Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Matteo Renzi, formaður Lýðræðisflokksins, Silvio Berlusconi, formaður Forza Italia, og Luigi Di Maio, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, keppast um hylli kjósenda. Mynd/samsett Þessi helgi mun án vafa setja mark sitt á evrópsk stjórnmál fyrir komandi ár. Hún verður veigamikil vegna tveggja viðburða. Í fyrsta lagi munu jafnaðarmenn í Þýskalandi kjósa um stjórnarsáttmála Jafnaðarmannaflokksins og Kristilegra demókrata og þannig verður ráðið úr því hvort að starfhæf ríkisstjórn taki til starfa í Þýskalandi. Í öðru lagi er kosið til beggja deilda ítalska þingsins en augu stjórnmálamanna, fjölmiðla og viðskiptalífsins beinast að Ítalíu. Margt bendir til þess að kosningarnar geti haft mikil áhrif á stöðugleika stjórnmálaástandsins í Evrópu og stefnu Evrópusambandsins. Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur og ekkert bandalag nái nægilega mörgum þingmönnum til að mynda hreinan meirihluta sem mun dýpka óvissuna á Ítalíu enn meira. Til að flækja ástandið enn meira eru popúlistar og öfgaflokkar að sækja í sig veðrið. Ítalir kjósa til þings sunnudaginn 4. mars og vafalaust munu kosningarnar skapa sviptivinda innan Evrópu.Hinn ungi Luigi Di Maio er í pólitísku forsvari fyrir fimmstjörnuhreyfinguna. Hann tók við embættinu af grínistanum Beppe Grillo í fyrra.Vísir/APHverjir eru í framboði? Fjölmargir flokkar bjóða fram lista í kosningunum en kosið er 630 manna fulltrúadeild og 315 manna öldungadeild. Þrír flokkar eða flokkabandalög hafa möguleika á að seilast til áhrifa. Um er að ræða bandalag mið- og vinstriflokka undir forystu Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra, Fimmstjörnuhreyfinguna undir forystu Luigi Di Mayo, varaforseta fulltúadeildar þingsins og bandalag mið- og hægriflokka undir forystu Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra.Bandalag mið- og vinstri flokka Lýðræðisflokkurinn (PD) hefur undanfarin ár farið með völd á Ítalíu í slagtogi við minni hægriflokka. Matteo Renzi, formaður flokksins, sagði af sér í lok árs 2016 sem forsætisráðherra eftir að Ítalir höfnuðu stjórnarskrárbreytingum sem hann hafði barist fyrir, en hann lagði embætti sitt að veði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Utanríkisráðherrann Paolo Gentiloni tók við kefli forsætisráðherra og hefur þjónað sem slíkur til dagsins í dag. Nú biðlar hann til Ítala um að treysta sér á nýjan leik til þess að þjóna sem forsætisráðherra. Renzi hefur upp á síðkastið ítrekað minnst á Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í ræðum og viðtölum. Talið er að hann vilji verða stórstjarna á miðju ítalskra stjórnmála líkt og Macron varð í Frakklandi. Lýðræðisflokkurinn er í bandalagi með nokkrum vinstri-, mið- og frjálslyndum flokkum og ber af í þingmannafjölda. Flokkurinn hefur dalað töluvert í skoðanakönnunum undanfarna mánuði og stjórnmálaskýrendur segja þetta í takt við hrun jafnaðarmannaflokka víðast hvar á álfunni.Fimmstjörnuhreyfingin Grínstinn Beppe Grillo stofnaði Fimmstjörnuhreyfinguna árið 2009 þegar Ítalía var eitt þeirra Evrópuríkja sem gekk í gegnum djúpa skuldakreppu. Flokkurinn var stofnaður til höfuðs kerfinu og fagnar Grillo sjálfur öllu umtali sem bendlar hann við lýðskrum og popúlisma. Hinn 31 árs gamli Luigi Di Maio tók við af Grillo sem pólitískt andlit flokksins árið 2017 og leiðir flokkinn í kosningabaráttunni núna. Flokkurinn hefur mælst stærstur í nýjustu skoðanakönnunum sem er áhyggjuefni fyrir alla þá sem vilja ekki umturna pólitíska landslaginu. Flokkurinn hefur ekki skilgreint sig til vinstri eða hægri en hann hefur lagt áherslu á beint lýðræði, umhverfisvernd, andstöðu við Evrópusambandið og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Embættismenn í Brussel anda þó nokkuð léttar eftir að Di Maio lýsti því yfir í febrúar að hann styddi ekki lengur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ítalía ætti að draga sig úr Evrusvæðinu.Bandalag mið- og hægriflokka Fyrir fáeinum árum var pólitískt líf hans úr sér gengið. Í dag er Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, genginn aftur og hefur endurvakið sinn gamla flokk Forza Italia (Áfram Ítalía). Árið 2012 var Berlusconi dæmdur fyrir skattsvik og er ekki heimilt að gegna opinberu embætti til ársins 2019.Matteo Salvini, leiðtogi Lega, virðist óvanur lýsingu sjónvarpsmyndavélanna. Bandamaður hans, Berlusconi, kemur honum til aðstoðar enda þaulvanur sviðsljósinu.Vísir/APHann hefur ekki látið það stöðva sig við að láta til sín taka á pólitíska sviðinu. Þó svo að hann geti ekki gegnt embætti forsætisráðherra gæti hann verið í stöðu til að koma bandamanni sínum í það embætti og haft greiðan aðgang að honum. Þrátt fyrir litríkan feril og ruddalegan stjórnunarstíl gengur kosningabarátta hans út á að bjóða fram hógværan valkost. Flokkur hans vill þá ráðast í miklar breytingar á skattkerfinu og hefur lofað því að reka 600 þúsund ólöglega innflytjendur úr landi en hann hefur sagt að fjöldi flóttamanna í landinu sé „samfélagsleg tímasprengja“. Forza Italia er í slagtogi með nokkrum hægisinnuðum flokkum. Þar af er hinn alræmdi flokkur Lega, áður Lega Nord (Norðurfylkingin), sem hefur barist fyrir sjálfstæði norðurhluta Ítalíu en í seinni tíð dregið úr kröfum sínum í þeim efnum. Leiðtogi flokksins er Matteo Salvini og hefur flokkurinn lýst yfir mikilli andstöðu við Evrópusambandið. Líkt og Fimmstjörnuhreyfingin hefur flokkurinn talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Ítalíu á evrusvæðinu en lítið hefur farið fyrir því stefnumáli upp á síðkastið. Þá hefur Salvini lofað því að komist flokkurinn til valda muni hann láta reka 100 þúsund ólöglega innflytjendur frá Ítalíu á ári hverju. Enn fremur hefur flokkurinn talað fyrir bættum samskiptum við Rússland. Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mætti til Rómar í vikunni til að styðja við flokkinn. Er það til marks um það er hér sé á ferðinni öfgahægriflokkur.Um hvað er kosið? Ef marka má erlenda fréttamiðla eru þungar áhyggjur af stöðunni á Ítalíu sem er fjórða stærsta efnahagssvæðið innan Evrópusambandsins. Opinberar skuldir á hvert mannsbarn á Ítalíu er um 35 þúsund evrur. Til samanburðar eru opinberar skuldir Grikklands 29 þúsund evrur á hvern íbúa.Hundruðir þúsunda flóttamanna hafa komist frá Líbíu til Ítalíu með því að fara sjóleiðina. Nokkur þúsund manns hafa drukknað í Miðjarðarhafinu.vísir/afpÞá eru uppi miklar áhyggjur af því hvernig flóttamannamálin verða meðhöndluð en frá árinu 2014 hafa yfir 150 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið og yfir til Ítalíu. Þessi tala er nú komin niður fyrir 130 þúsund vegna samkomulags ítalskra stjórnvalda við stjórnvöld í Líbýu um að draga úr flótta yfir hafið. Hvernig Ítalía ræður við flóttafólk hefur mikil áhrif á straum þeirra til annarra Evrópuríkja. Þetta virðist þungamiðja kosningabaráttunnar og hefur nær einokað málefnasviðið eftir að hægri öfgamaður skaut sex afríska innflytjendur í borginni Macerata í febrúar. Allir flokkar eru með róttækar lausnir í þeim efnum og vilja sumir flytja hundruði þúsunda flóttamanna á brott á næstu árum.Berlusconi gaf Pútín, Rússlandsforseta, sænguver með mynd af þeim báðum í 65 ára afmælisgjöf.Mynd/skjáskotStaða Ítalíu í Evrópu er einnig eitt af stóru málefnunum. Lýðræðisflokkurinn og Forza Italia vilja halda stöðu Ítalíu tiltölulega óbreyttri innan Evrópusambandsins á meðan Fimmstjörnuhreyfingin og Lega hafa verið efins um ágæti Evrópusambandsins. Þær gagnrýnisraddir hafa þó þagnað þegar nær dregur kosningum og gæti það verið merki um að flokkarnir vilji virðast stjórntækir. Þá hafa sömu flokkar boðað bætt samskipti við Rússland og að viðskiptaþvingunum verði aflétt auk þess sem Berlusconi og Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, eru góðir félagar. Til marks um það er fræg gjöf Berlusconi til Pútíns, sængurver með mynd af þeim félögum.Hver mun sigra? Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur og ekkert bandalag muni ná þeim þingstyrk sem þarf til að verja ríkisstjórn falli. Skoðanakannanir eru þó bannaðar tveimur vikum fyrir kosningar svo það er mögulegt að staðan breytist eitthvað frá síðustu könnunum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur frá því í árslok 2017 mælst stærsti flokkur landsins. Í síðustu skoðanakönnun sem kom út um miðjan febrúar var flokkurinn með 26,3 prósent. Lýðræðisflokkurinn hefur undanfarin ár verið stærsti flokkur landsins en hefur dalað verulega upp á síðkastið. Bandalag mið- og vinstri flokka mælist með fylgi upp á 25,9 prósentustig. Samanlagt fylgi hægriflokkanna er þá 37,5 prósent.Ítölsku þingkosningarnarInfogramÚtlit er fyrir að Berlusconi og bandamenn muni standa uppi sem sigurvegarar en það er þó ekki nóg til að færa þeim stjórnartaumana. Væntanlega þurfa flokkarnir að mynda með sér einhverskonar bandalag sem er ávísun á mjög óstöðuga ríkisstjórn. Ef þetta verður staðan er allt sem bendir til þess að Forza Italia og Lýðræðisflokkurinn muni reyna að mynda ríkisstjórn yfir miðjuna til að viðhalda stöðugleika, hreyfa ekki við aðild Ítalíu að Evrópusambandinu og taka á flóttamannamálum. Hinir „hefðbundnu flokkar“ munu vafalaust reyna að forðast Fimmstjörnuhreyfinguna og þá óreiðu sem gæti fylgt þeim flokki. Enn annar höfuðverkur verður að útnefna forsætisráðherra. Matteo Renzi mun vilja stólinn á nýjan leik en óljóst er hvort að hann og Berlusconi geti unnið saman yfir höfuð. Líkt og nefnt var fyrr í greininni er Berlusconi óheimilt að gegna opinberu embætti eftir dóm vegna skattsvika. Hann hefur þegar útnefnt forsætisráðherraefni sitt en ef Berlusconi fær sínu fram verður næsti forsætisráðherra Ítalíu Antonio Tajani sem nú gegnir embætti forseta Evrópuþingsins.Áframhaldandi óreiða og óvissa Það er fátt í stjórnmálalandslaginu sem bendir til þess að komandi þingkosningar muni draga úr óvissuástandinu á Ítalíu. Stjórnmálaskýrendur virðast nær allir sammála um það að enginn flokkur fái skýrt umboð og að fram undan verði áframhaldandi óstöðugleiki í stjórnmála- og efnahagslífi Ítalíu. Reiknað er með að kosningarnar muni hafa áhrif á markaði þegar þeir opna á mánudaginn og fastlega er búist við því að úrslitin muni hafa neikvæð áhrif á gengi evrunnar.Matteo Renzi, vill verða forsætisráðherra á ný. Berlusconi hefur útnefnt forseta Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sem forsætisráðherraefni sitt.Mynd/SamsettAngela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti vonast þá bæði eftir forsætisráðherra sem muni tryggja að Evrópusambandið haldi ekki áfram að rakna upp og að Evrópa standi í lappirnar gagnvart Rússlandi. Óvíst er hvort að þeim verði að ósk sinni. Ástandið er óljóst þar sem ekki hafa verið gefnar út skoðanakannanir í tvær vikur og raunar hafa kannanir ítrekað spáð vitlaust fyrir um úrslit kosninga í öðrum Evrópuríkjum. Þá sýna kannair að fjöldi kjósenda er enn óákveðinn auk þess sem ítalir eru að frumreyna nýtt kosningakerfi sem gæti framkallað öðruvísi úrslit en fólk hefur vanist. Óhætt er að fullyrða að framtíð Ítalíu sé í mikilli óvissu og óstöðugleiki mun vafalaust halda áfram að einkenna ítalskt þjóðlíf. Grikkland Líbía Tengdar fréttir Ólíklegt að "Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þessi helgi mun án vafa setja mark sitt á evrópsk stjórnmál fyrir komandi ár. Hún verður veigamikil vegna tveggja viðburða. Í fyrsta lagi munu jafnaðarmenn í Þýskalandi kjósa um stjórnarsáttmála Jafnaðarmannaflokksins og Kristilegra demókrata og þannig verður ráðið úr því hvort að starfhæf ríkisstjórn taki til starfa í Þýskalandi. Í öðru lagi er kosið til beggja deilda ítalska þingsins en augu stjórnmálamanna, fjölmiðla og viðskiptalífsins beinast að Ítalíu. Margt bendir til þess að kosningarnar geti haft mikil áhrif á stöðugleika stjórnmálaástandsins í Evrópu og stefnu Evrópusambandsins. Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur og ekkert bandalag nái nægilega mörgum þingmönnum til að mynda hreinan meirihluta sem mun dýpka óvissuna á Ítalíu enn meira. Til að flækja ástandið enn meira eru popúlistar og öfgaflokkar að sækja í sig veðrið. Ítalir kjósa til þings sunnudaginn 4. mars og vafalaust munu kosningarnar skapa sviptivinda innan Evrópu.Hinn ungi Luigi Di Maio er í pólitísku forsvari fyrir fimmstjörnuhreyfinguna. Hann tók við embættinu af grínistanum Beppe Grillo í fyrra.Vísir/APHverjir eru í framboði? Fjölmargir flokkar bjóða fram lista í kosningunum en kosið er 630 manna fulltrúadeild og 315 manna öldungadeild. Þrír flokkar eða flokkabandalög hafa möguleika á að seilast til áhrifa. Um er að ræða bandalag mið- og vinstriflokka undir forystu Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra, Fimmstjörnuhreyfinguna undir forystu Luigi Di Mayo, varaforseta fulltúadeildar þingsins og bandalag mið- og hægriflokka undir forystu Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra.Bandalag mið- og vinstri flokka Lýðræðisflokkurinn (PD) hefur undanfarin ár farið með völd á Ítalíu í slagtogi við minni hægriflokka. Matteo Renzi, formaður flokksins, sagði af sér í lok árs 2016 sem forsætisráðherra eftir að Ítalir höfnuðu stjórnarskrárbreytingum sem hann hafði barist fyrir, en hann lagði embætti sitt að veði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Utanríkisráðherrann Paolo Gentiloni tók við kefli forsætisráðherra og hefur þjónað sem slíkur til dagsins í dag. Nú biðlar hann til Ítala um að treysta sér á nýjan leik til þess að þjóna sem forsætisráðherra. Renzi hefur upp á síðkastið ítrekað minnst á Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í ræðum og viðtölum. Talið er að hann vilji verða stórstjarna á miðju ítalskra stjórnmála líkt og Macron varð í Frakklandi. Lýðræðisflokkurinn er í bandalagi með nokkrum vinstri-, mið- og frjálslyndum flokkum og ber af í þingmannafjölda. Flokkurinn hefur dalað töluvert í skoðanakönnunum undanfarna mánuði og stjórnmálaskýrendur segja þetta í takt við hrun jafnaðarmannaflokka víðast hvar á álfunni.Fimmstjörnuhreyfingin Grínstinn Beppe Grillo stofnaði Fimmstjörnuhreyfinguna árið 2009 þegar Ítalía var eitt þeirra Evrópuríkja sem gekk í gegnum djúpa skuldakreppu. Flokkurinn var stofnaður til höfuðs kerfinu og fagnar Grillo sjálfur öllu umtali sem bendlar hann við lýðskrum og popúlisma. Hinn 31 árs gamli Luigi Di Maio tók við af Grillo sem pólitískt andlit flokksins árið 2017 og leiðir flokkinn í kosningabaráttunni núna. Flokkurinn hefur mælst stærstur í nýjustu skoðanakönnunum sem er áhyggjuefni fyrir alla þá sem vilja ekki umturna pólitíska landslaginu. Flokkurinn hefur ekki skilgreint sig til vinstri eða hægri en hann hefur lagt áherslu á beint lýðræði, umhverfisvernd, andstöðu við Evrópusambandið og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Embættismenn í Brussel anda þó nokkuð léttar eftir að Di Maio lýsti því yfir í febrúar að hann styddi ekki lengur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ítalía ætti að draga sig úr Evrusvæðinu.Bandalag mið- og hægriflokka Fyrir fáeinum árum var pólitískt líf hans úr sér gengið. Í dag er Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, genginn aftur og hefur endurvakið sinn gamla flokk Forza Italia (Áfram Ítalía). Árið 2012 var Berlusconi dæmdur fyrir skattsvik og er ekki heimilt að gegna opinberu embætti til ársins 2019.Matteo Salvini, leiðtogi Lega, virðist óvanur lýsingu sjónvarpsmyndavélanna. Bandamaður hans, Berlusconi, kemur honum til aðstoðar enda þaulvanur sviðsljósinu.Vísir/APHann hefur ekki látið það stöðva sig við að láta til sín taka á pólitíska sviðinu. Þó svo að hann geti ekki gegnt embætti forsætisráðherra gæti hann verið í stöðu til að koma bandamanni sínum í það embætti og haft greiðan aðgang að honum. Þrátt fyrir litríkan feril og ruddalegan stjórnunarstíl gengur kosningabarátta hans út á að bjóða fram hógværan valkost. Flokkur hans vill þá ráðast í miklar breytingar á skattkerfinu og hefur lofað því að reka 600 þúsund ólöglega innflytjendur úr landi en hann hefur sagt að fjöldi flóttamanna í landinu sé „samfélagsleg tímasprengja“. Forza Italia er í slagtogi með nokkrum hægisinnuðum flokkum. Þar af er hinn alræmdi flokkur Lega, áður Lega Nord (Norðurfylkingin), sem hefur barist fyrir sjálfstæði norðurhluta Ítalíu en í seinni tíð dregið úr kröfum sínum í þeim efnum. Leiðtogi flokksins er Matteo Salvini og hefur flokkurinn lýst yfir mikilli andstöðu við Evrópusambandið. Líkt og Fimmstjörnuhreyfingin hefur flokkurinn talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Ítalíu á evrusvæðinu en lítið hefur farið fyrir því stefnumáli upp á síðkastið. Þá hefur Salvini lofað því að komist flokkurinn til valda muni hann láta reka 100 þúsund ólöglega innflytjendur frá Ítalíu á ári hverju. Enn fremur hefur flokkurinn talað fyrir bættum samskiptum við Rússland. Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mætti til Rómar í vikunni til að styðja við flokkinn. Er það til marks um það er hér sé á ferðinni öfgahægriflokkur.Um hvað er kosið? Ef marka má erlenda fréttamiðla eru þungar áhyggjur af stöðunni á Ítalíu sem er fjórða stærsta efnahagssvæðið innan Evrópusambandsins. Opinberar skuldir á hvert mannsbarn á Ítalíu er um 35 þúsund evrur. Til samanburðar eru opinberar skuldir Grikklands 29 þúsund evrur á hvern íbúa.Hundruðir þúsunda flóttamanna hafa komist frá Líbíu til Ítalíu með því að fara sjóleiðina. Nokkur þúsund manns hafa drukknað í Miðjarðarhafinu.vísir/afpÞá eru uppi miklar áhyggjur af því hvernig flóttamannamálin verða meðhöndluð en frá árinu 2014 hafa yfir 150 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið og yfir til Ítalíu. Þessi tala er nú komin niður fyrir 130 þúsund vegna samkomulags ítalskra stjórnvalda við stjórnvöld í Líbýu um að draga úr flótta yfir hafið. Hvernig Ítalía ræður við flóttafólk hefur mikil áhrif á straum þeirra til annarra Evrópuríkja. Þetta virðist þungamiðja kosningabaráttunnar og hefur nær einokað málefnasviðið eftir að hægri öfgamaður skaut sex afríska innflytjendur í borginni Macerata í febrúar. Allir flokkar eru með róttækar lausnir í þeim efnum og vilja sumir flytja hundruði þúsunda flóttamanna á brott á næstu árum.Berlusconi gaf Pútín, Rússlandsforseta, sænguver með mynd af þeim báðum í 65 ára afmælisgjöf.Mynd/skjáskotStaða Ítalíu í Evrópu er einnig eitt af stóru málefnunum. Lýðræðisflokkurinn og Forza Italia vilja halda stöðu Ítalíu tiltölulega óbreyttri innan Evrópusambandsins á meðan Fimmstjörnuhreyfingin og Lega hafa verið efins um ágæti Evrópusambandsins. Þær gagnrýnisraddir hafa þó þagnað þegar nær dregur kosningum og gæti það verið merki um að flokkarnir vilji virðast stjórntækir. Þá hafa sömu flokkar boðað bætt samskipti við Rússland og að viðskiptaþvingunum verði aflétt auk þess sem Berlusconi og Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, eru góðir félagar. Til marks um það er fræg gjöf Berlusconi til Pútíns, sængurver með mynd af þeim félögum.Hver mun sigra? Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur og ekkert bandalag muni ná þeim þingstyrk sem þarf til að verja ríkisstjórn falli. Skoðanakannanir eru þó bannaðar tveimur vikum fyrir kosningar svo það er mögulegt að staðan breytist eitthvað frá síðustu könnunum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur frá því í árslok 2017 mælst stærsti flokkur landsins. Í síðustu skoðanakönnun sem kom út um miðjan febrúar var flokkurinn með 26,3 prósent. Lýðræðisflokkurinn hefur undanfarin ár verið stærsti flokkur landsins en hefur dalað verulega upp á síðkastið. Bandalag mið- og vinstri flokka mælist með fylgi upp á 25,9 prósentustig. Samanlagt fylgi hægriflokkanna er þá 37,5 prósent.Ítölsku þingkosningarnarInfogramÚtlit er fyrir að Berlusconi og bandamenn muni standa uppi sem sigurvegarar en það er þó ekki nóg til að færa þeim stjórnartaumana. Væntanlega þurfa flokkarnir að mynda með sér einhverskonar bandalag sem er ávísun á mjög óstöðuga ríkisstjórn. Ef þetta verður staðan er allt sem bendir til þess að Forza Italia og Lýðræðisflokkurinn muni reyna að mynda ríkisstjórn yfir miðjuna til að viðhalda stöðugleika, hreyfa ekki við aðild Ítalíu að Evrópusambandinu og taka á flóttamannamálum. Hinir „hefðbundnu flokkar“ munu vafalaust reyna að forðast Fimmstjörnuhreyfinguna og þá óreiðu sem gæti fylgt þeim flokki. Enn annar höfuðverkur verður að útnefna forsætisráðherra. Matteo Renzi mun vilja stólinn á nýjan leik en óljóst er hvort að hann og Berlusconi geti unnið saman yfir höfuð. Líkt og nefnt var fyrr í greininni er Berlusconi óheimilt að gegna opinberu embætti eftir dóm vegna skattsvika. Hann hefur þegar útnefnt forsætisráðherraefni sitt en ef Berlusconi fær sínu fram verður næsti forsætisráðherra Ítalíu Antonio Tajani sem nú gegnir embætti forseta Evrópuþingsins.Áframhaldandi óreiða og óvissa Það er fátt í stjórnmálalandslaginu sem bendir til þess að komandi þingkosningar muni draga úr óvissuástandinu á Ítalíu. Stjórnmálaskýrendur virðast nær allir sammála um það að enginn flokkur fái skýrt umboð og að fram undan verði áframhaldandi óstöðugleiki í stjórnmála- og efnahagslífi Ítalíu. Reiknað er með að kosningarnar muni hafa áhrif á markaði þegar þeir opna á mánudaginn og fastlega er búist við því að úrslitin muni hafa neikvæð áhrif á gengi evrunnar.Matteo Renzi, vill verða forsætisráðherra á ný. Berlusconi hefur útnefnt forseta Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sem forsætisráðherraefni sitt.Mynd/SamsettAngela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti vonast þá bæði eftir forsætisráðherra sem muni tryggja að Evrópusambandið haldi ekki áfram að rakna upp og að Evrópa standi í lappirnar gagnvart Rússlandi. Óvíst er hvort að þeim verði að ósk sinni. Ástandið er óljóst þar sem ekki hafa verið gefnar út skoðanakannanir í tvær vikur og raunar hafa kannanir ítrekað spáð vitlaust fyrir um úrslit kosninga í öðrum Evrópuríkjum. Þá sýna kannair að fjöldi kjósenda er enn óákveðinn auk þess sem ítalir eru að frumreyna nýtt kosningakerfi sem gæti framkallað öðruvísi úrslit en fólk hefur vanist. Óhætt er að fullyrða að framtíð Ítalíu sé í mikilli óvissu og óstöðugleiki mun vafalaust halda áfram að einkenna ítalskt þjóðlíf.
Grikkland Líbía Tengdar fréttir Ólíklegt að "Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ólíklegt að "Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30