Valur spilar úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Víkinni vegna árshátíðar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. mars 2018 15:00 Valur hefur verið í efstu sætunum í Olís deild kvenna lungan úr tímabilinu og getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með stigi gegn Haukum. Vísir/Vilhelm Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið. Mikið er um að veislur og viðburðir séu haldin í Valsheimilinu og sú staða kom upp að salurinn var bókaður á laugardaginn og því var þessi stórleikur færður í Víkina, heimavöll Víkings R. „Því miður þá kom upp sú staða að við vorum með bókaða árshátíð hér í tæpt ár í húsinu á þessum tíma en það kom ekki upp fyrr en í janúar að við myndum eiga leik á heimavelli á þessum degi,“ sagði Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi í dag. „Við reyndum allt til þess að fresta umferðinni fram á sunnudag sem var hafnað af HSÍ. Reyndum allt til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu en því miður þá tókst það ekki.“ „Við erum í þeirri stöðu að reyna að ná í tekjur og gátum ekki brotið samninga okkar við þá sem leigja höllina á þessum tíma.“ Leikurinn fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn en salurinn er bókaður allan daginn, í ráðstefnu um daginn og svo árshátíð að kvöldi til. Loka umferð deildarinnar verður að vera leikin öll á sama tíma og því er ekki hægt að færa bara þennan eina leik. Ágúst Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs Vals, vildi lítið tjá sig um málið. „Auðvitað hefði verið best að spila leikinn í Valsheimilinu, það eru allir sammála um það, en þeta er niðurstaðan og við tökum henni,“ sagði Ágúst. Leikur Vals og Hauka verður í beinni útsendingu úr Víkinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 13:20. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið. Mikið er um að veislur og viðburðir séu haldin í Valsheimilinu og sú staða kom upp að salurinn var bókaður á laugardaginn og því var þessi stórleikur færður í Víkina, heimavöll Víkings R. „Því miður þá kom upp sú staða að við vorum með bókaða árshátíð hér í tæpt ár í húsinu á þessum tíma en það kom ekki upp fyrr en í janúar að við myndum eiga leik á heimavelli á þessum degi,“ sagði Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi í dag. „Við reyndum allt til þess að fresta umferðinni fram á sunnudag sem var hafnað af HSÍ. Reyndum allt til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu en því miður þá tókst það ekki.“ „Við erum í þeirri stöðu að reyna að ná í tekjur og gátum ekki brotið samninga okkar við þá sem leigja höllina á þessum tíma.“ Leikurinn fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn en salurinn er bókaður allan daginn, í ráðstefnu um daginn og svo árshátíð að kvöldi til. Loka umferð deildarinnar verður að vera leikin öll á sama tíma og því er ekki hægt að færa bara þennan eina leik. Ágúst Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs Vals, vildi lítið tjá sig um málið. „Auðvitað hefði verið best að spila leikinn í Valsheimilinu, það eru allir sammála um það, en þeta er niðurstaðan og við tökum henni,“ sagði Ágúst. Leikur Vals og Hauka verður í beinni útsendingu úr Víkinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 13:20.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00