Innlent

Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í dag var gestum boðið að fagna opnun á nýrri Neyðarmóttöku sem er stærri, nær bráðadeildinni og hönnuð í samstarfi við arkitekt með tilliti til þarfa brotaþola.

Herbergið er nú hlýlegra, hægt er að aðskilja skoðunarrými og viðtalsrými og brotaþolar þurfa ekki að færa sig milli staða fyrir skoðanir, skýrslutöku eða viðtöl.

„Hérna er aðstaða fyrir réttargæslumenn til að hitta brotaþola, lögreglu, læknar geta gert skoðun hér og bráðalæknar ef það þarf," segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar.

Einnig hafa öryggismál verið bætt og aukið við geymslurými svo hægt er að geyma blóðsýni og réttarfarsleg gögn í sex mánuði en áður var eingöngu hægt að geyma þau í níu vikur.

„Það er alltaf betra að fara sem fyrst í kæruferli en þetta gefur brotaþola þó aðeins meiri umhugsunarfrest," segir Hrönn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×