Endurskoða reglugerð um flutning hergagna með loftförum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. mars 2018 18:56 Samgöngustofa hefur veitt 5-10 undanþágur á ári á liðnum árum. Unnið er að endurskoðun reglugerðarinnar um flutning hergagna með loftförum og er sú endurskoðun unnin í samráði við utanríkisráðuneytið. Frá síðasta hausti hefur ráðuneytið veitt tvær undanþágur vegna flutnings hergagna en tveimur umsóknum hefur verið hafnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Tilkynningin er birt vegna fjölmiðlaumfjöllunar um vopnaflutning flugfélagsins Air Atlanta. „Íslensk stjórnvöld hafa veitt flugrekendum undanþágur til flutnings hergagna. Grundvallast þær á 78. gr. loftferðalaga sem kveður á um að fá skuli leyfi ráðherra fyrir flutningi hergagna. Loftferðalög gilda um íslenskt yfirráðasvæði auk þess að gilda um loftför skráð hér á landi, sbr. 1. gr. loftferðalaga. Tilgangur þessa ákvæðis er að innleiða ákvæði Chicago samningsins sem bannar flutning hergagna um yfirráðasvæði samningsaðila án samþykkis. Einnig til að tryggja að hergögn séu ekki flutt með borgaralegu flugi í andstöðu við utanríkisstefnu og öryggis- og varnarhagsmuni íslenska ríkisins. Tilgangur ákvæðisins snýr því ekki að flugöryggi heldur að öryggis- og varnarhagsmunum.“ Með hergögnum er ekki eingöngu átt við árásarvopn heldur varning sem ætlaður er til hernaðarnota, allt niður í búnað sem alla jafna er nýttur til borgaralegra nota. „Árið 2005 var Flugmálastjórn Íslands, nú Samgöngustofu, falin framkvæmd leyfisveitinga með reglugerð nr. 937/2005 um flutning hergagna með loftförum. Samkvæmt reglugerðinni má ekki flytja hergögn um íslenskt yfirráðasvæði án heimildar Samgöngustofu. Hafa verður í huga að þegar reglugerðin var sett voru flutningar íslenskra aðila á hergögnum fátíðir. Þannig voru leyfisveitingar fyrir árið 2005 í höndum samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og finnast engin dæmi þess að undanþága hafi verið veitt til flutninga utan Íslands á árunum fyrir 2005. Í framkvæmd Samgöngustofu myndaðist það verklag að þegar beiðni barst frá íslenskum flugrekanda um undanþágu til flutnings hergagna með íslenskum loftförum utan Íslands, þá mat Samgöngustofa beiðnina og afgreiddi með sama hætti og þegar um var að ræða flutning hergagna um íslenskt yfirráðasvæði. Ljóst er að slíkar undanþágur hafa að minnsta kosti verið veittar frá árinu 2008 en ekki hefur verið viðhaft samráð við ráðuneytið fyrr en síðastliðið haust.“ Í tilkynningunni kemur fram að ráðuneytinu barst síðastliðið haust gegnum Samgöngustofu erindi frá erlendu flugfélagi um heimild til flutnings táragass um íslenskt yfirráðasvæði. Að fenginni umsögn utanríkisráðuneytisins lagði ráðuneytið til að beiðninni yrði hafnað. „Við umfjöllun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kom í ljós að ákvæði reglugerðarinnar væru ekki nægjanlega skýr. Einnig að verklag Samgöngustofu við að veita undanþágur væri ekki nógu skýrt. Þannig taki ákvæði reglugerðarinnar eingöngu til flutninga um íslenskt yfirráðasvæði en nái ekki til flutninga með íslenskum loftförum utan Íslands enda voru slíkir flutningar fátíðir er reglugerðin var sett árið 2005.“Tveimur umsóknum hafnað síðustu mánuðiFrá síðasta hausti hefur ráðuneytið veitt tvær undanþágur vegna flutnings hergagna en tveimur umsóknum hefur verið hafnað. „Undanþága var annars vegar veitt vegna flutnings hergagna til Sádi Arabíu en í hins vegar var um að ræða flutning fyrir NATO ríki á öðrum búnaði en vopnum. Í samræmi við verklag ráðuneytisins var í bæði skiptin leitað umsagnar utanríkisráðuneytisins áður en afstaða var tekin til umbeðinna heimilda.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið synjaði tveimur erindum; annars vegar í október síðastliðnum vegna flutnings á táragasi frá Kína til Venesúela og hins vegar í febrúar þar sem óskað var eftir heimild til að flytja hergögn til Sádi Arabíu. Ráðuneytið óskaði eftir umsögn utanríkisráðuneytisins sem veitti neikvæða umsögn, m.a. með vísan til mannúðarsjónarmiða, og var beiðnunum synjað á þeim grundvelli.“ Kemur fram í tilkynningunni að núverandi ríkisstjórn hafi því ekki veitt neinar undanþágur til flutninga á árásarvopnum með íslenskum flugrekendum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í dag.vísir/valliSkoða hvort rétt sé að fela utanríkisráðuneytinu ábyrgð „Samgöngustofa fer með framkvæmd reglugerðarinnar og hefur á grundvelli hennar veitt heimild til flutninga um íslenskt yfirráðasvæði undanfarin ár. Ráðuneytið varð áskynja um veitingu slíkra heimilda til handa íslenskum flugrekendum utan íslensks yfirráðasvæðis í kjölfar þess að ráðuneytið var upplýst um framangreint táragasmál. Í kjölfarið innleiddi ráðuneytið skýrara verklag og rannsakar nú hverja umsókn í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Skal Samgöngustofa nú ávallt senda ráðuneytinu umsóknir um undanþágur. Tilgangur nýs verklags er að tryggja að vopnaflutningar með íslenskum loftförum færu ekki gegn skuldbindingum Íslands, t.d. gagnvart átakasvæðum eða þvingunarráðstöfunum, og væru í samræmi við utanríkisstefnu Íslands.“ Er sagt að í ljósi þess að starfsemi íslenskra flugrekenda teygir sig um allan heim er mikilvægt að skýr umgjörð sé um afgreiðslu undanþága til flutnings hergagna. „Unnið er að endurskoðun reglugerðarinnar um flutning hergagna með loftförum og er sú endurskoðun unnin í samráði við utanríkisráðuneytið. Vegna eðlis heimildanna er rétt að skoða hvort rétt sé að fela utanríkisráðuneytinu ábyrgð á framkvæmd þeirra. Stefnt er að því að setja nýja reglugerð í opið samráð á samráðsgátt stjórnarráðsins á næstu vikum. Engar frekari undanþágur verða veittar fyrr en ný reglugerð hefur verið sett og verklag innleitt nema í undantekningartilvikum og ætíð í samráði við utanríkisráðuneytið.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í morgun og sat sameiginlegan fund umhverfis- og samgöngunefndar og utanríkismálanefndar Alþingis þar sem farið var yfir reglur og verkferla varðandi flutninga hergagna. Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta ekki „stofnað til að flytja vopn“ Þetta segir Þóra Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sinni en hún stofnaði flugfélagið ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Arngrími Jóhannssyni. 2. mars 2018 14:34 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Unnið er að endurskoðun reglugerðarinnar um flutning hergagna með loftförum og er sú endurskoðun unnin í samráði við utanríkisráðuneytið. Frá síðasta hausti hefur ráðuneytið veitt tvær undanþágur vegna flutnings hergagna en tveimur umsóknum hefur verið hafnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Tilkynningin er birt vegna fjölmiðlaumfjöllunar um vopnaflutning flugfélagsins Air Atlanta. „Íslensk stjórnvöld hafa veitt flugrekendum undanþágur til flutnings hergagna. Grundvallast þær á 78. gr. loftferðalaga sem kveður á um að fá skuli leyfi ráðherra fyrir flutningi hergagna. Loftferðalög gilda um íslenskt yfirráðasvæði auk þess að gilda um loftför skráð hér á landi, sbr. 1. gr. loftferðalaga. Tilgangur þessa ákvæðis er að innleiða ákvæði Chicago samningsins sem bannar flutning hergagna um yfirráðasvæði samningsaðila án samþykkis. Einnig til að tryggja að hergögn séu ekki flutt með borgaralegu flugi í andstöðu við utanríkisstefnu og öryggis- og varnarhagsmuni íslenska ríkisins. Tilgangur ákvæðisins snýr því ekki að flugöryggi heldur að öryggis- og varnarhagsmunum.“ Með hergögnum er ekki eingöngu átt við árásarvopn heldur varning sem ætlaður er til hernaðarnota, allt niður í búnað sem alla jafna er nýttur til borgaralegra nota. „Árið 2005 var Flugmálastjórn Íslands, nú Samgöngustofu, falin framkvæmd leyfisveitinga með reglugerð nr. 937/2005 um flutning hergagna með loftförum. Samkvæmt reglugerðinni má ekki flytja hergögn um íslenskt yfirráðasvæði án heimildar Samgöngustofu. Hafa verður í huga að þegar reglugerðin var sett voru flutningar íslenskra aðila á hergögnum fátíðir. Þannig voru leyfisveitingar fyrir árið 2005 í höndum samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og finnast engin dæmi þess að undanþága hafi verið veitt til flutninga utan Íslands á árunum fyrir 2005. Í framkvæmd Samgöngustofu myndaðist það verklag að þegar beiðni barst frá íslenskum flugrekanda um undanþágu til flutnings hergagna með íslenskum loftförum utan Íslands, þá mat Samgöngustofa beiðnina og afgreiddi með sama hætti og þegar um var að ræða flutning hergagna um íslenskt yfirráðasvæði. Ljóst er að slíkar undanþágur hafa að minnsta kosti verið veittar frá árinu 2008 en ekki hefur verið viðhaft samráð við ráðuneytið fyrr en síðastliðið haust.“ Í tilkynningunni kemur fram að ráðuneytinu barst síðastliðið haust gegnum Samgöngustofu erindi frá erlendu flugfélagi um heimild til flutnings táragass um íslenskt yfirráðasvæði. Að fenginni umsögn utanríkisráðuneytisins lagði ráðuneytið til að beiðninni yrði hafnað. „Við umfjöllun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kom í ljós að ákvæði reglugerðarinnar væru ekki nægjanlega skýr. Einnig að verklag Samgöngustofu við að veita undanþágur væri ekki nógu skýrt. Þannig taki ákvæði reglugerðarinnar eingöngu til flutninga um íslenskt yfirráðasvæði en nái ekki til flutninga með íslenskum loftförum utan Íslands enda voru slíkir flutningar fátíðir er reglugerðin var sett árið 2005.“Tveimur umsóknum hafnað síðustu mánuðiFrá síðasta hausti hefur ráðuneytið veitt tvær undanþágur vegna flutnings hergagna en tveimur umsóknum hefur verið hafnað. „Undanþága var annars vegar veitt vegna flutnings hergagna til Sádi Arabíu en í hins vegar var um að ræða flutning fyrir NATO ríki á öðrum búnaði en vopnum. Í samræmi við verklag ráðuneytisins var í bæði skiptin leitað umsagnar utanríkisráðuneytisins áður en afstaða var tekin til umbeðinna heimilda.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið synjaði tveimur erindum; annars vegar í október síðastliðnum vegna flutnings á táragasi frá Kína til Venesúela og hins vegar í febrúar þar sem óskað var eftir heimild til að flytja hergögn til Sádi Arabíu. Ráðuneytið óskaði eftir umsögn utanríkisráðuneytisins sem veitti neikvæða umsögn, m.a. með vísan til mannúðarsjónarmiða, og var beiðnunum synjað á þeim grundvelli.“ Kemur fram í tilkynningunni að núverandi ríkisstjórn hafi því ekki veitt neinar undanþágur til flutninga á árásarvopnum með íslenskum flugrekendum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í dag.vísir/valliSkoða hvort rétt sé að fela utanríkisráðuneytinu ábyrgð „Samgöngustofa fer með framkvæmd reglugerðarinnar og hefur á grundvelli hennar veitt heimild til flutninga um íslenskt yfirráðasvæði undanfarin ár. Ráðuneytið varð áskynja um veitingu slíkra heimilda til handa íslenskum flugrekendum utan íslensks yfirráðasvæðis í kjölfar þess að ráðuneytið var upplýst um framangreint táragasmál. Í kjölfarið innleiddi ráðuneytið skýrara verklag og rannsakar nú hverja umsókn í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Skal Samgöngustofa nú ávallt senda ráðuneytinu umsóknir um undanþágur. Tilgangur nýs verklags er að tryggja að vopnaflutningar með íslenskum loftförum færu ekki gegn skuldbindingum Íslands, t.d. gagnvart átakasvæðum eða þvingunarráðstöfunum, og væru í samræmi við utanríkisstefnu Íslands.“ Er sagt að í ljósi þess að starfsemi íslenskra flugrekenda teygir sig um allan heim er mikilvægt að skýr umgjörð sé um afgreiðslu undanþága til flutnings hergagna. „Unnið er að endurskoðun reglugerðarinnar um flutning hergagna með loftförum og er sú endurskoðun unnin í samráði við utanríkisráðuneytið. Vegna eðlis heimildanna er rétt að skoða hvort rétt sé að fela utanríkisráðuneytinu ábyrgð á framkvæmd þeirra. Stefnt er að því að setja nýja reglugerð í opið samráð á samráðsgátt stjórnarráðsins á næstu vikum. Engar frekari undanþágur verða veittar fyrr en ný reglugerð hefur verið sett og verklag innleitt nema í undantekningartilvikum og ætíð í samráði við utanríkisráðuneytið.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í morgun og sat sameiginlegan fund umhverfis- og samgöngunefndar og utanríkismálanefndar Alþingis þar sem farið var yfir reglur og verkferla varðandi flutninga hergagna.
Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta ekki „stofnað til að flytja vopn“ Þetta segir Þóra Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sinni en hún stofnaði flugfélagið ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Arngrími Jóhannssyni. 2. mars 2018 14:34 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta ekki „stofnað til að flytja vopn“ Þetta segir Þóra Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sinni en hún stofnaði flugfélagið ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Arngrími Jóhannssyni. 2. mars 2018 14:34