Allir flokkar koma saman vegna #metoo Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. janúar 2018 06:00 Markmið okkar var að kalla saman alla flokkana og sjá hvort við gætum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Reynt að koma okkur niður á eitthvað, hvernig má bæta og breyta okkar samskiptum, og notað það sem veganesti inn í framtíðina,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en í kjölfar #metoo-byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds. „Við settumst niður saman í lok síðasta árs þar sem var fenginn einn frá hverjum flokki og komum okkur saman um þessa dagskrá. Við ákváðum að gera þetta ekki á hefðbundin máta, fá einn frá hverjum flokki til að koma og tala – heldur erum við meira að leita út fyrir raðir flokkanna og fá annað fólk til að hjálpa okkur. Fræða okkur – fræðast í sameiningu,“ útskýrir Heiða Björg. Hún vonast til þess að í lok fundar verði hægt að taka saman einhverja punkta sem veganesti fyrir flokkana inn í áframhaldandi starf. „En svo verður auðvitað hver flokkur að taka þetta áfram og gera sinn eigin samskiptasamning.“ Hún ítrekar að allir sem vilja séu velkomnir á fundinn, þótt hann fjalli fyrst og fremst um stjórnmálin og félagasamtök. „Við hugsuðum að starf félagasamtaka væri svipað stjórnmálaflokkunum og datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir þau að koma. Félagasamtök, eins og stjórnmálaflokkar, hafa ekki deildir eða mannauðsstjóra innan sinna vébanda sem geta tekið á málunum. Málin flækjast nefnilega þegar fólk kemur saman af áhuga og það er ekki eins ljós hírarkía og í fyrirtækjum úti í bæ.“ Heiða segir jafnframt mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni, en Gestur Pálmason markþjálfi er einn þeirra sem taka til máls á fundinum með fyrirlesturinn Sjónarhorn karlmanna sem vilja taka ábyrgð. „Okkur finnst það mjög mikilvægt. Hvort sem þeir vilja gera það sér eða með okkur. Mér finnst konur komnar lengra í umræðunni. Karlmenn verða að taka þetta alvarlega og mín upplifun er sú að flestir geri það; séu til í þetta samtal. Almennt er mín upplifun sú að karlarnir vilji að samskiptin séu góð, fólk upplifi sig öruggt, geti tjáð sig og tekið þátt í öllu mögulegu án þess að finnast öryggi sínu ógnað. Og í þessum orðum mínum er engin ásökun falin. Við viljum bara laga menninguna og samskiptin. Það er tilgangur fundarins.“Salvör NordalFréttablaðið/GVASalvör Nordal: Óskrifaðar reglur í samskiptum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er ein þeirra sem flytja ávarp og ber það yfirskriftina Óskrifaðar reglur í samskiptum. „Sum af þeim áreitnismálum sem hefur verið talað um kallast á við umræðuna um friðhelgi einkalífsins, og þar koma inn þessar óskráðu reglur. Það er að segja, hvernig við komum fram við hvert annað í daglegum samskiptum. Ég hef mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins sem siðfræðingur. Svo mun ég koma inn á málefni barna í þessu samhengi. Það hafa verið sláandi frásagnir sem fram hafa komið í #metoo-umræðunni í sambandi við börn, eða að brot hafi átt sér stað þegar viðkomandi var á barnsaldri. Það er alvarlegt,“ segir Salvör. „Það er svo mikilvægt eftir alla þessa umræðu að við einblínum á hvað tekur við, hver næstu skref verða. Aðeins þannig verða raunverulegar breytingar á þessari ómenningu sem hefur viðgengist í öll þessi ár.“Dagskrá fundarins Húsið er opnað klukkan 8.00, fundurinn hefst 8.30 og lýkur 10.30. Opnunarávarp. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Metoo í skugga valdsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins. Hvar liggja mörkin? Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur. Óskrifaðar reglur í samskiptum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Gestur Pálmason markþjálfi. Metoo – hvað svo? Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Pallborð og umræður. Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, lokar fundinum.Vísir sýnir beint frá fundinum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Markmið okkar var að kalla saman alla flokkana og sjá hvort við gætum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Reynt að koma okkur niður á eitthvað, hvernig má bæta og breyta okkar samskiptum, og notað það sem veganesti inn í framtíðina,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en í kjölfar #metoo-byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds. „Við settumst niður saman í lok síðasta árs þar sem var fenginn einn frá hverjum flokki og komum okkur saman um þessa dagskrá. Við ákváðum að gera þetta ekki á hefðbundin máta, fá einn frá hverjum flokki til að koma og tala – heldur erum við meira að leita út fyrir raðir flokkanna og fá annað fólk til að hjálpa okkur. Fræða okkur – fræðast í sameiningu,“ útskýrir Heiða Björg. Hún vonast til þess að í lok fundar verði hægt að taka saman einhverja punkta sem veganesti fyrir flokkana inn í áframhaldandi starf. „En svo verður auðvitað hver flokkur að taka þetta áfram og gera sinn eigin samskiptasamning.“ Hún ítrekar að allir sem vilja séu velkomnir á fundinn, þótt hann fjalli fyrst og fremst um stjórnmálin og félagasamtök. „Við hugsuðum að starf félagasamtaka væri svipað stjórnmálaflokkunum og datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir þau að koma. Félagasamtök, eins og stjórnmálaflokkar, hafa ekki deildir eða mannauðsstjóra innan sinna vébanda sem geta tekið á málunum. Málin flækjast nefnilega þegar fólk kemur saman af áhuga og það er ekki eins ljós hírarkía og í fyrirtækjum úti í bæ.“ Heiða segir jafnframt mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni, en Gestur Pálmason markþjálfi er einn þeirra sem taka til máls á fundinum með fyrirlesturinn Sjónarhorn karlmanna sem vilja taka ábyrgð. „Okkur finnst það mjög mikilvægt. Hvort sem þeir vilja gera það sér eða með okkur. Mér finnst konur komnar lengra í umræðunni. Karlmenn verða að taka þetta alvarlega og mín upplifun er sú að flestir geri það; séu til í þetta samtal. Almennt er mín upplifun sú að karlarnir vilji að samskiptin séu góð, fólk upplifi sig öruggt, geti tjáð sig og tekið þátt í öllu mögulegu án þess að finnast öryggi sínu ógnað. Og í þessum orðum mínum er engin ásökun falin. Við viljum bara laga menninguna og samskiptin. Það er tilgangur fundarins.“Salvör NordalFréttablaðið/GVASalvör Nordal: Óskrifaðar reglur í samskiptum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er ein þeirra sem flytja ávarp og ber það yfirskriftina Óskrifaðar reglur í samskiptum. „Sum af þeim áreitnismálum sem hefur verið talað um kallast á við umræðuna um friðhelgi einkalífsins, og þar koma inn þessar óskráðu reglur. Það er að segja, hvernig við komum fram við hvert annað í daglegum samskiptum. Ég hef mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins sem siðfræðingur. Svo mun ég koma inn á málefni barna í þessu samhengi. Það hafa verið sláandi frásagnir sem fram hafa komið í #metoo-umræðunni í sambandi við börn, eða að brot hafi átt sér stað þegar viðkomandi var á barnsaldri. Það er alvarlegt,“ segir Salvör. „Það er svo mikilvægt eftir alla þessa umræðu að við einblínum á hvað tekur við, hver næstu skref verða. Aðeins þannig verða raunverulegar breytingar á þessari ómenningu sem hefur viðgengist í öll þessi ár.“Dagskrá fundarins Húsið er opnað klukkan 8.00, fundurinn hefst 8.30 og lýkur 10.30. Opnunarávarp. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Metoo í skugga valdsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins. Hvar liggja mörkin? Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur. Óskrifaðar reglur í samskiptum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Gestur Pálmason markþjálfi. Metoo – hvað svo? Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Pallborð og umræður. Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, lokar fundinum.Vísir sýnir beint frá fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira