Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2018 10:40 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line greinir frá því í fréttatilkynningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn en fyrirtækið kærði áform Isavia um hækkun gjalds þann 10. janúar síðastliðinn. Nú hafi Gray Line borist afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsett 6. febrúar. Isavia tilkynnti þann 1. desember síðastliðinn að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíl.Verðhækkun á farþegaflutningum „Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Samkeppniseftirlitið óskar eftir að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila,“ segir í tilkynningunni frá Gray Line. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line greinir frá því í fréttatilkynningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn en fyrirtækið kærði áform Isavia um hækkun gjalds þann 10. janúar síðastliðinn. Nú hafi Gray Line borist afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsett 6. febrúar. Isavia tilkynnti þann 1. desember síðastliðinn að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíl.Verðhækkun á farþegaflutningum „Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Samkeppniseftirlitið óskar eftir að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila,“ segir í tilkynningunni frá Gray Line.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45
Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45