Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 12:19 Schumer (t.v.) og McConnell (t.h.) lýsa samkomulaginu sem vísi að þverpólitískri samstöðu sem hefur verið af skornum skammti á Bandaríkjaþingi síðustu árin. Vísir/AFP Útgöld ríkissjóðs Bandaríkjanna aukast um 500 milljarða dollar næstu tvö árin samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar repúblikana og demókrata hafa náð á Bandaríkjaþingi. Harðlínumenn úr röðum repúblikana finna samkomulaginu hins vegar flest til foráttu. Frestur til að samþykkja áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á miðnætti. Bandaríkjaþing hefur undanfarna mánuði ítrekað samþykkt bráðabirgðaráðstafanir til að halda rekstri þeirra gangandi eftir að þingheimi tókst ekki að ná samstöðu um fjárlög áður en síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Samkomulagið sem leiðtogar flokkanna tveggja hafa náð myndi binda enda á skammtímalausnir af því tagi í bili. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að fallast á skammtímafrumvarp til að reyna að knýja á um lausn fyrir innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra og lýkur henni í byrjun mars. Um nokkurn viðsnúning er að ræða af hálfu repúblikana sem hafa varið síðasta áratugnum í að tala fyrir ráðdeild í ríkisrekstri. Frumvarpið nú myndi auka enn á fjárlagahalla ríkissjóðs Bandaríkjanna.„Nei, fjandinn hafi það“ Kveðið er á um stóraukin framlög til hermála sem Trump og repúblikanar hafa sóst eftir. Samkomulagið felur hins vegar einnig í sér aukin útgjöld til ýmissa málaflokka heima fyrir sem demókratar hafa krafist. Washington Post segir að samkomulagið njóti stuðnings Trump. Búist er við því að öldungadeildin greiði fyrst atkvæði um frumvarp þessa efnis síðdegis eða snemmkveldis. Fulltrúadeildin hefði þá aðeins örfáar klukkustundir til að afgreiða frumvarpið áður en fresturinn rennur út á miðnætti. Meirihluti er talinn fyrir frumvarpinu í öldungadeildinni en málið vandast þegar kemur að fulltrúadeildinni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þar eru fyrir á fleti harðlínumenn innan raða repúblikana sem eru andsnúnir auknum ríkisútgjöldum og vaxandi fjárlagahalla ríkisins. Repúblikanar hafa þegar bætt við fjárlagahallann með umfangsmiklum skattabreytingum sem þeir samþykktu í desember. Frumvarpið nú myndi auka enn á hallann og lýsa sumir repúblikanar því sem „skrímsli“. „Ég kýs ekki bara nei, ég kýs nei, fjandinn hafi það,“ segir Mo Brooks, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og félagi í svonefndum Frelsisþingflokki. Það er hópur um þrjátíu þingmanna í fulltrúadeildinni sem hefur gjarnan reynst forystu flokksins erfiður ljár í þúfu undanfarin ár.Pelosi las upp sögur innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í maraþonræðu á Bandaríkjaþingi í gær.Vísir/AFPFrjálslyndir demókratar einnig með böggum hildar Það eru þó ekki aðeins repúblikanar í fulltrúadeildinni sem eru ósáttir við samkomulagið. Sumir frjálslyndir demókratar hafa einnig lýst óánægju sinni með að forysta þeirra hafi fallið frá því að gera lausn fyrir skjólstæðinga DACA að skilyrði fyrir samþykkt fjárlaga. Þannig setti Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni líklega met, þegar hún hélt átta klukkustunda langa ræðu um innflytjendamál í þingsal í gær. Þar hét hún því að fella fjárlagafrumvarp sem fæli ekki í sér vernd fyrir skjólstæðinga DACA. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, féllst á að samþykkja bráðabirgðafjárlög í síðasta mánuði eftir þriggja daga lokun alríkisstofnana gegn loforði frá Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana, um að hann myndi láta greiða atkvæði um frumvarp um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga. Bandaríkin Tengdar fréttir Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Útgöld ríkissjóðs Bandaríkjanna aukast um 500 milljarða dollar næstu tvö árin samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar repúblikana og demókrata hafa náð á Bandaríkjaþingi. Harðlínumenn úr röðum repúblikana finna samkomulaginu hins vegar flest til foráttu. Frestur til að samþykkja áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á miðnætti. Bandaríkjaþing hefur undanfarna mánuði ítrekað samþykkt bráðabirgðaráðstafanir til að halda rekstri þeirra gangandi eftir að þingheimi tókst ekki að ná samstöðu um fjárlög áður en síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Samkomulagið sem leiðtogar flokkanna tveggja hafa náð myndi binda enda á skammtímalausnir af því tagi í bili. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að fallast á skammtímafrumvarp til að reyna að knýja á um lausn fyrir innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra og lýkur henni í byrjun mars. Um nokkurn viðsnúning er að ræða af hálfu repúblikana sem hafa varið síðasta áratugnum í að tala fyrir ráðdeild í ríkisrekstri. Frumvarpið nú myndi auka enn á fjárlagahalla ríkissjóðs Bandaríkjanna.„Nei, fjandinn hafi það“ Kveðið er á um stóraukin framlög til hermála sem Trump og repúblikanar hafa sóst eftir. Samkomulagið felur hins vegar einnig í sér aukin útgjöld til ýmissa málaflokka heima fyrir sem demókratar hafa krafist. Washington Post segir að samkomulagið njóti stuðnings Trump. Búist er við því að öldungadeildin greiði fyrst atkvæði um frumvarp þessa efnis síðdegis eða snemmkveldis. Fulltrúadeildin hefði þá aðeins örfáar klukkustundir til að afgreiða frumvarpið áður en fresturinn rennur út á miðnætti. Meirihluti er talinn fyrir frumvarpinu í öldungadeildinni en málið vandast þegar kemur að fulltrúadeildinni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þar eru fyrir á fleti harðlínumenn innan raða repúblikana sem eru andsnúnir auknum ríkisútgjöldum og vaxandi fjárlagahalla ríkisins. Repúblikanar hafa þegar bætt við fjárlagahallann með umfangsmiklum skattabreytingum sem þeir samþykktu í desember. Frumvarpið nú myndi auka enn á hallann og lýsa sumir repúblikanar því sem „skrímsli“. „Ég kýs ekki bara nei, ég kýs nei, fjandinn hafi það,“ segir Mo Brooks, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og félagi í svonefndum Frelsisþingflokki. Það er hópur um þrjátíu þingmanna í fulltrúadeildinni sem hefur gjarnan reynst forystu flokksins erfiður ljár í þúfu undanfarin ár.Pelosi las upp sögur innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í maraþonræðu á Bandaríkjaþingi í gær.Vísir/AFPFrjálslyndir demókratar einnig með böggum hildar Það eru þó ekki aðeins repúblikanar í fulltrúadeildinni sem eru ósáttir við samkomulagið. Sumir frjálslyndir demókratar hafa einnig lýst óánægju sinni með að forysta þeirra hafi fallið frá því að gera lausn fyrir skjólstæðinga DACA að skilyrði fyrir samþykkt fjárlaga. Þannig setti Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni líklega met, þegar hún hélt átta klukkustunda langa ræðu um innflytjendamál í þingsal í gær. Þar hét hún því að fella fjárlagafrumvarp sem fæli ekki í sér vernd fyrir skjólstæðinga DACA. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, féllst á að samþykkja bráðabirgðafjárlög í síðasta mánuði eftir þriggja daga lokun alríkisstofnana gegn loforði frá Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana, um að hann myndi láta greiða atkvæði um frumvarp um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36
Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29