Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira