90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson skrifar 14. maí 2018 09:59 Ísraelar lögðu mikilvægt lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu kvenna með framlagi sínu til Júróvisjón. Þeir fá hjartans þakkir fyrir frá Júrópu (Júróvisjón-Evrópu) en því miður eintómar skammir og hótanir frá Félaginu Ísland-Palestína.Illa ígrunduð yfirlýsing Með fullri virðingu fyrir fyrrverandi formanni FÍP og félagsmönnum tel ég að þeir þurfi að gæta sín á að kynda ekki undir mismunun fólks á grundvelli þjóðernis með neikvæðum yfirlýsingum á borð við þá sem birtist í fjölmiðlum 13. maí í kjölfar úrslita Júróvisjón-keppninnar. Ég hef fulla trú á því að félagsmenn hafi allt að bera til þess að geta haft jákvæð áhrif á heimsmyndina, en verð að viðurkenna að ég var vonsvikinn að lesa harðorða yfirlýsingu þeirra í garð sigurvegara söngvakeppninnar og óttast að sumum gæti fundist innihald yfirlýsingarinnar bera vott um innistæðulausa fordóma og óþarfa andúð í garð fólks sem er af sama þjóðarbergi brotið. Að mínu mati er yfirlýsingin fljótfærnislega framsett, illa ígrunduð og úr takti við allt það jákvæða sem Júróvisjón keppnin stendur fyrir og kemur til leiðar í þágu mannréttinda og friðar á heimsvísu.Ísraelar styðja réttindabaráttu kvenna Framlag Ísraelsmanna “Toy” er lag sem undirstrikar mikilvægi þess að karlmenn beri virðingu fyrir konum og því velkominn liður í lýðræðislegri mannréttindabaráttu á heimsvísu. Fólki um allan heim líkaði greinilega þetta jákvæða og málefnalega framlag ísraelsku þjóðarinnar sem undirstrikar að konur eru ekki leikföng og þakkaði Júrópa fyrir með atkvæðum sínum. Ísland, sem hefur tekið virkan þátt í MeToo baráttunni og fagnar auðvitað allri jákvæðri mannréttindabaráttu, lét auðvitað ekki sitt eftir liggja í atkvæðagreiðslunni.Mannréttindafélag gegn mannréttindum? Hversu furðulegt er þá að heyra félag sem kennir sig við mannréttindabaráttu rakka niður þetta jákvæða framlag?! Það virðist reyndar nokk sama hvað Ísrael leggur til málanna nú orðið; jákvætt eða neikvætt – þjóðin virðast aldrei vera í náðinni hjá félagsmönnum FÍP. Einhvern veginn virðist Palestínumönnum þó alltaf takast að vera í náðinni hjá FÍP; alveg sama hvaða mannréttindalög þeir brjóta heima fyrir eða handan landamæranna. Ekki styður palestínska stjórnin t.d. með neinu móti réttindabaráttu kvenna og þaðan af síður réttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta gerir Ísrael þó opinberlega og af krafti eins og við. Það virðist einhvern veginn ekki eitt yfir alla ganga í baráttu félagsins fyrir mannréttindum. Það er líklega hvorki heilbrigt né skynsamlegt að einblína bara á mannréttindakröfur einnar þjóðar. Það hallar eflaust á heildarmyndina þegar sjónarhornið er þröngt og augun eru límd við smásjána. Ekki finnst manni heldur einhvern veginn rétt að mannréttindafélag sem státar sig af því að standa vörð um frið og mannréttindi, styðji aðgerðir þeirra sem opinberlega hundsa mannréttindi palestínskra borgara og standa fyrir mannskæðum árásum gegn saklausum ísraelskum borgurum. Þótt ég trúi því að félagsmönnum hljóti að ganga gott eitt til hef ég aldrei skilið hvernig hægt er að horfa fram hjá mannréttindabrotum einnar þjóðar til að klekkja á annarri.Að refsa fyrir frábært framtak Félagsmenn vilja hvetja okkur til að sýna “kærleika í verki” með því að sniðganga Ísrael að ári; lýðræðisríki sem fullt er af ósköp venjulegum og lífsglöðum fjölskyldum eins og hér búa. Ekki finnst mér það mjög skynsamlegt. Ég heimsótti Ísrael á árinu og er þetta ákaflega falleg, fjölbreytt og friðsæl menning. Þarna búa foreldrar og börn sem fagna fjölbreytileikanum eins og við. Fjölskyldur komu saman eins og við síðastliðið laugardagskvöld til að borða snakk, horfa á Júróvisjón og vonast til að lagið þeirra sigri í sanngjarnri keppni. Eigum við að refsa þeim fyrir að standa sig vel í bæði keppninni og í baráttu kvenna?!Pólitísk leiðindi Nú vilja félagsmenn FÍP að við tilkynnum fjölskyldum þessa friðsama ríkis, sem eins og okkar þjóð virðir mannréttindi sinna borgara, að við séum of göfug og góð til að þiggja heimboð til Ísraels að ári. Við erum í raun að segja að það sé í lagi að Ísrael taki þátt í keppninni svo lengi sem þeir vinni ekki! Ekki er það beint íþróttamannsleg afstaða - og tel ég að við komum engu góðu til leiðar með slíkum óþarfa leiðindum. “Við skulum alveg keppa við ykkur á sama sviði ár eftir ár, en ef þið vinnið verðum við ógeðslega fúl og sniðgöngum ykkur!” Eigum við ekki bara að láta færa eyjuna okkar nær Krímskaganum þar sem svona pólitískur leiðindamórall, sem við reyndar gagnrýnum, fær að líðast undir friðarfána Júróvisjón?!Burt með fordóma Sem betur fer virðast þó Íslendingar almennt séð betur og betur upplýstir um þessi mál. Þeir eru smátt og smátt að fatta að kærleikslausa “fúll-á-móti” taktíkin leiðir ekki alls til lausna. Þeir neita greinilega að hafa fordóma að leiðarljósi þegar þeir kjósa uppáhaldslögin sín í Júróvisjón. Þetta sýnir fjöldi atkvæða frá Íslendingum til ísraelska lagsins glöggt. Sem þjóð gáfum við ísraelska laginu fjölmörg stig og neituðum auðvitað að láta neikvæða og misvísandi pólitíska umræðu varpa skugga á skemmtilega keppni sem leggur áherslu á að sameina þjóðir - ekki sundra þeim.Verðlaunum góð verk Mér fannst þá einnig vænt um að sjá Ísrael gefa Þjóðverjum fjölmörg stig. Ísraelar hafa greinilega ákveðið að leyfa hatri og særindum fortíðar ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að sættast og byggja brýr milli þjóðanna. Fyrirgefningin er nefnilega ótrúlega öflugt vopn gegn biturleika og hatri. Er ekki einmitt skynsamlegra að verðlauna góð verk og hvetja fólk til dáða þegar það sendir frá sér skýr skilaboð í þágu mannréttinda? Ef við refsum fólki í sífellu fyrir jákvætt framtak gerum við lítið annað en að hella olíu á eld ófriðar.Velkomin á Vesturbakkann Í yfirlýsingu FÍP er enn og aftur dregin upp ákveðin hörmungarmynd af því hvernig er að búa í Palestínu, sem reyndar er að mínu mati vafasöm tilraun til að hneyksla Íslendinga og vekja innistæðulausa reiði í garð Ísraela. Það er auðvelt að mála dökkar myndir af aðstæðum sem fólk, sem ekki hefur heimsótt landið og kannað raunverulegar aðstæður, gleypir auðveldlega við án athugasemda. Af eigin raun er upplifun mín allt önnur en sú sem framsett er af félagsmönnum. Ég er sjálfur nýkominn frá ferðalagi til Palestínu, Vesturbakkanum nánar tiltekið, og þar er ástandið engan veginn eins og félagsmenn lýsa því. Sjálfur var ég þar í fylgd heimamanns og ræddi við ýmsa íbúa þar og var augljóst að þarna ríkti friður og virðing meðal manna - kristnir og múslimar búa þar t.d. í sátt og samlyndi. Þar sá ég heldur enga ísraelska hermenn sparka í börn eða öskra á aldraða. Þeir voru hvergi sjáanlegir og engin von á þeim samkvæmt heimamönnum.Ekki trúa öllu Staðreyndin er sú að hlutir eru oft teknir úr samhengi; rangar eða ófullnægjandi upplýsingar eru settar fram í fjölmiðlum og ýmsar vafasamar grýlusögur verða til í kjölfarið. Maður á ekki að trúa öllu sem maður les eða heyrir. Það varð mér ljósara en nokkru sinni fyrr á ferðalagi mínu um Ísrael og Palestínu um daginn. Ég sá fjölda túrista á ferð á Vesturbakkanum sem nutu alls þess góða sem landið hefur upp á að bjóða. Palestínumenn voru vinalegir og yndislegir og þakklátir fyrir að fá gesti frá öðrum löndum.Hryllingssögur hjálpa ekki Palestínskir borgarar á Vesturbakkanum eru ekki sáttir við það að settar séu fram falskar hörmungamyndir af landinu. Þeim finnst sárt hvernig félög eins og FÍP lýsa meintu hörmungaástandi landsins; sem verður eingöngu til þess að fólk þorir ekki að heimsækja Vesturbakkann. Þetta segja heimamenn sjálfir og afþakka þessa svokölluðu “hjálp” mannréttindafélaga sem fælir fólk frá landinu með hryllingssögum sínum. Það er palestínskum borgurum nauðsynlegt að ferðamenn komi á Vesturbakkann til að styrkja innviði landsins með því að ferðast um og versla fallega muni sem þar fást í fallegum og litríkum verslunum. Palestína hefur upp á miklu meira að bjóða en fólk grunar.Tortímendur tækifæranna Í stað þess að sniðganga lýðræðisríki á borð við Ísrael ættum við þvert á móti að forðast fordómafullar aðgerðir gegn friðelskandi þjóðum; aðgerðir sem mismuna fólki á grundvelli þjóðernis eða vinna gegn heilbrigðum og friðsamlegum samskiptum við önnur lýðræðisríki. Íþróttamaðurinn Rick Pitino hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði, „Forðastu neikvætt og svartsýnt fólk eins og pestina því það eru tortímendur tækifæranna.“ Í FÍP eru frábærir einstaklingar sem vilja án efa vel. Ég er þó ekki sammála aðferðafræði þeirra í baráttu fyrir friði og mannréttindum. Ég tel hana hættulega og alls ekki vænlega til vinnings. Ég verð að standa með sannfæringu minni og gagnrýna aðgerðir sem ég tel að leiði ekki til lausna, mannréttindasigra eða bættra samskipta á milli lýðræðisríkja. Það er því ljóst að ég get ekki að svo stöddu gefið FÍP 12 stig fyrir framlag sitt til söngvakeppninnar, heimsfriðar eða sjálfsagðra mannréttinda. En ég vona að framlög félagsins verði málefnalegri og á gæfusamlegri grunni reistar í framtíðinni. 90099-22...Atkvæði móttekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ísraelar lögðu mikilvægt lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu kvenna með framlagi sínu til Júróvisjón. Þeir fá hjartans þakkir fyrir frá Júrópu (Júróvisjón-Evrópu) en því miður eintómar skammir og hótanir frá Félaginu Ísland-Palestína.Illa ígrunduð yfirlýsing Með fullri virðingu fyrir fyrrverandi formanni FÍP og félagsmönnum tel ég að þeir þurfi að gæta sín á að kynda ekki undir mismunun fólks á grundvelli þjóðernis með neikvæðum yfirlýsingum á borð við þá sem birtist í fjölmiðlum 13. maí í kjölfar úrslita Júróvisjón-keppninnar. Ég hef fulla trú á því að félagsmenn hafi allt að bera til þess að geta haft jákvæð áhrif á heimsmyndina, en verð að viðurkenna að ég var vonsvikinn að lesa harðorða yfirlýsingu þeirra í garð sigurvegara söngvakeppninnar og óttast að sumum gæti fundist innihald yfirlýsingarinnar bera vott um innistæðulausa fordóma og óþarfa andúð í garð fólks sem er af sama þjóðarbergi brotið. Að mínu mati er yfirlýsingin fljótfærnislega framsett, illa ígrunduð og úr takti við allt það jákvæða sem Júróvisjón keppnin stendur fyrir og kemur til leiðar í þágu mannréttinda og friðar á heimsvísu.Ísraelar styðja réttindabaráttu kvenna Framlag Ísraelsmanna “Toy” er lag sem undirstrikar mikilvægi þess að karlmenn beri virðingu fyrir konum og því velkominn liður í lýðræðislegri mannréttindabaráttu á heimsvísu. Fólki um allan heim líkaði greinilega þetta jákvæða og málefnalega framlag ísraelsku þjóðarinnar sem undirstrikar að konur eru ekki leikföng og þakkaði Júrópa fyrir með atkvæðum sínum. Ísland, sem hefur tekið virkan þátt í MeToo baráttunni og fagnar auðvitað allri jákvæðri mannréttindabaráttu, lét auðvitað ekki sitt eftir liggja í atkvæðagreiðslunni.Mannréttindafélag gegn mannréttindum? Hversu furðulegt er þá að heyra félag sem kennir sig við mannréttindabaráttu rakka niður þetta jákvæða framlag?! Það virðist reyndar nokk sama hvað Ísrael leggur til málanna nú orðið; jákvætt eða neikvætt – þjóðin virðast aldrei vera í náðinni hjá félagsmönnum FÍP. Einhvern veginn virðist Palestínumönnum þó alltaf takast að vera í náðinni hjá FÍP; alveg sama hvaða mannréttindalög þeir brjóta heima fyrir eða handan landamæranna. Ekki styður palestínska stjórnin t.d. með neinu móti réttindabaráttu kvenna og þaðan af síður réttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta gerir Ísrael þó opinberlega og af krafti eins og við. Það virðist einhvern veginn ekki eitt yfir alla ganga í baráttu félagsins fyrir mannréttindum. Það er líklega hvorki heilbrigt né skynsamlegt að einblína bara á mannréttindakröfur einnar þjóðar. Það hallar eflaust á heildarmyndina þegar sjónarhornið er þröngt og augun eru límd við smásjána. Ekki finnst manni heldur einhvern veginn rétt að mannréttindafélag sem státar sig af því að standa vörð um frið og mannréttindi, styðji aðgerðir þeirra sem opinberlega hundsa mannréttindi palestínskra borgara og standa fyrir mannskæðum árásum gegn saklausum ísraelskum borgurum. Þótt ég trúi því að félagsmönnum hljóti að ganga gott eitt til hef ég aldrei skilið hvernig hægt er að horfa fram hjá mannréttindabrotum einnar þjóðar til að klekkja á annarri.Að refsa fyrir frábært framtak Félagsmenn vilja hvetja okkur til að sýna “kærleika í verki” með því að sniðganga Ísrael að ári; lýðræðisríki sem fullt er af ósköp venjulegum og lífsglöðum fjölskyldum eins og hér búa. Ekki finnst mér það mjög skynsamlegt. Ég heimsótti Ísrael á árinu og er þetta ákaflega falleg, fjölbreytt og friðsæl menning. Þarna búa foreldrar og börn sem fagna fjölbreytileikanum eins og við. Fjölskyldur komu saman eins og við síðastliðið laugardagskvöld til að borða snakk, horfa á Júróvisjón og vonast til að lagið þeirra sigri í sanngjarnri keppni. Eigum við að refsa þeim fyrir að standa sig vel í bæði keppninni og í baráttu kvenna?!Pólitísk leiðindi Nú vilja félagsmenn FÍP að við tilkynnum fjölskyldum þessa friðsama ríkis, sem eins og okkar þjóð virðir mannréttindi sinna borgara, að við séum of göfug og góð til að þiggja heimboð til Ísraels að ári. Við erum í raun að segja að það sé í lagi að Ísrael taki þátt í keppninni svo lengi sem þeir vinni ekki! Ekki er það beint íþróttamannsleg afstaða - og tel ég að við komum engu góðu til leiðar með slíkum óþarfa leiðindum. “Við skulum alveg keppa við ykkur á sama sviði ár eftir ár, en ef þið vinnið verðum við ógeðslega fúl og sniðgöngum ykkur!” Eigum við ekki bara að láta færa eyjuna okkar nær Krímskaganum þar sem svona pólitískur leiðindamórall, sem við reyndar gagnrýnum, fær að líðast undir friðarfána Júróvisjón?!Burt með fordóma Sem betur fer virðast þó Íslendingar almennt séð betur og betur upplýstir um þessi mál. Þeir eru smátt og smátt að fatta að kærleikslausa “fúll-á-móti” taktíkin leiðir ekki alls til lausna. Þeir neita greinilega að hafa fordóma að leiðarljósi þegar þeir kjósa uppáhaldslögin sín í Júróvisjón. Þetta sýnir fjöldi atkvæða frá Íslendingum til ísraelska lagsins glöggt. Sem þjóð gáfum við ísraelska laginu fjölmörg stig og neituðum auðvitað að láta neikvæða og misvísandi pólitíska umræðu varpa skugga á skemmtilega keppni sem leggur áherslu á að sameina þjóðir - ekki sundra þeim.Verðlaunum góð verk Mér fannst þá einnig vænt um að sjá Ísrael gefa Þjóðverjum fjölmörg stig. Ísraelar hafa greinilega ákveðið að leyfa hatri og særindum fortíðar ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að sættast og byggja brýr milli þjóðanna. Fyrirgefningin er nefnilega ótrúlega öflugt vopn gegn biturleika og hatri. Er ekki einmitt skynsamlegra að verðlauna góð verk og hvetja fólk til dáða þegar það sendir frá sér skýr skilaboð í þágu mannréttinda? Ef við refsum fólki í sífellu fyrir jákvætt framtak gerum við lítið annað en að hella olíu á eld ófriðar.Velkomin á Vesturbakkann Í yfirlýsingu FÍP er enn og aftur dregin upp ákveðin hörmungarmynd af því hvernig er að búa í Palestínu, sem reyndar er að mínu mati vafasöm tilraun til að hneyksla Íslendinga og vekja innistæðulausa reiði í garð Ísraela. Það er auðvelt að mála dökkar myndir af aðstæðum sem fólk, sem ekki hefur heimsótt landið og kannað raunverulegar aðstæður, gleypir auðveldlega við án athugasemda. Af eigin raun er upplifun mín allt önnur en sú sem framsett er af félagsmönnum. Ég er sjálfur nýkominn frá ferðalagi til Palestínu, Vesturbakkanum nánar tiltekið, og þar er ástandið engan veginn eins og félagsmenn lýsa því. Sjálfur var ég þar í fylgd heimamanns og ræddi við ýmsa íbúa þar og var augljóst að þarna ríkti friður og virðing meðal manna - kristnir og múslimar búa þar t.d. í sátt og samlyndi. Þar sá ég heldur enga ísraelska hermenn sparka í börn eða öskra á aldraða. Þeir voru hvergi sjáanlegir og engin von á þeim samkvæmt heimamönnum.Ekki trúa öllu Staðreyndin er sú að hlutir eru oft teknir úr samhengi; rangar eða ófullnægjandi upplýsingar eru settar fram í fjölmiðlum og ýmsar vafasamar grýlusögur verða til í kjölfarið. Maður á ekki að trúa öllu sem maður les eða heyrir. Það varð mér ljósara en nokkru sinni fyrr á ferðalagi mínu um Ísrael og Palestínu um daginn. Ég sá fjölda túrista á ferð á Vesturbakkanum sem nutu alls þess góða sem landið hefur upp á að bjóða. Palestínumenn voru vinalegir og yndislegir og þakklátir fyrir að fá gesti frá öðrum löndum.Hryllingssögur hjálpa ekki Palestínskir borgarar á Vesturbakkanum eru ekki sáttir við það að settar séu fram falskar hörmungamyndir af landinu. Þeim finnst sárt hvernig félög eins og FÍP lýsa meintu hörmungaástandi landsins; sem verður eingöngu til þess að fólk þorir ekki að heimsækja Vesturbakkann. Þetta segja heimamenn sjálfir og afþakka þessa svokölluðu “hjálp” mannréttindafélaga sem fælir fólk frá landinu með hryllingssögum sínum. Það er palestínskum borgurum nauðsynlegt að ferðamenn komi á Vesturbakkann til að styrkja innviði landsins með því að ferðast um og versla fallega muni sem þar fást í fallegum og litríkum verslunum. Palestína hefur upp á miklu meira að bjóða en fólk grunar.Tortímendur tækifæranna Í stað þess að sniðganga lýðræðisríki á borð við Ísrael ættum við þvert á móti að forðast fordómafullar aðgerðir gegn friðelskandi þjóðum; aðgerðir sem mismuna fólki á grundvelli þjóðernis eða vinna gegn heilbrigðum og friðsamlegum samskiptum við önnur lýðræðisríki. Íþróttamaðurinn Rick Pitino hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði, „Forðastu neikvætt og svartsýnt fólk eins og pestina því það eru tortímendur tækifæranna.“ Í FÍP eru frábærir einstaklingar sem vilja án efa vel. Ég er þó ekki sammála aðferðafræði þeirra í baráttu fyrir friði og mannréttindum. Ég tel hana hættulega og alls ekki vænlega til vinnings. Ég verð að standa með sannfæringu minni og gagnrýna aðgerðir sem ég tel að leiði ekki til lausna, mannréttindasigra eða bættra samskipta á milli lýðræðisríkja. Það er því ljóst að ég get ekki að svo stöddu gefið FÍP 12 stig fyrir framlag sitt til söngvakeppninnar, heimsfriðar eða sjálfsagðra mannréttinda. En ég vona að framlög félagsins verði málefnalegri og á gæfusamlegri grunni reistar í framtíðinni. 90099-22...Atkvæði móttekið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun