Jakob Möller situr áfram og metur dómaraefni í næstu umferð Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2018 10:15 Jakob Möller formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti sem starfar samkvæmt lögum um dómstóla. Jakob Möller hefur verið valinn af Hæstarétti Íslands til að vera settur formaður dómnefndar um hæfni umsækjanda um dómaraembætti vegna skipunar eins dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var 17. nóvember. Gunnlaugur Claessen og Greta Baldursdóttir víkja sæti úr nefndinni „vegna tímabundinna anna.“ Þetta kemur fram í tölvupósti til umsækjenda um dómaraembættið sem fréttastofan hefur undir höndum. Þess má geta að Gunnlaugur Claessen lét af störfum sem hæstaréttardómari í ágúst 2013 sökum aldurs og er í reynd sestur í helgan stein. Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Á meðal umsækjenda eru margir þeir sömu og sóttu um dómaraembætti við síðustu skipun. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. Í tölvupósti sem barst umsækjendum í gær segir: „Upplýst er um að Gunnlaugur Claessen, formaður nefndarinnar, og Greta Baldursdóttir, varamaður hans, hafa bæði vikið sæti við meðferð málsins fyrst og fremst vegna tímabundinna anna. Í því ljósi óskaði ráðuneytið þess að Hæstiréttur Íslands tilnefndi einstakling til að taka sæti í dómnefndinni ad hoc við meðferð málsins. Samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar hefur dómsmálaráðherra sett Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmann, sem formann dómnefndarinnar við meðferð málsins.“ Þá er greint frá því að Óskar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, hafi einnig vikið sæti í nefndinni vegna tengsla við einn umsækjanda og tekur varamaður hans Guðrún Björk Bjarnadóttir, hæstaréttarlögmaður, sæti í nefndinni í hans stað. Aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir, dósent, Ragnheiður Harðardóttir, landsréttardómari, og Ragnhildur Helgadóttir, prófessor.Hæstiréttur Íslands virðist ekki telja að tilnefning Jakobs Möllers rýri trúverðugleika umsagnarferlisins eða það traust sem er talið nauðsynlegt að ríki um dómskerfið í landinu.Nokkur styr hefur staðið um síðustu umsögn dómnefndarinnar um umsækjendur um embætti héraðsdómara en þá var Jakob Möller einnig settur formaður nefndarinnar. Gerði Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, alvarlegar athugasemdir við umsögnina og taldi hana óskýra og illa rökstudda. Þá taldi hann svör nefndarinnar við fyrirspurn „gefa litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað.“ Gerði hann grein fyrir athugasemdum sínum í bréfi til nefndarinnar og lýsti óánægju með umsagnarferlið og svör nefndarinnar í öðru bréfi til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um leið og hann skipaði dómara í samræmi við umsögn nefndarinnar. Guðlaugur Þór sagði að hann teldi mikilvægt að skoða aðkomu leikmanna að umsagnarferlinu að danskri fyrirmynd til að draga úr hættu á „klíkumyndun í vali dómara.“ Dómsmálaráðherra brást við athugasemdum hans og sagði í viðtali að hún teldi mikilvægt að endurskoða reglurnar um störf dómnefndarinnar og eftir atvikum einnig ákvæði laga um dómstóla. Hæstiréttur Íslands virðist ekki telja að umfjöllun fjölmiðla og athugasemdir ráðherra rýri trúverðugleika umsagnarferlisins með Jakob Möller sem settan formann dómnefndarinnar í ljósi ákvörðunar um að tilnefna hann að nýju. Þá virðist rétturinn ekki heldur telja að það sé til þess fallið að draga úr trausti í garð dómskerfisins í landinu. Ekki liggur fyrir hvort tilteknir umsækjendur muni fara fram á að Jakob víki sæti vegna vanhæfis. Tengdar fréttir Guðlaugur Þór svarar Jakobi Möller: Aukaatriði hver sat við tölvuna og ritaði inn bréfið Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra sem skipaði átta héraðsdómara í gær, segir það aukaatriði í málinu hver hafi setið við tölvuna og ritað inn bréf sem hann sendi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunarinnar. 10. janúar 2018 10:21 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17 Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Jakob Möller hefur verið valinn af Hæstarétti Íslands til að vera settur formaður dómnefndar um hæfni umsækjanda um dómaraembætti vegna skipunar eins dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var 17. nóvember. Gunnlaugur Claessen og Greta Baldursdóttir víkja sæti úr nefndinni „vegna tímabundinna anna.“ Þetta kemur fram í tölvupósti til umsækjenda um dómaraembættið sem fréttastofan hefur undir höndum. Þess má geta að Gunnlaugur Claessen lét af störfum sem hæstaréttardómari í ágúst 2013 sökum aldurs og er í reynd sestur í helgan stein. Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Á meðal umsækjenda eru margir þeir sömu og sóttu um dómaraembætti við síðustu skipun. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. Í tölvupósti sem barst umsækjendum í gær segir: „Upplýst er um að Gunnlaugur Claessen, formaður nefndarinnar, og Greta Baldursdóttir, varamaður hans, hafa bæði vikið sæti við meðferð málsins fyrst og fremst vegna tímabundinna anna. Í því ljósi óskaði ráðuneytið þess að Hæstiréttur Íslands tilnefndi einstakling til að taka sæti í dómnefndinni ad hoc við meðferð málsins. Samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar hefur dómsmálaráðherra sett Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmann, sem formann dómnefndarinnar við meðferð málsins.“ Þá er greint frá því að Óskar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, hafi einnig vikið sæti í nefndinni vegna tengsla við einn umsækjanda og tekur varamaður hans Guðrún Björk Bjarnadóttir, hæstaréttarlögmaður, sæti í nefndinni í hans stað. Aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir, dósent, Ragnheiður Harðardóttir, landsréttardómari, og Ragnhildur Helgadóttir, prófessor.Hæstiréttur Íslands virðist ekki telja að tilnefning Jakobs Möllers rýri trúverðugleika umsagnarferlisins eða það traust sem er talið nauðsynlegt að ríki um dómskerfið í landinu.Nokkur styr hefur staðið um síðustu umsögn dómnefndarinnar um umsækjendur um embætti héraðsdómara en þá var Jakob Möller einnig settur formaður nefndarinnar. Gerði Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, alvarlegar athugasemdir við umsögnina og taldi hana óskýra og illa rökstudda. Þá taldi hann svör nefndarinnar við fyrirspurn „gefa litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað.“ Gerði hann grein fyrir athugasemdum sínum í bréfi til nefndarinnar og lýsti óánægju með umsagnarferlið og svör nefndarinnar í öðru bréfi til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um leið og hann skipaði dómara í samræmi við umsögn nefndarinnar. Guðlaugur Þór sagði að hann teldi mikilvægt að skoða aðkomu leikmanna að umsagnarferlinu að danskri fyrirmynd til að draga úr hættu á „klíkumyndun í vali dómara.“ Dómsmálaráðherra brást við athugasemdum hans og sagði í viðtali að hún teldi mikilvægt að endurskoða reglurnar um störf dómnefndarinnar og eftir atvikum einnig ákvæði laga um dómstóla. Hæstiréttur Íslands virðist ekki telja að umfjöllun fjölmiðla og athugasemdir ráðherra rýri trúverðugleika umsagnarferlisins með Jakob Möller sem settan formann dómnefndarinnar í ljósi ákvörðunar um að tilnefna hann að nýju. Þá virðist rétturinn ekki heldur telja að það sé til þess fallið að draga úr trausti í garð dómskerfisins í landinu. Ekki liggur fyrir hvort tilteknir umsækjendur muni fara fram á að Jakob víki sæti vegna vanhæfis.
Tengdar fréttir Guðlaugur Þór svarar Jakobi Möller: Aukaatriði hver sat við tölvuna og ritaði inn bréfið Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra sem skipaði átta héraðsdómara í gær, segir það aukaatriði í málinu hver hafi setið við tölvuna og ritað inn bréf sem hann sendi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunarinnar. 10. janúar 2018 10:21 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17 Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Guðlaugur Þór svarar Jakobi Möller: Aukaatriði hver sat við tölvuna og ritaði inn bréfið Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra sem skipaði átta héraðsdómara í gær, segir það aukaatriði í málinu hver hafi setið við tölvuna og ritað inn bréf sem hann sendi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunarinnar. 10. janúar 2018 10:21
Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00
Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17
Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45