Snorri Steinn: Fannst ég ekki umturna leiknum Einar Sigurvinsson skrifar 8. febrúar 2018 22:24 Snorri Steinn í leik á dögunum. vísir/anton „Vonbrigði með að tapa og gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna. Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson spilandi þjálfari Vals eftir að hans lið féll út úr bikarnum gegn Haukum í kvöld. „Það er eins og gengur og gerist, hitt og þetta sem veldur því, en það svíður ennþá meira að hafa ekki veitt Haukum smá keppni“. Valsmönnum gekk illa að finna leiðir í gegnum vörn Hauka og höfðu til að mynda aðeins skorað tvö mörk þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. „Leikurinn byrjaði eins og við var að búast. Bæði lið voru þétt fyrir og það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, Haukar kannski aðeins meira að fá einhver mörk. Það var ekkert að valda mér allt of miklum áhyggjum, það er aðallega leikurinn á heildina litið sem truflar mig.“ Sóknarleikur Vals batnaði töluvert eftir að Snorri Steinn kom sjálfur inn á. Hefði hann átt að koma inn á fyrr? „Mér fannst ég ekkert umturna leiknum, ég veit það ekki, ég þarf bara að skoða það aftur. En það er eflaust ágætis punktur og ég velti því alveg fyrir mér. En Maggi var frábær í síðasta leik og mér fannst bara eðlilegt að setja hann þarna fyrst þegar það gekk illa." Val hefur gengið ágætlega í Olís-deildinni í vetur og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Snorri vill þó meina að það sé mikill getumunur á hans liði og öðrum liðum deildarinnar. „Ef ég á að vera á að vera hreinskilinn þá eru lið þarna sem eru bara skrefinu á undan okkur hvað varðar gæði. Mér finnst vanta upp á fullt af hlutum hjá okkur. Ég ætla bara að horfa sem minnst á töfluna og frekar horfa í frammistöðuna. Hún þarf að vera betri til þess að við nálgumst þessi lið sem eru fyrir ofan okkur.“ Snorri Steinn telur að Haukar séu einfaldlega skrefinu á undan Valsliðinu í dag. „Hvernig fór leikurinn? Úrslitin ljúga aldrei, það er bara þannig. Þú ert bara dæmdur af síðasta leik. Ef þú tapar með sjö mörkum þá eru Haukarnir bara betri en við, það segir sig sjálft,“ sagði svekktur Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
„Vonbrigði með að tapa og gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna. Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson spilandi þjálfari Vals eftir að hans lið féll út úr bikarnum gegn Haukum í kvöld. „Það er eins og gengur og gerist, hitt og þetta sem veldur því, en það svíður ennþá meira að hafa ekki veitt Haukum smá keppni“. Valsmönnum gekk illa að finna leiðir í gegnum vörn Hauka og höfðu til að mynda aðeins skorað tvö mörk þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. „Leikurinn byrjaði eins og við var að búast. Bæði lið voru þétt fyrir og það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, Haukar kannski aðeins meira að fá einhver mörk. Það var ekkert að valda mér allt of miklum áhyggjum, það er aðallega leikurinn á heildina litið sem truflar mig.“ Sóknarleikur Vals batnaði töluvert eftir að Snorri Steinn kom sjálfur inn á. Hefði hann átt að koma inn á fyrr? „Mér fannst ég ekkert umturna leiknum, ég veit það ekki, ég þarf bara að skoða það aftur. En það er eflaust ágætis punktur og ég velti því alveg fyrir mér. En Maggi var frábær í síðasta leik og mér fannst bara eðlilegt að setja hann þarna fyrst þegar það gekk illa." Val hefur gengið ágætlega í Olís-deildinni í vetur og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Snorri vill þó meina að það sé mikill getumunur á hans liði og öðrum liðum deildarinnar. „Ef ég á að vera á að vera hreinskilinn þá eru lið þarna sem eru bara skrefinu á undan okkur hvað varðar gæði. Mér finnst vanta upp á fullt af hlutum hjá okkur. Ég ætla bara að horfa sem minnst á töfluna og frekar horfa í frammistöðuna. Hún þarf að vera betri til þess að við nálgumst þessi lið sem eru fyrir ofan okkur.“ Snorri Steinn telur að Haukar séu einfaldlega skrefinu á undan Valsliðinu í dag. „Hvernig fór leikurinn? Úrslitin ljúga aldrei, það er bara þannig. Þú ert bara dæmdur af síðasta leik. Ef þú tapar með sjö mörkum þá eru Haukarnir bara betri en við, það segir sig sjálft,“ sagði svekktur Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti