Innlent

Fækkun í Borgarfirði er tímabundin

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar.
Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar.
„Það getur falist í því nokkur styrkleiki að vera með fámennan skóla því við höfum gott tækifæri á að fylgjast náið með okkar nemendum og veita þeim gott aðhald,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa aldrei verið færri nemendur í tíu ára sögu Menntaskóla Borgarfjarðar en nú. Fyrstu árin eftir að skólinn tók til starfa 2007 voru nemendurnir um 160. Síðan hafa þeir yfirleitt verið um 130 en eru 116 í dag að sögn Guðrúnar. Strax haustið 2019 muni staðan hins vegar breytast mikið.

„Þetta er ekki langtímafækkun,“ undirstrikar skólameistarinn. Skýringin á fækkuninni sé einfaldlega fjöldi barna í tilteknum árgöngum á upptökusvæði skólans. „Miðað við árganginn 2003 má búast við að nemendum fjölgi töluvert haustið 2019.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×