Tók stökkið yfir í nýtt fag 22. janúar 2018 12:00 Sýrt grænmeti getur gert hvaða óspennandi máltíð sem er spennandi, að mati Fanneyjar. MYND/EYÞÓR Fanney Dóra Sigurjónsdóttir lauk námi í félagsráðgjöf og starfaði við fagið þar til hún ákvað að láta gamlan draum rætast og læra matreiðslu. „Ég vann sem félagsráðgjafi í nokkur ár áður en ég lét verða af því sem mér finnst skemmtilegast og það er að vera í kringum mat,“ segir Fanney Dóra Sigurjónsdóttir glaðlega, en þegar henni bauðst vinna á veitingastað í Noregi ákvað hún að taka stökkið yfir í nýtt fag. Þaðan lá svo leiðin til Bretlands þar sem hún vann meðal annars hjá sjálfum Jamie Oliver. „Eftir að hafa unnið í nokkur ár á veitingastöðum langaði mig að fá réttindi í matreiðslu. Ég fór í raunfærnimat og fékk alla mína reynslu metna og þurfti því ekki að fara á samning,“ greinir Fanney Dóra frá. Hún flutti aftur til Íslands í hittifyrra og er nú yfirkokkur á Skál, nýjum veitingastað í Hlemmi Mathöll.Bragðgott og einfalt Fanneyju Dóru finnst skemmtilegast að elda bragðgóðan mat, sem ekki er flókinn í eldamennsku. „Ég hef þá trú að ef hráefnið er gott þurfi ekki að gera mikið til að það njóti sín sem best. Mér finnst sérstaklega gaman að elda fisk og grænmeti. Ég er ekki heilsusamlegasti kokkurinn því ég er mikið fyrir íslenskt smjör og rjóma. Það er þó alltaf áskorun að elda hollan mat sem er bragðgóður og um leið djúsí,“ segir Fanney Dóra sem finnst gaman að prófa sig áfram með grænmetis- og veganrétti. Uppáhaldseldhúsáhaldið og eitt helsta vinnutækið er góður hnífur og segir Fanney Dóra ekki hægt að gera mikið í eldhúsinu án slíks gæðagrips. Hún segir hníf jafnframt fyrsta eldhúsáhaldið sem hún hafi keypt sér og hún man enn hvað hann kostaði. „Góðir hnífar kosta sitt en þeir endast líka lengi,“ segir hún sposk á svip.Smjör og sýrt grænmeti Innt eftir því hvernig hún haldi sér ferskri í faginu segist Fanney Dóra að sjálfsögðu fylgjast með hvað aðrir matreiðslumenn séu að gera. „Ég skoða Instagram og tímarit og bækur og svo spjalla ég við félaga í faginu. Það eru allir í kringum mig alltaf að ræða um mat. Ég fæ oft hugmyndir og góð ráð frá þeim. Svo er mikilvægt að prófa sig áfram og fá álit annarra matgæðinga. Stundum fæ ég einhverja hugmynd að rétti sem ég verð að hrinda í framkvæmd,“ segir hún brosandi. En hvaða hráefni þurfa allir að eiga í ísskápnum? „Smjör er það fyrsta sem mér dettur í hug. Sjálf á ég alltaf úrval af sýrðu grænmeti en mér finnst það alveg geggjað. Það getur gert hvaða óspennandi máltíð sem er spennandi. Ég kaupi mikið af sýrðu grænmeti frá Móður Jörð í Vallanesi. Mér finnst kimchi mjög gott og á það alltaf til, sem og súrar gúrkur og jalapenjó,“ segir Fanney Dóra. Spurð hvað hún eldi helst heima segist Fanney vinna langan vinnudag og því sjaldan elda heima. „En mér finnst rosalega gaman að elda fyrir fjölskyldu og vini þegar ég á frí. Það er öðruvísi að elda í þannig félagsskap með góðan bjór í glasi heldur en að vera á þönum í vinnunni,“ segir Fanney Dóra kankvíslega og bætir við að sér finnist líka sérlega gaman að fara í matarboð og út að borða.Þakklát ef aðrir elda „Fyrst eftir að ég fór að vinna við matreiðslu fannst vinum mínum reyndar óþægilegt að fá mig í mat en eftir að ég fullvissaði þá um að mér þætti bjúgu með tómatsósu góð ef það væru súrar gúrkur með lagaðist það. Ég er þakklát ef einhver nennir að elda fyrir mig. Það þarf ekki alltaf að vera veislumatur, mömmumatur er líka góður. Ég fæ t.d. ekki kjötbollur með brúnni sósu í vinnunni,“ segir Fanney Dóra brosandi. Hún segist hafa verið matvandur krakki og þegar hún lítur til baka sér hún eftir að hafa ekki verið duglegri við að smakka mismunandi mat á æskuárunum. „Ég passaði upp á að yngri systir mín bragðaði á öllum mat þegar hún var að alast upp. Ég borðaði t.d. ekki fisk sem í dag er eitt það besta sem ég veit,“ segir Fanney Dóra sem gefur lesendum uppskrift að dýrindis bleikjusalati með asísku ívafi. Dýrindis asískt bleikjusalat í hollari kantinum. MYND/EYÞÓRAsískt bleikjusalat í hollari kantinum fyrir tvo 200 g bleikja (eða tófú fyrir grænkera) 30 g maísenamjöl 1 egg (eða sojamjólk) 150 g pankó brauðraspur (japanskur raspur) 1 msk. þarasalt (ég nota Seaweed salt frá Saltverki) 2 msk. ristuð hvít sesamfræ 2 msk. svört sesamfræ Bleikjan er beinhreinsuð, roðflett og skorin í fingurbreiðar sneiðar. Því næst er sneiðunum (eða tófúbitunum) velt upp úr maísenamjöli, þá eggi sem búið er að slá saman með smá vatni (eða sojamjólk) og síðan pankó brauðraspinum með sölvasalti og sesamfræjum. Þegar hver biti hefur verið hjúpaður er hann settur aftur í eggið og svo brauðraspinn til að fá extra stökka húð. Ég djúpsteiki bleikjubitana í olíu, en það virkar líka vel að setja þá á bökunarpappírsklædda plötu og baka í ofni við 200°C í 5-7 mínútur (gott að spreyja smá fituspreyi yfir þá áður en þeir fara í ofninn). Í salatið má nota hvaða grænmeti sem er og það er tilvalið til að nýta það sem til er í ísskápnum! Ég notaði fínt saxað hvítkál, baunaspírur, sykurbaunir, rifna rófu, smá spergilkál og gulrætur. Þá kryddaði ég salatið með tveimur vorlaukum (hvíti hlutinn fínt saxaður), 1 rauðu chili (fínt saxað), handfylli af kóríander og súrsuðu mangói sem ég fékk í Mai Thai efst á Laugaveginum.Dressing 3 msk. sojasósa 2 msk. hrísgrjónaedik 1 msk. rautt chilimauk, eða eftir smekk („gochujang“, fæst m.a. í Mai Thai) 1 tsk. sesamolía Græni hlutinn af vorlauknum, fínt saxaður 1 límóna, börkur og safi 1 tsk. rifið engifer Öllu blandað vel saman og hellt yfir salatið þegar bleikjan er tilbúin. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir lauk námi í félagsráðgjöf og starfaði við fagið þar til hún ákvað að láta gamlan draum rætast og læra matreiðslu. „Ég vann sem félagsráðgjafi í nokkur ár áður en ég lét verða af því sem mér finnst skemmtilegast og það er að vera í kringum mat,“ segir Fanney Dóra Sigurjónsdóttir glaðlega, en þegar henni bauðst vinna á veitingastað í Noregi ákvað hún að taka stökkið yfir í nýtt fag. Þaðan lá svo leiðin til Bretlands þar sem hún vann meðal annars hjá sjálfum Jamie Oliver. „Eftir að hafa unnið í nokkur ár á veitingastöðum langaði mig að fá réttindi í matreiðslu. Ég fór í raunfærnimat og fékk alla mína reynslu metna og þurfti því ekki að fara á samning,“ greinir Fanney Dóra frá. Hún flutti aftur til Íslands í hittifyrra og er nú yfirkokkur á Skál, nýjum veitingastað í Hlemmi Mathöll.Bragðgott og einfalt Fanneyju Dóru finnst skemmtilegast að elda bragðgóðan mat, sem ekki er flókinn í eldamennsku. „Ég hef þá trú að ef hráefnið er gott þurfi ekki að gera mikið til að það njóti sín sem best. Mér finnst sérstaklega gaman að elda fisk og grænmeti. Ég er ekki heilsusamlegasti kokkurinn því ég er mikið fyrir íslenskt smjör og rjóma. Það er þó alltaf áskorun að elda hollan mat sem er bragðgóður og um leið djúsí,“ segir Fanney Dóra sem finnst gaman að prófa sig áfram með grænmetis- og veganrétti. Uppáhaldseldhúsáhaldið og eitt helsta vinnutækið er góður hnífur og segir Fanney Dóra ekki hægt að gera mikið í eldhúsinu án slíks gæðagrips. Hún segir hníf jafnframt fyrsta eldhúsáhaldið sem hún hafi keypt sér og hún man enn hvað hann kostaði. „Góðir hnífar kosta sitt en þeir endast líka lengi,“ segir hún sposk á svip.Smjör og sýrt grænmeti Innt eftir því hvernig hún haldi sér ferskri í faginu segist Fanney Dóra að sjálfsögðu fylgjast með hvað aðrir matreiðslumenn séu að gera. „Ég skoða Instagram og tímarit og bækur og svo spjalla ég við félaga í faginu. Það eru allir í kringum mig alltaf að ræða um mat. Ég fæ oft hugmyndir og góð ráð frá þeim. Svo er mikilvægt að prófa sig áfram og fá álit annarra matgæðinga. Stundum fæ ég einhverja hugmynd að rétti sem ég verð að hrinda í framkvæmd,“ segir hún brosandi. En hvaða hráefni þurfa allir að eiga í ísskápnum? „Smjör er það fyrsta sem mér dettur í hug. Sjálf á ég alltaf úrval af sýrðu grænmeti en mér finnst það alveg geggjað. Það getur gert hvaða óspennandi máltíð sem er spennandi. Ég kaupi mikið af sýrðu grænmeti frá Móður Jörð í Vallanesi. Mér finnst kimchi mjög gott og á það alltaf til, sem og súrar gúrkur og jalapenjó,“ segir Fanney Dóra. Spurð hvað hún eldi helst heima segist Fanney vinna langan vinnudag og því sjaldan elda heima. „En mér finnst rosalega gaman að elda fyrir fjölskyldu og vini þegar ég á frí. Það er öðruvísi að elda í þannig félagsskap með góðan bjór í glasi heldur en að vera á þönum í vinnunni,“ segir Fanney Dóra kankvíslega og bætir við að sér finnist líka sérlega gaman að fara í matarboð og út að borða.Þakklát ef aðrir elda „Fyrst eftir að ég fór að vinna við matreiðslu fannst vinum mínum reyndar óþægilegt að fá mig í mat en eftir að ég fullvissaði þá um að mér þætti bjúgu með tómatsósu góð ef það væru súrar gúrkur með lagaðist það. Ég er þakklát ef einhver nennir að elda fyrir mig. Það þarf ekki alltaf að vera veislumatur, mömmumatur er líka góður. Ég fæ t.d. ekki kjötbollur með brúnni sósu í vinnunni,“ segir Fanney Dóra brosandi. Hún segist hafa verið matvandur krakki og þegar hún lítur til baka sér hún eftir að hafa ekki verið duglegri við að smakka mismunandi mat á æskuárunum. „Ég passaði upp á að yngri systir mín bragðaði á öllum mat þegar hún var að alast upp. Ég borðaði t.d. ekki fisk sem í dag er eitt það besta sem ég veit,“ segir Fanney Dóra sem gefur lesendum uppskrift að dýrindis bleikjusalati með asísku ívafi. Dýrindis asískt bleikjusalat í hollari kantinum. MYND/EYÞÓRAsískt bleikjusalat í hollari kantinum fyrir tvo 200 g bleikja (eða tófú fyrir grænkera) 30 g maísenamjöl 1 egg (eða sojamjólk) 150 g pankó brauðraspur (japanskur raspur) 1 msk. þarasalt (ég nota Seaweed salt frá Saltverki) 2 msk. ristuð hvít sesamfræ 2 msk. svört sesamfræ Bleikjan er beinhreinsuð, roðflett og skorin í fingurbreiðar sneiðar. Því næst er sneiðunum (eða tófúbitunum) velt upp úr maísenamjöli, þá eggi sem búið er að slá saman með smá vatni (eða sojamjólk) og síðan pankó brauðraspinum með sölvasalti og sesamfræjum. Þegar hver biti hefur verið hjúpaður er hann settur aftur í eggið og svo brauðraspinn til að fá extra stökka húð. Ég djúpsteiki bleikjubitana í olíu, en það virkar líka vel að setja þá á bökunarpappírsklædda plötu og baka í ofni við 200°C í 5-7 mínútur (gott að spreyja smá fituspreyi yfir þá áður en þeir fara í ofninn). Í salatið má nota hvaða grænmeti sem er og það er tilvalið til að nýta það sem til er í ísskápnum! Ég notaði fínt saxað hvítkál, baunaspírur, sykurbaunir, rifna rófu, smá spergilkál og gulrætur. Þá kryddaði ég salatið með tveimur vorlaukum (hvíti hlutinn fínt saxaður), 1 rauðu chili (fínt saxað), handfylli af kóríander og súrsuðu mangói sem ég fékk í Mai Thai efst á Laugaveginum.Dressing 3 msk. sojasósa 2 msk. hrísgrjónaedik 1 msk. rautt chilimauk, eða eftir smekk („gochujang“, fæst m.a. í Mai Thai) 1 tsk. sesamolía Græni hlutinn af vorlauknum, fínt saxaður 1 límóna, börkur og safi 1 tsk. rifið engifer Öllu blandað vel saman og hellt yfir salatið þegar bleikjan er tilbúin.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira