Stórkostlegt gáleysi FH-ingsins staðfest af Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 15:48 Harjit Delay, til vinstri, féll um þrjá metra á Þórsvellinum árið 2014. Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15