Lífið

Eric Cantona á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Eric Cantona ræðir hér við meðlimi Tólfunnar á Ölveri fyrr í dag.
Eric Cantona ræðir hér við meðlimi Tólfunnar á Ölveri fyrr í dag.
Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona er staddur hér á landi við vinnslu á þætti um íslenskan fótbolta og velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Cantona er hér á vegum Eurosport en á ferð sinni um landið mun hann hitta fyrir einstaklinga sem tengjast íslenskum fótbolta og reyna að fá upp úr þeim hvað býr að baki þessari mikilli velgengni.

Hann sást á sportbarnum Ölveri í Reykjavík fyrr í dag þar sem hann ræddi við meðlimi stuðningssveitar íslenska landsliðsins, Tólfunnar. Stuðningssveitin kemur jafnan saman á Ölveri fyrir heimaleiki íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli og fór Cantona yfir með þeim hvernig þeir bera sig að við að styðja liðið. Má ætla að Cantona spyrji Tólfu-meðlimi út í Víkingaklappið heimsfræga.

Búist er við að Cantona verði hér á landi eitthvað fram yfir helgi en hann mun meðal annars kanna knattspyrnuhallir og annan aðbúnað íslenskra knattspyrnumanna. Í þessum sama þætti mun Cantona einnig kanna velgengni knattspyrnumanna frá Perú og Senegal sem verða eins og Ísland á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í Rússlandi í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.