Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 18:13 Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. Vísir/Ernir Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56