EA aflýsir tölvuleikjamótum vegna skotárásar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 07:51 Taylor Robertson og Eli Clayton létust í árásinni í Jacksonville á sunnudag. Skjáskot/EA Sports Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, EA, hefur aflýst þremur tölvuleikjamótum eftir að byssumaður skaut tvo til bana á móti á vegum fyrirtækisins á sunnudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EA. Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing í Jacksonville í Flórída. Keppendur á mótinu, sem helgað var fótboltatölvuleiknum Madden, freistuðu þess að öðlast þátttökurétt á stærra móti sem fram fer í október næstkomandi. Sigurvegari mótsins hreppir rúmar sautján milljónir íslenskra króna að launum.Sjá einnig: Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Þrjú mót á borð við það sem haldið var í Jacksonville á sunnudag voru á dagskrá víðsvegar um Bandaríkin í september. Þeim hefur nú öllum verið aflýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá EA. Fyrirtækið mun nú fara ofan í saumana á öryggisgæslu á tölvuleikjamótum sínum og vinna að úrbótum. Árásarmaðurinn, David Katz, og fórnarlömb hans tvö, Taylor Robertson og Eli Clayton, voru allir atvinnutölvuleikjaspilarar og keppendur á mótinu á sunnudag. Robertson vann sambærilegt Madden-mót í fyrra en árásarmaðurinn Katz bar sigur úr býtum á slíku móti fyrir tveimur árum. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, EA, hefur aflýst þremur tölvuleikjamótum eftir að byssumaður skaut tvo til bana á móti á vegum fyrirtækisins á sunnudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EA. Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing í Jacksonville í Flórída. Keppendur á mótinu, sem helgað var fótboltatölvuleiknum Madden, freistuðu þess að öðlast þátttökurétt á stærra móti sem fram fer í október næstkomandi. Sigurvegari mótsins hreppir rúmar sautján milljónir íslenskra króna að launum.Sjá einnig: Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Þrjú mót á borð við það sem haldið var í Jacksonville á sunnudag voru á dagskrá víðsvegar um Bandaríkin í september. Þeim hefur nú öllum verið aflýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá EA. Fyrirtækið mun nú fara ofan í saumana á öryggisgæslu á tölvuleikjamótum sínum og vinna að úrbótum. Árásarmaðurinn, David Katz, og fórnarlömb hans tvö, Taylor Robertson og Eli Clayton, voru allir atvinnutölvuleikjaspilarar og keppendur á mótinu á sunnudag. Robertson vann sambærilegt Madden-mót í fyrra en árásarmaðurinn Katz bar sigur úr býtum á slíku móti fyrir tveimur árum. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56
Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38