Tónlist

Jófríður listamaður ársins hjá Grapevine

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir er listamaður ársins.
Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir er listamaður ársins. Magnús Andersen
Reykjavík Grapevine hefur tilkynnt hverjir báru sigur úr býtum á árlegum tónlistarverðlaunum fjölmiðilsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa í dag en verðlaunin verða afhent á Húrra í Tryggvagötu í kvöld þar sem Högni Egilsson mun taka lagið.

Eftirfarandi verðlaun voru veitt:

Listamaður ársins: Jófríður Ákadóttir

Hljómsveit ársins: Hatari

Plata ársins: Two trains, Högni Egilsson.

Lag ársins: joey Cypher með Joey Christ.

Vonarstjörnur (shout out): Alvia og Bára Gísladóttir

Minningarverðlaun: Subterranean

Tónlistarmaður sem vert er að fylgjast með: EinarIndra

Þið ættuð að hafa heyrt þetta: Sólveig Matthildur

Vinsælasta bandið: Hórmónar

Reykjavík Grapevine afhendir á hverju ári tónlistarverðlaun yfir það sem blaðinu og álitsgjöfum þess hefur þótt standa upp úr á árinu. Blaðið fékk þriggja manna dómnefnd til þess að aðstoða sig við valið. 

Í dómnefndinni voru þau Andrea Jónsdóttir, útvarpskona og rokkgoðsögn, Egill Tómasson, tónlistargúrú og starfsmaður Iceland Airwaves. Og svo Cheryl K. Ang hjá ÚTÓN.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×