Eftirhrunssaga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of?
36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun