Innlent

Ofaldir hrafnar valda andvöku

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Kunna gott að meta.
Kunna gott að meta. vísir/gva
Kvartað hefur verið til Heilbrigðiseftirlits Austurlands undan því að fólk fóðri hrafna í útjaðri Egilsstaða.

Í tilkynningu á vef Fljótsdalshéraðs kemur fram að gögn sem heilbrigðiseftirlitið hafi sýni að mikið af matarúrgangi sé borið út og að allt að tugur hrafna hópist þar að.

„Hrafnarnir halda sig í trjám og á ljósastaurum í norðurhluta bæjarins og bíða næstu fóðrunar, en krunka mikið fyrir birtingu og halda jafnvel vöku fyrir íbúum,“ segir í tilkynningunni. „Hér með er eindregið farið fram á að hrafnar séu ekki fóðraðir, a.m.k. ekki svo nálægt byggð. Villtum dýrum er eðlilegt að afla sér fæðu af eigin rammleik.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×