Aðeins ein kona á sæti í fimm manna stjórn Bændasamtakanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála. VÍSIR/PJETUR Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira