur og hríð verður í höfuðborginni í dag. VÍSIR/VILHELM Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51