Frysta ófrjóvgað egg í fyrsta sinn: „Ánægjulegt að hjálpa við að vernda frjósemi“ Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 21:00 Fyrsta ófrjóvgaða eggið var fryst í dag. Snorri Einarsson segir að lengi hafi verið stefnt að þessu markmiði. Vísir/Anton Brink og IVF-klíníkin IVF-klíníkin í Reykjavík frysti í dag ófrjóvgað egg skjólstæðings sín til geymslu, í fyrsta sinn á Íslandi. „Þetta er búið að vera markmið hjá okkur lengi og við erum búin að vera að æfa okkur frá síðustu áramótum,“ segir Snorri Einarsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og bætir við að IVF-klíníkin hafi stefnt að þessu frá því ný tæknifrjóvgunardeild sænska fyrirtækisins IVF Sverige var stofnuð á Íslandi. Starfsmenn klíníkurinnar hafa æft sig og þar að auki segir Snorri að nýr fósturfræðingur sem býr yfir mikilli reynslu hafi verið fenginn til að leiða deildina. „Við erum núna komin með getuna, hæfileikana og starfsfólk á rannsóknarstofunni sem getur gert þetta.“Leið til að vernda frjósemi Snorri segir frysting ófrjóvgaðra eggja sé til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma, en að einnig sé þetta leið til þess að varðveita frjósemina af öðrum ástæðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp við þetta og einhvernveginn líka að fá hjálp við að trúa á framtíðina.“ „Stuttu fyrir jól kom þetta svolítið bratt upp á. Við lentum í því að þurfa að hjálpa tveimur konum sem því miður greindust með illkynja sjúkdóm og þurftu afar hratt á þessari aðstoð að halda. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þeim að vernda frjósemi sína sem getur annars verið í hættu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar sem framundan er,“ segir Snorri. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni því hérlendis hefur hingað til einungis staðið til boða að frysta frjóvguð egg. „Það eru alls ekki allar konur í þeirri stöðu að geta fryst frjóvguð egg. Sumar eru ekki með maka og aðrar í stöðugu sambandi við mann eða konu og þegar veikindi ber að garði þá þarf oft að taka ákvörðun mjög hratt um það hvort eigi að frjóvga eggið með sæði makans, eða með gjafasæði. Það er ekki beinlínis auðveld staða og þetta er leið til þess að varðveita frjósemi sína á annan hátt,“ segir Snorri. Frysting ófrjóvgaðra eggja er flóknari en frysting fósturvísa og einnig er mun auðveldara að frysta sæði karla að sögn Snorra. „Hingað til hafa karlar getað gert það að láta frysta sæðið, það eru mun aðgengilegri frumur og svo er líka mun auðveldara að frysta þær því þær eru miklum mun minni,“ segir Snorri og bendir á að egg kvenna eru um 0,1 millimetri að stærð og eru langsamlega stærstu stöku frumur líkamans af þessari tegund.Greiðsluþátttaka baráttumál fyrir sjúklinga Snorri segir að það sé mikið baráttumál fyrir þær konur sem vilja gangast undir þessa meðferð, vegna alvarlegra veikinda, að stjórnvöld taki þátt í greiðslum fyrir meðferðina. „Í dag er þetta greitt fyrir karla, það að frysta sæði, og hefur lengi verið gert. Núna er það möguleiki hér að frysta ófrjóvguð egg og ég finn að það er vilji hjá stjórnvöldum og stofnunum að gera eitthvað í þessu,“ segir Snorri. IVF-klíníkin er ekki búin að ákveða fast verð fyrir þessa meðferð en Snorri segir að meðferðin sé mjög sambærileg við glasafrjóvgun. „Í raun er þetta meirihlutinn af glasafrjóvgunarmeðferð og mun kosta hátt í það sem slík meðferð kostar.“ „Við vonum svo sannarlega að þetta verði greitt fyrir fólk í þessari stöðu. Þetta eru dýrar meðferðir, það er mikið að fólki sem kemur að þessu og flókin tæki, auk þess dýr lyf. Þessir sjúklingar eru í einstaklega viðkvæmri stöðu og það er ferlegt fyrir þetta fólk að lenda í því að þurfa að borga þetta líka,“ segir Snorri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
IVF-klíníkin í Reykjavík frysti í dag ófrjóvgað egg skjólstæðings sín til geymslu, í fyrsta sinn á Íslandi. „Þetta er búið að vera markmið hjá okkur lengi og við erum búin að vera að æfa okkur frá síðustu áramótum,“ segir Snorri Einarsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og bætir við að IVF-klíníkin hafi stefnt að þessu frá því ný tæknifrjóvgunardeild sænska fyrirtækisins IVF Sverige var stofnuð á Íslandi. Starfsmenn klíníkurinnar hafa æft sig og þar að auki segir Snorri að nýr fósturfræðingur sem býr yfir mikilli reynslu hafi verið fenginn til að leiða deildina. „Við erum núna komin með getuna, hæfileikana og starfsfólk á rannsóknarstofunni sem getur gert þetta.“Leið til að vernda frjósemi Snorri segir frysting ófrjóvgaðra eggja sé til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma, en að einnig sé þetta leið til þess að varðveita frjósemina af öðrum ástæðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp við þetta og einhvernveginn líka að fá hjálp við að trúa á framtíðina.“ „Stuttu fyrir jól kom þetta svolítið bratt upp á. Við lentum í því að þurfa að hjálpa tveimur konum sem því miður greindust með illkynja sjúkdóm og þurftu afar hratt á þessari aðstoð að halda. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þeim að vernda frjósemi sína sem getur annars verið í hættu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar sem framundan er,“ segir Snorri. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni því hérlendis hefur hingað til einungis staðið til boða að frysta frjóvguð egg. „Það eru alls ekki allar konur í þeirri stöðu að geta fryst frjóvguð egg. Sumar eru ekki með maka og aðrar í stöðugu sambandi við mann eða konu og þegar veikindi ber að garði þá þarf oft að taka ákvörðun mjög hratt um það hvort eigi að frjóvga eggið með sæði makans, eða með gjafasæði. Það er ekki beinlínis auðveld staða og þetta er leið til þess að varðveita frjósemi sína á annan hátt,“ segir Snorri. Frysting ófrjóvgaðra eggja er flóknari en frysting fósturvísa og einnig er mun auðveldara að frysta sæði karla að sögn Snorra. „Hingað til hafa karlar getað gert það að láta frysta sæðið, það eru mun aðgengilegri frumur og svo er líka mun auðveldara að frysta þær því þær eru miklum mun minni,“ segir Snorri og bendir á að egg kvenna eru um 0,1 millimetri að stærð og eru langsamlega stærstu stöku frumur líkamans af þessari tegund.Greiðsluþátttaka baráttumál fyrir sjúklinga Snorri segir að það sé mikið baráttumál fyrir þær konur sem vilja gangast undir þessa meðferð, vegna alvarlegra veikinda, að stjórnvöld taki þátt í greiðslum fyrir meðferðina. „Í dag er þetta greitt fyrir karla, það að frysta sæði, og hefur lengi verið gert. Núna er það möguleiki hér að frysta ófrjóvguð egg og ég finn að það er vilji hjá stjórnvöldum og stofnunum að gera eitthvað í þessu,“ segir Snorri. IVF-klíníkin er ekki búin að ákveða fast verð fyrir þessa meðferð en Snorri segir að meðferðin sé mjög sambærileg við glasafrjóvgun. „Í raun er þetta meirihlutinn af glasafrjóvgunarmeðferð og mun kosta hátt í það sem slík meðferð kostar.“ „Við vonum svo sannarlega að þetta verði greitt fyrir fólk í þessari stöðu. Þetta eru dýrar meðferðir, það er mikið að fólki sem kemur að þessu og flókin tæki, auk þess dýr lyf. Þessir sjúklingar eru í einstaklega viðkvæmri stöðu og það er ferlegt fyrir þetta fólk að lenda í því að þurfa að borga þetta líka,“ segir Snorri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00
Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00