Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2018 21:05 Ivanka Trump. Vísir/EPA Ivanka Trump, dóttir Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur fengið þrettán vörumerki samþykkt í Kína á einungis þremur mánuðum. Átta vörumerki til viðbótar hafa fengið hraða meðferð á tímabilinu og verið samþykktar tímabundið. Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu.Upplýsingarnar voru opinberaðar af eftirlitsaðilunum Citizens for Ethics and Responsibility in Washington Á sama tíma hefur Donald Trump skipað Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að bjarga kínverska fyrirtækinu ZTE frá gjaldþroti, en þvingunum og refsiaðgerðum var beitt gegn fyrirtækinu fyrir að brjóta bandarísk lög og að eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Íran. Þar að auki hafa öryggisstofnanir Bandaríkjanna varað við því að ógn stafi af ZTE og yfirvöld Kína noti það til njósna. Yfirvöld Bandaríkjanna meinuðu fyrirtækinu að eiga í viðskiptum í Bandaríkjunum í sjö ár og ZTE stefndi í gjaldþrot. Þann 13. maí tilkynnti Trump óvænt að hann hefði skipað Viðskiptaráðuneytinu að hjálpa ZTE. Þar að auki hefur Trump hótað því að setja tolla á innflutning frá Kína. Tollum þessum er þó ekki ætlað að ná yfir fatnað en Ivanka flytur mikið af fötum sem framleidd eru fyrir hana í Kína.Í samtali við AP segir Noah Bookbinder, yfirmaður Citizens for Responisbility and Ethics in Washington, að það að Ivanka slíti sig ekki frá fyrirtæki sínu og að það sé að stækka á erlendri grundu sé áhyggjuefni. Það veki upp spurningar um spillingu og opni á þann mögulega að hún græði á stöðu sinni í Hvíta húsinu og því að faðir hennar sé forseti. Sömuleiðis gæti það haft áhrif á opinber störf þeirra og utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur fengið þrettán vörumerki samþykkt í Kína á einungis þremur mánuðum. Átta vörumerki til viðbótar hafa fengið hraða meðferð á tímabilinu og verið samþykktar tímabundið. Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu.Upplýsingarnar voru opinberaðar af eftirlitsaðilunum Citizens for Ethics and Responsibility in Washington Á sama tíma hefur Donald Trump skipað Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að bjarga kínverska fyrirtækinu ZTE frá gjaldþroti, en þvingunum og refsiaðgerðum var beitt gegn fyrirtækinu fyrir að brjóta bandarísk lög og að eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Íran. Þar að auki hafa öryggisstofnanir Bandaríkjanna varað við því að ógn stafi af ZTE og yfirvöld Kína noti það til njósna. Yfirvöld Bandaríkjanna meinuðu fyrirtækinu að eiga í viðskiptum í Bandaríkjunum í sjö ár og ZTE stefndi í gjaldþrot. Þann 13. maí tilkynnti Trump óvænt að hann hefði skipað Viðskiptaráðuneytinu að hjálpa ZTE. Þar að auki hefur Trump hótað því að setja tolla á innflutning frá Kína. Tollum þessum er þó ekki ætlað að ná yfir fatnað en Ivanka flytur mikið af fötum sem framleidd eru fyrir hana í Kína.Í samtali við AP segir Noah Bookbinder, yfirmaður Citizens for Responisbility and Ethics in Washington, að það að Ivanka slíti sig ekki frá fyrirtæki sínu og að það sé að stækka á erlendri grundu sé áhyggjuefni. Það veki upp spurningar um spillingu og opni á þann mögulega að hún græði á stöðu sinni í Hvíta húsinu og því að faðir hennar sé forseti. Sömuleiðis gæti það haft áhrif á opinber störf þeirra og utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira