Myndbandið er hér neðst í fréttinni.
#1 Maybelline Fit me! Matte + Poreless Liquid foundation í litnum 115 Ivory borið á húð með blautum svamp
#2 Maybelline Fit me! Concealer í litnum 15 . Þetta er allra vinstælasti hyljarinn frá Maybelline sem er ofboðslega léttur og blandast vel saman við grunninn en hann er borinn á í þunnu lagi undir augu.
#3 Maybelline Master Strobing Stick Illuminating highlighter í litunum 100 light – iridescent og 200 medium – nude glow. Litunum tveimur er blandað saman og bornir ofan á kinnbein og örlítið á nef.
#4 Maybelline Fit me! Pressed Powder í litnum Classic Ivory, létt púður borið á miðju andlits .
#4 Maybelline The city kits pink edge eye+cheek palette er glæný vara sem er á leið í verslanir, palletta sem inniheldur augnskugga og kinnaliti sem kemur í tveimur ólíkum litasamsetningum. Ljósi augnskugginn úr pallettunni er settur yfir allt augnlok. Brúntóna augnskuggi borinn út á ytri augnkrók og undir augnbein og meðfram neðri augnhárum
#7 Maybelline Lash Sensational Mascara er vinsælasti maskarinn frá Maybelline, greiður og aðskilur vel augnhárin. Tvö lög af honum er borin á augnhár.
#8 Mildi bleiki kinnaliturinn úr pallettunni er borinn í kinnar.
#9 Maybelline Super Stay Matte Ink í litnum 05 Loyalist, varalitur sem tollir lengi á er borinn á varir
Með þremur einföldum skrefum er hægt að ýkja þessa förðun:
10# Brúnn gel eyeliner borinn á efri vatnslínu til að skerpa augnsvipin
11# Stökum augnhárum komið fyrir á ytri augnkrók
12# Dökk brúnn augnskuggi borinn á ytri augnkrók til að dýpka ennfrekar undir augnbein
Mikilvægt er að bera maskara á augnhár til að blanda gervi og náttúrulegu augnhárunum saman.
Burstarnir sem voru mest notaðir voru þeir Real Techniques instapop cheek brush og Real Techniques mini medium sculpting brush.
