Kennarar eru úrvinda Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2018 11:15 Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun