Enn ekki ljóst hversu margir létust Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 23:46 Viðbragðsaðilar njóta aðstoðar leitarhunda við björgunaraðgerðir á slysstað. Vísir/AFP Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum um klukkan 13:30 að staðartíma, eða um 17:30 að íslenskum tíma, í dag. Ljóst þykir að um nokkur dauðsföll er að ræða en viðbragðsaðilar vinna enn björgunarstarf á vettvangi.Fréttastofa CNN hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að a.m.k. einn sé látinn. Þá tjáði öldungardeildarþingmaðurinn Bill Nelson blaðamönnum að tala látinna væri á bilinu 6-10, að því er fram kemur í frétt BBC. Yfirvöldum og viðbragðsaðilum kemur þó saman um að nokkrir hafi látist. Þá hafa tíu verið fluttir á Kendall Regional-sjúkrahússið í grennd við slysstað, að sögn Marks McKenney, forstöðumanns sjúkrahússins, og eru tvö þeirra í lífshættu. Þá er talið að fleiri slasaðir hafi verið fluttir á önnur sjúkrahús í nágrenninu.Witnesses to the pedestrian bridge collapse on Florida International University Miami campus say they "didn't hear anything, didn't see anything, it just fell." https://t.co/3kekuhfTgx pic.twitter.com/pofrpR7U94— ABC News (@ABC) March 15, 2018 Slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar halda áfram björgunarstarfi á vettvangi fram eftir kvöldi en ekki er vitað hvort fólk sé enn fast undir rústunum. Samkvæmt frétt BBC voru a.m.k. átta bifreiðar undir brúnni þegar hún hrundi. Þá virðast einhverjir iðnaðarmenn hafa verið við störf á brúnni þegar hún hrundi, að því er fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar, en ekki hefur fengist staðfest hversu margir þeir voru. Fjölmiðlar ytra hafa margið rætt við vitni að hamförunum en þau segja öll aðstæður hafa verið hryllilegar á vettvangi. „Ég heyrði gríðarlegan hvell, mér heyrðist hann vera stöðugur. Við horfðum út, við héldum að eitthvað hefði dottið en þá var það brúin sem hrundi. Þetta var óraunverulegt og mjög óhugnanlegt,“ sagði eitt vitnanna, Damany Reed, í samtali við CBS-fréttastofuna.Frá vettvangi í Miami í dag.Vísir/AFPGöngubrúin, sem vegur um 950 tonn, liggur yfir mikla umferðargötu og tengir saman háskólabyggingu Alþjóðaháskólans í Flórída og íbúðir nemenda. Hún var nýreist, raunar hafði hún aðeins staðið síðan á laugardag, og ekki stóð til að klára byggingu hennar fyrr en árið 2019. Þá hefur komið fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést. Tengdar fréttir Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum um klukkan 13:30 að staðartíma, eða um 17:30 að íslenskum tíma, í dag. Ljóst þykir að um nokkur dauðsföll er að ræða en viðbragðsaðilar vinna enn björgunarstarf á vettvangi.Fréttastofa CNN hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að a.m.k. einn sé látinn. Þá tjáði öldungardeildarþingmaðurinn Bill Nelson blaðamönnum að tala látinna væri á bilinu 6-10, að því er fram kemur í frétt BBC. Yfirvöldum og viðbragðsaðilum kemur þó saman um að nokkrir hafi látist. Þá hafa tíu verið fluttir á Kendall Regional-sjúkrahússið í grennd við slysstað, að sögn Marks McKenney, forstöðumanns sjúkrahússins, og eru tvö þeirra í lífshættu. Þá er talið að fleiri slasaðir hafi verið fluttir á önnur sjúkrahús í nágrenninu.Witnesses to the pedestrian bridge collapse on Florida International University Miami campus say they "didn't hear anything, didn't see anything, it just fell." https://t.co/3kekuhfTgx pic.twitter.com/pofrpR7U94— ABC News (@ABC) March 15, 2018 Slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar halda áfram björgunarstarfi á vettvangi fram eftir kvöldi en ekki er vitað hvort fólk sé enn fast undir rústunum. Samkvæmt frétt BBC voru a.m.k. átta bifreiðar undir brúnni þegar hún hrundi. Þá virðast einhverjir iðnaðarmenn hafa verið við störf á brúnni þegar hún hrundi, að því er fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar, en ekki hefur fengist staðfest hversu margir þeir voru. Fjölmiðlar ytra hafa margið rætt við vitni að hamförunum en þau segja öll aðstæður hafa verið hryllilegar á vettvangi. „Ég heyrði gríðarlegan hvell, mér heyrðist hann vera stöðugur. Við horfðum út, við héldum að eitthvað hefði dottið en þá var það brúin sem hrundi. Þetta var óraunverulegt og mjög óhugnanlegt,“ sagði eitt vitnanna, Damany Reed, í samtali við CBS-fréttastofuna.Frá vettvangi í Miami í dag.Vísir/AFPGöngubrúin, sem vegur um 950 tonn, liggur yfir mikla umferðargötu og tengir saman háskólabyggingu Alþjóðaháskólans í Flórída og íbúðir nemenda. Hún var nýreist, raunar hafði hún aðeins staðið síðan á laugardag, og ekki stóð til að klára byggingu hennar fyrr en árið 2019. Þá hefur komið fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.
Tengdar fréttir Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36