Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 09:22 Ólafur Jóhannesson tók við Val árið 2014 og gerði þá að Íslandsmeisturum á síðasta tímabili. vísir/anton brink Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Ólafur rifjaði upp fræg úrslit í leik í 1. deild karla árið 2013 í netþættinum Návígi, þætti Gunnlaugs Jónssonar á Fótbolta.net, þegar Víkingur Reykjavík vann Völsung, 16-0, í næstsíðustu umferð tímabilsins. „Það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt,“ sagði Ólafur sem var þá þjálfari Hauka. Fjölnir vann deildina þetta tímabilið á 43 stigum. Víkingur, Haukar og Grindavík komu næst með 42 stig en Víkingar komust upp með Fjölnismönnu á markatölu. „Enda hefur Ólafur Þórðarson [þáverandi þjálfari Víkings] sagt að hann skildi ekki hvað var í gangi í þeim leik. Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í það. Kannski vegna þess að það hentar ekki,“ sagði Ólafur. „Ég vil meina að það hafi verið búið að semja um þennan leik. Að einhverjir hafi verið búnir að semja um leikinn. Ég þori að standa við það,“ sagði Ólafur og bendir á framferði þeirra leikmanna sem fengu rauð spjöld í leiknum, þeirra Guðmundar Óla Steingrímssonar og Hrannars Björns Steingrímssonar. Víkingur R. sendi strax frá sér yfirlýsingu og sendi svo inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018. Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 13. mars 2018 að sekta Knattspyrnudeild Vals, í ljósi alvarleika brotins, um kr. 100.000,- vegna ummæla Ólafs í framangreindu útvarpsviðtali. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Ólafur rifjaði upp fræg úrslit í leik í 1. deild karla árið 2013 í netþættinum Návígi, þætti Gunnlaugs Jónssonar á Fótbolta.net, þegar Víkingur Reykjavík vann Völsung, 16-0, í næstsíðustu umferð tímabilsins. „Það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt,“ sagði Ólafur sem var þá þjálfari Hauka. Fjölnir vann deildina þetta tímabilið á 43 stigum. Víkingur, Haukar og Grindavík komu næst með 42 stig en Víkingar komust upp með Fjölnismönnu á markatölu. „Enda hefur Ólafur Þórðarson [þáverandi þjálfari Víkings] sagt að hann skildi ekki hvað var í gangi í þeim leik. Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í það. Kannski vegna þess að það hentar ekki,“ sagði Ólafur. „Ég vil meina að það hafi verið búið að semja um þennan leik. Að einhverjir hafi verið búnir að semja um leikinn. Ég þori að standa við það,“ sagði Ólafur og bendir á framferði þeirra leikmanna sem fengu rauð spjöld í leiknum, þeirra Guðmundar Óla Steingrímssonar og Hrannars Björns Steingrímssonar. Víkingur R. sendi strax frá sér yfirlýsingu og sendi svo inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018. Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 13. mars 2018 að sekta Knattspyrnudeild Vals, í ljósi alvarleika brotins, um kr. 100.000,- vegna ummæla Ólafs í framangreindu útvarpsviðtali.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39
Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00
Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15