Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 19:36 Að sögn lögreglu á svæðinu eru nokkrir látnir. Vísir/AFP Göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í dag. Að sögn lögreglu á svæðinu eru einhverjir látnir en brúin, sem liggur milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, er nýreist. Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut, en enn átti eftir að taka hana í notkun. Eins og áður sagði er brúin staðsett á lóð Alþjóðaháskólans í Flórída og segir í tilkynningu frá skólanum að viðbragðsaðilar vinni nú björgunarstarf á vettvangi. „Við erum harmi slegin vegna hinna hörmulega atburða sem áttu sér stað við FIU-Sweetwater-göngubrúna,” segir enn fremur í tilkynningu. Vitni að hamförunum sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að „hryllleg“ öskur heyrðust úr bílum sem væru fastir undir brúnni sem er talin vega um 950 tonn. Um er að ræða a.m.k. fimm ökutæki. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Sarah Sanders, hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi verið gert viðvart um slysið. Þá er ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, einnig meðvitaður um það og mun leggja leið sína til Miami innan skamms.I have spoken with Miami-Dade County Police Chief Juan Perez about the pedestrian bridge collapse at FIU. I will be in constant communication with law enforcement throughout the day.— Rick Scott (@FLGovScott) March 15, 2018 Gert var ráð fyrir að brúin yrði tilbúin árið 2019 en hún liggur yfir umferðarþunga götu. Í frétt BBC kemur fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.Fréttin hefur verið uppfærð.Family and friends of the injured or killed are being gathered inside an unknown classroom at @FIU where they'll meet with police chaplains. @MiamiHerald pic.twitter.com/AO3Cg3rXDu— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Police sources telling me “possibly 5 dead so far.” On scene: Miami-Dade, Doral, Sweetwater and state police. Chaplains are in route. @MiamiHerald pic.twitter.com/2qngfMwVjB— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Bandaríkin Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í dag. Að sögn lögreglu á svæðinu eru einhverjir látnir en brúin, sem liggur milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, er nýreist. Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut, en enn átti eftir að taka hana í notkun. Eins og áður sagði er brúin staðsett á lóð Alþjóðaháskólans í Flórída og segir í tilkynningu frá skólanum að viðbragðsaðilar vinni nú björgunarstarf á vettvangi. „Við erum harmi slegin vegna hinna hörmulega atburða sem áttu sér stað við FIU-Sweetwater-göngubrúna,” segir enn fremur í tilkynningu. Vitni að hamförunum sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að „hryllleg“ öskur heyrðust úr bílum sem væru fastir undir brúnni sem er talin vega um 950 tonn. Um er að ræða a.m.k. fimm ökutæki. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Sarah Sanders, hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi verið gert viðvart um slysið. Þá er ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, einnig meðvitaður um það og mun leggja leið sína til Miami innan skamms.I have spoken with Miami-Dade County Police Chief Juan Perez about the pedestrian bridge collapse at FIU. I will be in constant communication with law enforcement throughout the day.— Rick Scott (@FLGovScott) March 15, 2018 Gert var ráð fyrir að brúin yrði tilbúin árið 2019 en hún liggur yfir umferðarþunga götu. Í frétt BBC kemur fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.Fréttin hefur verið uppfærð.Family and friends of the injured or killed are being gathered inside an unknown classroom at @FIU where they'll meet with police chaplains. @MiamiHerald pic.twitter.com/AO3Cg3rXDu— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Police sources telling me “possibly 5 dead so far.” On scene: Miami-Dade, Doral, Sweetwater and state police. Chaplains are in route. @MiamiHerald pic.twitter.com/2qngfMwVjB— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018
Bandaríkin Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira