#metoo – hvernig breytum við menningu? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 2. mars 2018 09:43 Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun