Innlent

Bein útsending: Forvarnir og fyrsta hjálp

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins.
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins. Vísir/gva
Samtök ferðaþjónustunnar standa í dag fyrir fundi um bestu starfshætti varðandi öryggismál og viðbrögð við óvæntum atburðum sem kunna að koma upp í ferðaþjónustu. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins og stendur á milli kl. 10 og 11.30.

Fundarstjóri er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar en þau sem flytja erindi eru Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá SjóváJónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarnarmála hjá LandsbjörgHelgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður hjá LEX lögmannsstofu, Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Aton og Særún Ósk Pálmadóttir, ráðgjafi hjá Aton.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×